Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. Hún snýst um að finna skjól þegar öll sund eru lokuð en líka næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Fátt annað kemst að og þannig litast líf þeirra af sífelldum átökum, útilokun og oft niðurlægingu. Undir niðri er þó von um betri tíð, heimili, og að fá að lifa lífinu með reisn. Það er erfitt að segja hversu margir eru í raun heimilislausir á Íslandi. Síðasta úttekt var gerð fyrir um tveimur árum og samkvæmt henni eru það um þrjú hundruð; ríflega tvö hundruð karlar og nærri níutíu konur. Ein þeirra er Maríanna. Hún er 46 ára gömul, ólst upp í Njarðvík og á tvö uppkomin börn. Hún hrökklaðist af leigumarkaðnum síðasta vor eftir að hafa lent í ágreiningi við leigusala og hefur nú í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hefðbundnir dagar hjá Maríönnu hefjast þannig að hún er vakin um klukkan níu og á að gera allt klárt fyrir þrif. Konukoti er síðan lokað klukkan tíu og þá er farið út í flestum veðrum. Eftir lokun gengur Maríanna oftast að Grensásvegi í Skjólið, þar sem margar konur í svipaðri stöðu leita athvarfs á daginn. Við fengum að fara með Maríönnu þangað og litast um. Þar er hægt að mála, púsla, lesa og fá sér að borða en Maríanna notar oft tækifærið og leggur sig enda nætursvefninn sífellt truflaður í sambýlinu á Konukoti. Maríanna tognaði á fæti í vetur og hefur því notað hækju þegar hún gengur á milli Skjólsins og Konukots, með nokkrar töskur á bakinu.vísir/úr kompás Maríanna er háð morfíni; fíkn sem litar allt hennar líf í dag. „Það byrjar út af bakvandamálum fyrir mörgum árum síðan. Ég var á tramadol af því ég var með óþol fyrir parkódín forte. Tramadol er gervimorfín og eftir nokkur ár er maður orðinn háður því. Svo var ég að leigja hjá strák, var edrú af öllu ólöglegu á þeim tíma. Hann var að reykja oxý og einhvern tímann átti ég ekki tramadol og var mjög verkjuð og bað hann um að gefa mér smá - bara brot,“ segir Maríanna og lýsir upphafi morfínfíknarinnar. „Hann var með síðasta brotið sitt þannig að hann gaf mér smá smók. Í grunninn er ég stóner, reykti gras og notaði örvandi með, en eftir að ég varð háð morfíni, þá var ekki aftur snúið. Það er bara þannig.“ Tramadól er sterkt verkjalyf og tilheyrir flokki ópíóíða. Maríanna fékk því ávísað vegna bakvandamála og segir morfínfíknina hafa byrjað þar.vísir/úr kompás „Ég er mjög aktívur fíkill, en ég er mjög fúnkerandi. Ég er búin að fá mér morfín í morgun. Annars gæti ég ekki verið í þessu viðtali. Ég verð rosalega líkamlega veik ef ég fæ ekki skammtinn minn og það bara versnar og versnar með hverjum klukkutíma og hverjum degi. Maður verður rosalega veikur. Ég myndi ekki óska mínum versta óvini það. Enda þegar ég sé annan morfínfíkil í fráhvörfum, þá gef ég honum alveg síðasta morfínið mitt. Af því þetta er inflúensa á sterum sinnum þúsund.