Telur að Keflvíkingar séu einfaldlega að hugsa: „Vá, þetta er bara að gerast aftur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 13:01 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var erfitt, þetta var alltaf að vera erfitt án Harðar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar en Hörður Axel Vilhjálmsson, lykilmaður Keflavíkur, var fjarri góðu gamni í leiknum. Keflavík steinlá gegn Þór Þorlákshöfn á heimavelli í síðustu umferð Subway deildar karla. Var Keflavík þarna að tapa sínum öðrum leik í röð. „Mér finnst Keflavíkurliðið án Harðar, það vantar mikið. Hann er mikilvægur í vörn og leiðtoginn í sókn. Það vantar plan án hans. Það er búið að vera þungt yfir Keflavík undanfarið,“ sagði Örvar Þór Kristjánsson áður en Kjartan Atli spurði Sævar Sævarsson einfaldlega af hverju það væri svona þungt yfir Keflavík þar sem liðið hefði verið á toppnum framan af móti. „Hitti Darri Freyr [Atlason] ekki naglann á höfuðið um daginn þegar hann sagði að fyrir hinn venjulega stuðningsmann og þá aðila sem eru að setja pening í þetta þá er „déjà vu“ í gangi? Fólkið skynjar að þegar allt er undir þá gangi hlutirnir einfaldlega ekki eftir. Held að fólk horfi á tímabilið núna og hugsi „vá, þetta er bara að gerast aftur.“ Sami körfuboltinn, það er ekkert að breytast.“ „Keflavík byrjaði tímabilið vel, það var pakkað á vellinum og stjórnin sem tók við getur þakkað sér fyrir þeirra starf í að búa til stemningu og umgjörð sem að ég held hafi verið í topp tvö eða þrjú á landinu. Svo byrjar að hökta í vélinni, það koma meiðsli og ég held að fólk í bæjarfélaginu trúi ekki að Keflavík geti orðið meistarar,“ sagði Sævar jafnframt. Sjá má umræðuna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld um hugsanir Keflvíkinga: Vá, þetta er bara að gerast aftur Körfubolti Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Keflavík steinlá gegn Þór Þorlákshöfn á heimavelli í síðustu umferð Subway deildar karla. Var Keflavík þarna að tapa sínum öðrum leik í röð. „Mér finnst Keflavíkurliðið án Harðar, það vantar mikið. Hann er mikilvægur í vörn og leiðtoginn í sókn. Það vantar plan án hans. Það er búið að vera þungt yfir Keflavík undanfarið,“ sagði Örvar Þór Kristjánsson áður en Kjartan Atli spurði Sævar Sævarsson einfaldlega af hverju það væri svona þungt yfir Keflavík þar sem liðið hefði verið á toppnum framan af móti. „Hitti Darri Freyr [Atlason] ekki naglann á höfuðið um daginn þegar hann sagði að fyrir hinn venjulega stuðningsmann og þá aðila sem eru að setja pening í þetta þá er „déjà vu“ í gangi? Fólkið skynjar að þegar allt er undir þá gangi hlutirnir einfaldlega ekki eftir. Held að fólk horfi á tímabilið núna og hugsi „vá, þetta er bara að gerast aftur.“ Sami körfuboltinn, það er ekkert að breytast.“ „Keflavík byrjaði tímabilið vel, það var pakkað á vellinum og stjórnin sem tók við getur þakkað sér fyrir þeirra starf í að búa til stemningu og umgjörð sem að ég held hafi verið í topp tvö eða þrjú á landinu. Svo byrjar að hökta í vélinni, það koma meiðsli og ég held að fólk í bæjarfélaginu trúi ekki að Keflavík geti orðið meistarar,“ sagði Sævar jafnframt. Sjá má umræðuna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld um hugsanir Keflvíkinga: Vá, þetta er bara að gerast aftur
Körfubolti Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Fleiri fréttir Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum