Í tilkynningu kemur fram að Margrét hafi viðamikla þekkingu á viðskiptalausnum, þjónustu, ráðgjöf og sölu.
„Hún hóf fyrst störf hjá dk hugbúnaði árið 2002 til ársins 2003 og hefur starfað samfleitt hjá félaginu frá árinu 2007. Fyrst sem ráðgjafi á þjónustusviði og síðar sem viðskiptaþróunarstjóri áður en hún tók við sem sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs. Margrét hefur lokið B.Sc. námi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.
dk hugbúnaður hefur selt viðskiptahugbúnað sinn í um aldarfjórðung. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega sextíu manns við hugbúnaðargerð og þjónustu.