“ Alltaf fimm mínutur í taugaáfall Skjólinu er lokað klukkan þrjú en Konukot ekki opnað aftur fyrr en klukkan fimm. Maríanna kemur því oftast við á bókasafni til að drepa tímann og hlýja sér. Ef það er ekki pláss fara Maríanna og vinkonur hennar úr Konukoti stundum að klósettganginum í Kringlunni, þar sem þær fá að vera í friði. Síðan tekur við labb til baka. Um helgar er dagskráin flóknari þar sem Skjólið er bara opið á virkum dögum og þá þarf að redda sér öðruvísi í sjö klukkutíma. Maríanna segir fáa kosti í boði utan Skjólsins og bókasafnsins. Maríanna er nánast daglega á bókasafninu, þar sem hún heklar eða gluggar í bækur - stundum marga klukkutíma í senn.vísirúr kompás Einhverjir eiga aðstandendur sem þeir mega heimsækja, eins og Maríanna sem getur stundum farið til vinkonu sinnar. „En ég er ekki að fara „ditcha“ einhverja af stelpunum til að koma mér í hlýju, bara til að skilja þær eftir úti. Þá förum við bara frekar saman niður á bókasafn. Týpískur dagur er bara að reyna lifa af daginn. Maður nær ekki að gera neitt uppbyggilegt af því maður er alltaf í „fight or flight“. „Taugakerfið er svo löngu hrunið. Ég segi alltaf að ég er fimm mínútur í taugaáfall og ég upplifi mig alveg þannig, það er ekki góður staður.“ „Doctor shopping“ í fyrsta sinn á ævinni Það er kannski hægt að segja að Maríanna, líkt og fleiri í hennar stöðu, sé föst í vítahring. Hún lifir á fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg og segist fá um 170 þúsund krónur á mánuði. Svo segist hún þurfa að sprauta sig nokkrum sinnum á dag til þess að komast hjá veikindum. Þetta er dýr fíkn? „Já, ég er því miður ekki enn þá komin í skömmtun, ég er að reyna það. Læknar eru rosalega hræddir. Minn geðlæknir var sviptur leyfinu til að ávísa ópíóíðum eingöngu af því hann var of ávísanaglaður í skömmtun. Og hann er núna í stríði við ráðuneytið út af því. Og út af þessu eru læknar frekar ragir. Seinasti læknir sem ég fór til, sem er að gera þetta, gat bara ekki tekið fleiri. Þannig að í fyrsta sinn á ævinni er ég bara „doctor shopping“. Ég hef aldrei verið það áður, hef aldrei verið hjá læknum eða á sjúkrahúsum að sækjast eftir neinu svona,“ segir Maríanna. Maríanna telur skorta mannúð í málefnum heimilislausra.vísir/Vilhelm Með skömmtun vísar Maríanna til þess að fá ávísuðum ópíóíðalyfjum frá lækni. Í nóvember skrifaði gigtarlæknirinn Árni Tómas grein í Morgunblaðið þar sem hann viðurkennir að hafa ásamt fleiri læknum verið að skrifa út stóra skammta af morfíni sem veikir fíklar geta sótt í apótek, með mannúð að leiðarljósi. Hann skorar á yfirvöld að taka á þessum málum til þess að læknar þurfi ekki að „laumupokast“ með slíkt. Langar að komast út úr þessum undirheimum „Staðan er sú að ég á vinkonu sem fær oxý og hún fær conta í skömmtun og ég fæ hjá henni og borga henni um hver mánaðarmót og fæ það þannig ódýrara en götuverðið. Með þessu er hún búin að bjarga mínu lífi og gerir það að verkum að ég þarf ekki að brjóta eins mikið af mér.“ En það kemur fyrir að þú sért í þeirri stöðu að þurfa að gera það? „Já, það kemur alveg fyrir og það er ömurlegt. Mig langar ekki að gera það. Mig langar að vera eins heiðarleg í óheiðarleikanum og ég get. Ég er að upplagi frekar heiðarleg manneskja og mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu. Mig langar til að komast út úr þessum undirheimum.