Viðskipti innlent

Bein út­­sending: Stjórnunar­verð­­laun Stjórn­­vísi 2022

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Björnsson, Sylvía Kristín Ólafsdóttir og Halldór Benjamín Þorbergsson eru á meðal þeirra sem eru tilnefnd til verðlaunanna.
Jón Björnsson, Sylvía Kristín Ólafsdóttir og Halldór Benjamín Þorbergsson eru á meðal þeirra sem eru tilnefnd til verðlaunanna. Vísir/Vilhelm

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru veitt árlega stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Verðlaunin verða afhent í beinni útsendingu klukkan 16 í dag.

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun. Stjórnvísi hvetur allt fag- og áhugafólk um stjórnun til að fylgjast með hátíðinni.

Dómnefnd Stjórnunarverðlaunanna 2022 veitir verðlaun í þremur mismunandi flokkum; frumkvöðull, millistjórnandi og yfirstjórnandi.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni hér fyrir neðan og sjá lista yfir þá sem tilnefndir eru.

Dagskrá

  • Setning hátíðar: Sigríður Harðardóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi.
  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar, gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2022
  • Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2023:

  • Andri Björn Gunnarsson, stofnandi og forstjóri Vaxa
  • Auður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri mannauðsmála hjá Virk
  • Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem
  • Ásdís Virk Sigtryggsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu DTO
  • Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Festi
  • Birgir Jónsson, forstjóri PLAY
  • Bjarney Sólveig Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum
  • Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa
  • Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair
  • Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður GG Verk
  • Dagmar Viðarsdóttir, forstöðumaður mannauðsmála hjá Póstinum
  • Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilsbrigðisstofnunar Suðurlands
  • Eðvald Valgarðsson, gæðastjóri hjá Samhentir, Vörumerking og Bergplast
  • Elín Björg Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu
  • Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár
  • Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löður
  • Ester Gústafsdóttir, mannauðsstjóri Háskólans í Reykjavík
  • Finnur Pind, stofnandi og forstjóri Treble Technologies
  • Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush
  • Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC Ráðgjöf
  • Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsstjóri þjónustu-og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar
  • Guðbjörg Rist, forstjóri Atmonia
  • Guðmundur Baldursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslenskrar getspár
  • Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustu hjá VÍS
  • Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna
  • Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
  • Hafsteinn Ezekíel Hafsteinsson, forstöðumaður sölusviðs VÍS
  • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
  • Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins
  • Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Samkaupa
  • Helga Valfells og co, framkvæmdastjóri Crawberry Capital
  • Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands
  • Hilmar Gunnarsson, stofnandi og forstjóri Arkio
  • Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID
  • Hörður Ingi Þorbjörnsson, mannauðsstjóri Orkunnar
  • Ingólfur Þorsteinsson, forstöðumaður stafrænna lausna hjá VÍS
  • Íris Ösp Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Elkem
  • Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana ehf
  • Jón Björnsson, forstjóri Origo
  • Kjartan Hansson, forstöðumaður rafrænna þjónustulausna hjá Origo
  • Matthías Sveinbjörnsson, forstöðumaður tekjustýringar Icelandair
  • Ólafur Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri Marel Fish
  • Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu-og markaða hjá Póstinum
  • Pálmi Pálsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Pálmatré
  • Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf í Grindavík
  • Pétur Sævar Sigurðsson, meðeigandi og sérfræðingur hjá Maven ehf.
  • Ragnar Örn Egilsson, deildarstjóri stafrænna innviða Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna
  • Sara Lind Guðbergsdóttir, sviðsstjóri stjórnunar og umbóta hjá Ríkiskaupum
  • Sigurbjörg Rósa Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans ehf
  • Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri SL lífeyrissjóðs
  • Snorri Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri innkaupastýringa hjá Alvotech
  • Soffía Lárusdóttir, forstjóri Ráðgjafar og greiningarstöðvarinnar
  • Sólveig Sigurðardóttir, barnalæknir hjá Ráðgjafar og greinarstöð ríkisins
  • Sonja Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs HR Monitor
  • Sólrún Jóna Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og stafrænna innviða Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna
  • Svava Grönfeldt, Prófessor MIT
  • Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair
  • Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk
  • Viktor Ari Ásrúnarson, meðeigandi og sérfræðingur Maven ehf.
  • Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins
  • Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs
  • Þórey Edda Heiðarsdóttir, sviðsstjóri mats og rýni hjá Virk
  • Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og forstjóri Empower

Í dómnefnd sitja

  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
  • Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Verna
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs
  • Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
  • Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá PayAnalytics
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×