“ Pyntaður alla daga í skólanum Ragnar er vinur Maríuönnu. Hann er 39 ára gamall og ólst upp í Grafarvogi. Á langa og flókna fíknisögu að baki og sat inni í Brasilíu fyrir rúmum áratug eftir að hafa verið handtekinn með nokkur kíló af kókaíni í töskunni sinni. Hann lenti á götunni síðasta sumar og einhverjir kannast eflaust við hann þar sem Ragnar hefur einsett sér að bæta stöðu heimilislausra. Eftir mörg hjálparköll í vetur hefur lífsbaráttan ratað meira upp á yfirborðið. Ragnar Erling Hermannsson hefur glímt við fíknisjúkdóm í fjölda ára.vísir/úr kompás Við spjölluðum við Ragnar fyrir utan Konukot þar sem hann var staddur á laugardagsmorgni. Hann rekur upphaf sinna vandamála til erfiðrar æsku. „Ég er lítið búinn að hugsa um annað í tuttugu ár en þennan blessaða fíknisjúkdóm og hvað í fjáranum er í gangi. Mér finnst þetta mjög áhugaverð spurning. Af hverju eyðilegg ég líf mitt?“ Hvað heldur þú? „Það er bara skömm. Að finnast maður einskis virði. Ég kemst aldrei að annarri niðurstöðu en að þetta hafi bara verið samfélagið sem var utan um mig. Skólakerfið, eineltið. Kynslóðin á undan okkur átti ekki meiri séns en við og kunnu ekkert að díla við þetta. Mamma vissi ekkert hvað hún ætti að gera. Sendi mig bara í skólann þar sem ég var pyntaður allan daginn.“ Heimilisleysi bara einn angi af fíknisjúkdómnum Eilíf leit að einhvers konar samþykki tók við; reykja, drekka, dópa. Hvað sem þurfti til að passa í hópinn. Skömm vegna stöðunnar og harka keyrði Ragnar sífellt lengra niður. Svo getur verið erfitt að snúa við blaðinu þegar á botninn er komið. „Ef það er eitthvað sem er rauður þráður í gegnum allt er það bara fíknisjúkdómurinn sem rænir mann öllu. Hann er búinn að ræna mig hjónabandinu mínu, ótal vinnum og lífsgæðum. Það er ekki bara heimilisleysi, heldur fíknisjúkdómurinn eins og hann leggur sig. Í raun og veru er heimilisleysi bara einn angi af honum.“ Spurður um athvarf á daginn segir Ragnar engan kost góðan. Kaffistofa Samhjálpar, bókasafn, bílastæðahús eða gatan eru helstu kostirnir.vísir/úr kompás Ragnar telur allt mannlegt ákvörðunarvald tekið af heimilislausum. „Við sjáum hér umgengnina hér og þetta er eins á öðrum stöðum; í gistiskýlinu á Granda og hér,“ segir Ragnar og bendir á sprautunálar og rusl fyrir utan Konukot og við smáhýsin þar. „Svona líður manni í þessum aðstæðum.“ Einn morguninn þar sem við hittum Ragnar í vetur hafði hann verið með félögum sínum í húsnæði borgarinnar við Miklubraut. Íbúðin er ætluð fyrir fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Við fengum að skoða aðstæður sem má sjá í myndbandinu hér að neðan. En Ragnar leitar oftast í gistiskýlin sem eru líkt og Konukot lokuð frá tíu til fimm. Eftir lokun geta menn farið á kaffistofu Samhjálpar sem er opin til tvö. Í þættinum má sjá hvernig dagurinn tekur óvænta stefnu frá Samhjálp til Mónakó á Laugaveginum eftir símtal frá félögum. Ragnar veit aldrei hvernig dagurinn mun fara og hvar hann verður nákvæmlega á hverjum tíma. Óvissan heldur taugakerfinu þöndu. Líkt og fleiri hafa gert í vetur kallar Ragnar eftir því að skýlin séu opin allan sólarhringinn - og sérstaklega í vetrarhörkunni. Hann bendir á að margir á götunni séu fárveikir og þoli varla þessar aðstæður. „Við erum að reyna að fá viðmótið að þetta sé sjúkdómur en ekki aumingjaskapur. Ekki bara það að við séum alkar og fíklar. Það er bara engin heilun búin að eiga sér stað. Taugakerfið og allt er bara í raflosti,“ segir Ragnar og bendir á Maríönnu vinkonu sína sem dæmi, og bætir við að réttast væri að hún væri á sjúkrahúsi. „Maður er ekki öruggur heima hjá sér“ Lífsbaráttan getur verið hörð og hið daglega líf nokkuð átakanlegt. Því litla sem fólk á er reglulega stolið og Maríanna óttast einna helst að sofna úti og lenda í kynferðisofbeldi. Í vetur hafa fregnir borist af einstaklingum sem hafa látist úti og stundum verða félagar þeirra fíkninni að bráð. Í þættinum verðum við vitni af því þegar Ragnar tilkynnir Maríönnu að félagi þeirra sé dáinn. Þau taka vinamissinn nærri sér en tilfinningin er eins og þetta séu ekki óalgengar fregnir. Í hverju herbergi í Konukoti eru svefnpláss fyrir nokkrar konur. Þær búa þröngt og þurfa til dæmis að ganga í gegnum svefnherbergi annarra til að komast á klósettið. Það kemur til ýmissa árekstra í þessum aðstæðum.vísir/úr kompás Maríanna segir veturinn hafa verið erfiðan í Konukoti. Þar hefur nær alltaf verið yfirfullt og árekstrar á milli þeirra sem dvelja þar saman í þröngu rými hafa því verið fleiri. Hvað finnst þér um heimilið þitt - hvernig er að vera í Konukoti? „Það er erfitt, gerir mann geðveikan.“ Hvað þá? „Það er svo margt,“ segir Maríanna og brestur í grát. „Það er búið að vera mikið álag undanfarið. Ég fékk líflátshótun og þurfti að flýja í tvo sólarhringa. Þetta er alls konar svona. Maður er ekki öruggur heima hjá sér. Ég er alltaf í fight or flight. Alltaf.“ Hvað gerðist? „Það er bara veikur einstaklingur sem gat ekki sætt sig við að ég lúffa ekki fyrir henni. Því þetta er svolítið bíómyndadæmi. Maður verður bara að standa með sjálfum sér því annars er valtað yfir mann og allt sem þú átt er tekið.“ Maríanna frétti af vinamissi við tökur á Kompás. Í vetur hafa fregnir borist af einstaklingum sem hafa látist úti og stundum verða félagar þeirra fíkninni að bráð.vísir/úr kompás Hvað þyrfti að gerast til að þú gætir komist á betri stað? „Ég þyrfti að komast í skömmtun til að geta náð í þann skammt sem ég þarf til að vera ekki veik. Það myndi vera virkilega góð byrjun og ég þarf húsnæði. Ef ég kemst á skömmtun eykur það líkurnar á að ég komist í húsnæði, þá færu launin mín í að lifa. Ég er með langtímaplan sem gengur út á að komast í lægsta skammt sem hægt er. Þegar kemur að morfíni er ég ekkert að sækjast eftir vímunni, ég vill bara vera eins og ég er núna.“ segir Maríanna. „Ég vill bara að fólk átti sig á því að við erum bara öll mannfólk. Við eigum miklu meira sameiginlegt en sem skilur okkur að. Mér finnst vantar svo mikið mannlega þáttinn. Við eigum skilið virðingu og við eigum skilið tilverurétt. Ég hef sömu mannréttindi og þið og ég á að geta sótt mér þau.“ Innsýn í daglegt líf Maríönnu og Ragnars vekur upp ýmsar spurningar varðandi neyðarskýli og aðbúnað sem heimilislaust fólk býr við. Á næstu dögum mun fréttastofa halda áfram að fjalla um þessi mál. Ef lesendur hafa ábendingar þessi mál, eða önnur, þá endilega sendið okkur línu á kompas@stod2.is. Kompás Málefni heimilislausra Fíkn Reykjavík Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent
Hún snýst um að finna skjól þegar öll sund eru lokuð en líka næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Fátt annað kemst að og þannig litast líf þeirra af sífelldum átökum, útilokun og oft niðurlægingu. Undir niðri er þó von um betri tíð, heimili, og að fá að lifa lífinu með reisn. Það er erfitt að segja hversu margir eru í raun heimilislausir á Íslandi. Síðasta úttekt var gerð fyrir um tveimur árum og samkvæmt henni eru það um þrjú hundruð; ríflega tvö hundruð karlar og nærri níutíu konur. Ein þeirra er Maríanna. Hún er 46 ára gömul, ólst upp í Njarðvík og á tvö uppkomin börn. Hún hrökklaðist af leigumarkaðnum síðasta vor eftir að hafa lent í ágreiningi við leigusala og hefur nú í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hefðbundnir dagar hjá Maríönnu hefjast þannig að hún er vakin um klukkan níu og á að gera allt klárt fyrir þrif. Konukoti er síðan lokað klukkan tíu og þá er farið út í flestum veðrum. Eftir lokun gengur Maríanna oftast að Grensásvegi í Skjólið, þar sem margar konur í svipaðri stöðu leita athvarfs á daginn. Við fengum að fara með Maríönnu þangað og litast um. Þar er hægt að mála, púsla, lesa og fá sér að borða en Maríanna notar oft tækifærið og leggur sig enda nætursvefninn sífellt truflaður í sambýlinu á Konukoti. Maríanna tognaði á fæti í vetur og hefur því notað hækju þegar hún gengur á milli Skjólsins og Konukots, með nokkrar töskur á bakinu.vísir/úr kompás Maríanna er háð morfíni; fíkn sem litar allt hennar líf í dag. „Það byrjar út af bakvandamálum fyrir mörgum árum síðan. Ég var á tramadol af því ég var með óþol fyrir parkódín forte. Tramadol er gervimorfín og eftir nokkur ár er maður orðinn háður því. Svo var ég að leigja hjá strák, var edrú af öllu ólöglegu á þeim tíma. Hann var að reykja oxý og einhvern tímann átti ég ekki tramadol og var mjög verkjuð og bað hann um að gefa mér smá - bara brot,“ segir Maríanna og lýsir upphafi morfínfíknarinnar. „Hann var með síðasta brotið sitt þannig að hann gaf mér smá smók. Í grunninn er ég stóner, reykti gras og notaði örvandi með, en eftir að ég varð háð morfíni, þá var ekki aftur snúið. Það er bara þannig.“ Tramadól er sterkt verkjalyf og tilheyrir flokki ópíóíða. Maríanna fékk því ávísað vegna bakvandamála og segir morfínfíknina hafa byrjað þar.vísir/úr kompás „Ég er mjög aktívur fíkill, en ég er mjög fúnkerandi. Ég er búin að fá mér morfín í morgun. Annars gæti ég ekki verið í þessu viðtali. Ég verð rosalega líkamlega veik ef ég fæ ekki skammtinn minn og það bara versnar og versnar með hverjum klukkutíma og hverjum degi. Maður verður rosalega veikur. Ég myndi ekki óska mínum versta óvini það. Enda þegar ég sé annan morfínfíkil í fráhvörfum, þá gef ég honum alveg síðasta morfínið mitt. Af því þetta er inflúensa á sterum sinnum þúsund.“ Alltaf fimm mínutur í taugaáfall Skjólinu er lokað klukkan þrjú en Konukot ekki opnað aftur fyrr en klukkan fimm. Maríanna kemur því oftast við á bókasafni til að drepa tímann og hlýja sér. Ef það er ekki pláss fara Maríanna og vinkonur hennar úr Konukoti stundum að klósettganginum í Kringlunni, þar sem þær fá að vera í friði. Síðan tekur við labb til baka. Um helgar er dagskráin flóknari þar sem Skjólið er bara opið á virkum dögum og þá þarf að redda sér öðruvísi í sjö klukkutíma. Maríanna segir fáa kosti í boði utan Skjólsins og bókasafnsins. Maríanna er nánast daglega á bókasafninu, þar sem hún heklar eða gluggar í bækur - stundum marga klukkutíma í senn.vísirúr kompás Einhverjir eiga aðstandendur sem þeir mega heimsækja, eins og Maríanna sem getur stundum farið til vinkonu sinnar. „En ég er ekki að fara „ditcha“ einhverja af stelpunum til að koma mér í hlýju, bara til að skilja þær eftir úti. Þá förum við bara frekar saman niður á bókasafn. Týpískur dagur er bara að reyna lifa af daginn. Maður nær ekki að gera neitt uppbyggilegt af því maður er alltaf í „fight or flight“. „Taugakerfið er svo löngu hrunið. Ég segi alltaf að ég er fimm mínútur í taugaáfall og ég upplifi mig alveg þannig, það er ekki góður staður.“ „Doctor shopping“ í fyrsta sinn á ævinni Það er kannski hægt að segja að Maríanna, líkt og fleiri í hennar stöðu, sé föst í vítahring. Hún lifir á fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg og segist fá um 170 þúsund krónur á mánuði. Svo segist hún þurfa að sprauta sig nokkrum sinnum á dag til þess að komast hjá veikindum. Þetta er dýr fíkn? „Já, ég er því miður ekki enn þá komin í skömmtun, ég er að reyna það. Læknar eru rosalega hræddir. Minn geðlæknir var sviptur leyfinu til að ávísa ópíóíðum eingöngu af því hann var of ávísanaglaður í skömmtun. Og hann er núna í stríði við ráðuneytið út af því. Og út af þessu eru læknar frekar ragir. Seinasti læknir sem ég fór til, sem er að gera þetta, gat bara ekki tekið fleiri. Þannig að í fyrsta sinn á ævinni er ég bara „doctor shopping“. Ég hef aldrei verið það áður, hef aldrei verið hjá læknum eða á sjúkrahúsum að sækjast eftir neinu svona,“ segir Maríanna. Maríanna telur skorta mannúð í málefnum heimilislausra.vísir/Vilhelm Með skömmtun vísar Maríanna til þess að fá ávísuðum ópíóíðalyfjum frá lækni. Í nóvember skrifaði gigtarlæknirinn Árni Tómas grein í Morgunblaðið þar sem hann viðurkennir að hafa ásamt fleiri læknum verið að skrifa út stóra skammta af morfíni sem veikir fíklar geta sótt í apótek, með mannúð að leiðarljósi. Hann skorar á yfirvöld að taka á þessum málum til þess að læknar þurfi ekki að „laumupokast“ með slíkt. Langar að komast út úr þessum undirheimum „Staðan er sú að ég á vinkonu sem fær oxý og hún fær conta í skömmtun og ég fæ hjá henni og borga henni um hver mánaðarmót og fæ það þannig ódýrara en götuverðið. Með þessu er hún búin að bjarga mínu lífi og gerir það að verkum að ég þarf ekki að brjóta eins mikið af mér.“ En það kemur fyrir að þú sért í þeirri stöðu að þurfa að gera það? „Já, það kemur alveg fyrir og það er ömurlegt. Mig langar ekki að gera það. Mig langar að vera eins heiðarleg í óheiðarleikanum og ég get. Ég er að upplagi frekar heiðarleg manneskja og mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu. Mig langar til að komast út úr þessum undirheimum.“ Pyntaður alla daga í skólanum Ragnar er vinur Maríuönnu. Hann er 39 ára gamall og ólst upp í Grafarvogi. Á langa og flókna fíknisögu að baki og sat inni í Brasilíu fyrir rúmum áratug eftir að hafa verið handtekinn með nokkur kíló af kókaíni í töskunni sinni. Hann lenti á götunni síðasta sumar og einhverjir kannast eflaust við hann þar sem Ragnar hefur einsett sér að bæta stöðu heimilislausra. Eftir mörg hjálparköll í vetur hefur lífsbaráttan ratað meira upp á yfirborðið. Ragnar Erling Hermannsson hefur glímt við fíknisjúkdóm í fjölda ára.vísir/úr kompás Við spjölluðum við Ragnar fyrir utan Konukot þar sem hann var staddur á laugardagsmorgni. Hann rekur upphaf sinna vandamála til erfiðrar æsku. „Ég er lítið búinn að hugsa um annað í tuttugu ár en þennan blessaða fíknisjúkdóm og hvað í fjáranum er í gangi. Mér finnst þetta mjög áhugaverð spurning. Af hverju eyðilegg ég líf mitt?“ Hvað heldur þú? „Það er bara skömm. Að finnast maður einskis virði. Ég kemst aldrei að annarri niðurstöðu en að þetta hafi bara verið samfélagið sem var utan um mig. Skólakerfið, eineltið. Kynslóðin á undan okkur átti ekki meiri séns en við og kunnu ekkert að díla við þetta. Mamma vissi ekkert hvað hún ætti að gera. Sendi mig bara í skólann þar sem ég var pyntaður allan daginn.“ Heimilisleysi bara einn angi af fíknisjúkdómnum Eilíf leit að einhvers konar samþykki tók við; reykja, drekka, dópa. Hvað sem þurfti til að passa í hópinn. Skömm vegna stöðunnar og harka keyrði Ragnar sífellt lengra niður. Svo getur verið erfitt að snúa við blaðinu þegar á botninn er komið. „Ef það er eitthvað sem er rauður þráður í gegnum allt er það bara fíknisjúkdómurinn sem rænir mann öllu. Hann er búinn að ræna mig hjónabandinu mínu, ótal vinnum og lífsgæðum. Það er ekki bara heimilisleysi, heldur fíknisjúkdómurinn eins og hann leggur sig. Í raun og veru er heimilisleysi bara einn angi af honum.“ Spurður um athvarf á daginn segir Ragnar engan kost góðan. Kaffistofa Samhjálpar, bókasafn, bílastæðahús eða gatan eru helstu kostirnir.vísir/úr kompás Ragnar telur allt mannlegt ákvörðunarvald tekið af heimilislausum. „Við sjáum hér umgengnina hér og þetta er eins á öðrum stöðum; í gistiskýlinu á Granda og hér,“ segir Ragnar og bendir á sprautunálar og rusl fyrir utan Konukot og við smáhýsin þar. „Svona líður manni í þessum aðstæðum.“ Einn morguninn þar sem við hittum Ragnar í vetur hafði hann verið með félögum sínum í húsnæði borgarinnar við Miklubraut. Íbúðin er ætluð fyrir fyrir heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Við fengum að skoða aðstæður sem má sjá í myndbandinu hér að neðan. En Ragnar leitar oftast í gistiskýlin sem eru líkt og Konukot lokuð frá tíu til fimm. Eftir lokun geta menn farið á kaffistofu Samhjálpar sem er opin til tvö. Í þættinum má sjá hvernig dagurinn tekur óvænta stefnu frá Samhjálp til Mónakó á Laugaveginum eftir símtal frá félögum. Ragnar veit aldrei hvernig dagurinn mun fara og hvar hann verður nákvæmlega á hverjum tíma. Óvissan heldur taugakerfinu þöndu. Líkt og fleiri hafa gert í vetur kallar Ragnar eftir því að skýlin séu opin allan sólarhringinn - og sérstaklega í vetrarhörkunni. Hann bendir á að margir á götunni séu fárveikir og þoli varla þessar aðstæður. „Við erum að reyna að fá viðmótið að þetta sé sjúkdómur en ekki aumingjaskapur. Ekki bara það að við séum alkar og fíklar. Það er bara engin heilun búin að eiga sér stað. Taugakerfið og allt er bara í raflosti,“ segir Ragnar og bendir á Maríönnu vinkonu sína sem dæmi, og bætir við að réttast væri að hún væri á sjúkrahúsi. „Maður er ekki öruggur heima hjá sér“ Lífsbaráttan getur verið hörð og hið daglega líf nokkuð átakanlegt. Því litla sem fólk á er reglulega stolið og Maríanna óttast einna helst að sofna úti og lenda í kynferðisofbeldi. Í vetur hafa fregnir borist af einstaklingum sem hafa látist úti og stundum verða félagar þeirra fíkninni að bráð. Í þættinum verðum við vitni af því þegar Ragnar tilkynnir Maríönnu að félagi þeirra sé dáinn. Þau taka vinamissinn nærri sér en tilfinningin er eins og þetta séu ekki óalgengar fregnir. Í hverju herbergi í Konukoti eru svefnpláss fyrir nokkrar konur. Þær búa þröngt og þurfa til dæmis að ganga í gegnum svefnherbergi annarra til að komast á klósettið. Það kemur til ýmissa árekstra í þessum aðstæðum.vísir/úr kompás Maríanna segir veturinn hafa verið erfiðan í Konukoti. Þar hefur nær alltaf verið yfirfullt og árekstrar á milli þeirra sem dvelja þar saman í þröngu rými hafa því verið fleiri. Hvað finnst þér um heimilið þitt - hvernig er að vera í Konukoti? „Það er erfitt, gerir mann geðveikan.“ Hvað þá? „Það er svo margt,“ segir Maríanna og brestur í grát. „Það er búið að vera mikið álag undanfarið. Ég fékk líflátshótun og þurfti að flýja í tvo sólarhringa. Þetta er alls konar svona. Maður er ekki öruggur heima hjá sér. Ég er alltaf í fight or flight. Alltaf.“ Hvað gerðist? „Það er bara veikur einstaklingur sem gat ekki sætt sig við að ég lúffa ekki fyrir henni. Því þetta er svolítið bíómyndadæmi. Maður verður bara að standa með sjálfum sér því annars er valtað yfir mann og allt sem þú átt er tekið.“ Maríanna frétti af vinamissi við tökur á Kompás. Í vetur hafa fregnir borist af einstaklingum sem hafa látist úti og stundum verða félagar þeirra fíkninni að bráð.vísir/úr kompás Hvað þyrfti að gerast til að þú gætir komist á betri stað? „Ég þyrfti að komast í skömmtun til að geta náð í þann skammt sem ég þarf til að vera ekki veik. Það myndi vera virkilega góð byrjun og ég þarf húsnæði. Ef ég kemst á skömmtun eykur það líkurnar á að ég komist í húsnæði, þá færu launin mín í að lifa. Ég er með langtímaplan sem gengur út á að komast í lægsta skammt sem hægt er. Þegar kemur að morfíni er ég ekkert að sækjast eftir vímunni, ég vill bara vera eins og ég er núna.“ segir Maríanna. „Ég vill bara að fólk átti sig á því að við erum bara öll mannfólk. Við eigum miklu meira sameiginlegt en sem skilur okkur að. Mér finnst vantar svo mikið mannlega þáttinn. Við eigum skilið virðingu og við eigum skilið tilverurétt. Ég hef sömu mannréttindi og þið og ég á að geta sótt mér þau.“ Innsýn í daglegt líf Maríönnu og Ragnars vekur upp ýmsar spurningar varðandi neyðarskýli og aðbúnað sem heimilislaust fólk býr við. Á næstu dögum mun fréttastofa halda áfram að fjalla um þessi mál. Ef lesendur hafa ábendingar þessi mál, eða önnur, þá endilega sendið okkur línu á kompas@stod2.is.