Telur að félagsmenn samþykki verkbann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 19:12 Félagsmenn SA greiða nú atkvæði um tillögu stjórnar samtakanna um verkbann á félagsmenn Eflingar. Verði hún samþykkt hefst verkbannið 2. mars þ.e. ef deila samtakanna og Eflingar er enn óleyst þá. Vísir/Vilhelm Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í morgun að boða til atkvæðagreiðslu hjá öllum félagsmönnum sínum um boðun verkbanns á ríflega tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar og lýkur henni á miðvikudag. Það var gert eftir að árangurslausum samningaviðræðum samtakanna og Eflingar var slitið hjá Ríkissáttasemjara í gær. Farið var yfir nýjustu vendingar í kjaradeilu SA og Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Starfsfólki í 45 atvinnugreinum yrði meinað að vinna Verkbönn atvinnurekenda hafa verið fátíð hér á landi en á vef ASÍ um framkvæmd slíkrar aðgerðar kemur fram um hana gildi að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Vinna er ekki innt af hendi og laun ekki greidd. Verði tillaga um verkbannið samþykkt hefst það 2. mars og verður það um leið umfangsmesta aðgerð sinnar tegundar hér á landi og mun ná til starfsmanna í fjörutíu og fimm atvinnugreinum. Meðal starfsfólks sem verður þá meinað að vinna verður fiskvinnslufólk, starfsfólk veitinga-og gistihúsa, hópbifreiðarstjórar, ræstingarfólk, starfsmenn á bensínstöðvum og almennt iðnverkafólk. Telur að verkbann verði samþykkt Halldór Benjamín telur að verkbannið nái fram að ganga. „Verði verkbannið samþykkt sem ég geri ráð fyrir þá styrkir þetta aðeins stöðu okkar. Við afhendum ekki bara Eflingu dagskrárvald á íslenskum vinnumarkaði heldur getum við reynt að lágmarka það tjón sem þó verður,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig aðgerðin lágmarki tjón félagsmanna SA segir Halldór of snemmt að úttala sig um það. Aðspurður um hvort SA hafi reiknað út hversu kostnaðarsamar aðgerðir eins og verkbann og verkföll eru á móti kostnaðinum við að ganga að kröfum Eflingar svarar Halldór: „Við buðum Eflingu upp á Eflingarútfærslu fyrir Eflingarfólk um helgina. Vandinn er að til viðbótar við það voru fjöldamargar kröfur sem að önnur stéttarfélög hafa ekki komið með. Þær yrðu þess valdandi að við myndum fara langt út fyrir þann ramma sem markaður var í samskiptum okkar við félögin hjá SGS og verslunarmenn, iðnaðarmenn, blaðamenn, bankamenn eða alla okkar viðsemjendur þannig að svarið við því er að við getum því miður ekki brugðist trausti þessa fólks,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í morgun að boða til atkvæðagreiðslu hjá öllum félagsmönnum sínum um boðun verkbanns á ríflega tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar og lýkur henni á miðvikudag. Það var gert eftir að árangurslausum samningaviðræðum samtakanna og Eflingar var slitið hjá Ríkissáttasemjara í gær. Farið var yfir nýjustu vendingar í kjaradeilu SA og Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Starfsfólki í 45 atvinnugreinum yrði meinað að vinna Verkbönn atvinnurekenda hafa verið fátíð hér á landi en á vef ASÍ um framkvæmd slíkrar aðgerðar kemur fram um hana gildi að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Vinna er ekki innt af hendi og laun ekki greidd. Verði tillaga um verkbannið samþykkt hefst það 2. mars og verður það um leið umfangsmesta aðgerð sinnar tegundar hér á landi og mun ná til starfsmanna í fjörutíu og fimm atvinnugreinum. Meðal starfsfólks sem verður þá meinað að vinna verður fiskvinnslufólk, starfsfólk veitinga-og gistihúsa, hópbifreiðarstjórar, ræstingarfólk, starfsmenn á bensínstöðvum og almennt iðnverkafólk. Telur að verkbann verði samþykkt Halldór Benjamín telur að verkbannið nái fram að ganga. „Verði verkbannið samþykkt sem ég geri ráð fyrir þá styrkir þetta aðeins stöðu okkar. Við afhendum ekki bara Eflingu dagskrárvald á íslenskum vinnumarkaði heldur getum við reynt að lágmarka það tjón sem þó verður,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig aðgerðin lágmarki tjón félagsmanna SA segir Halldór of snemmt að úttala sig um það. Aðspurður um hvort SA hafi reiknað út hversu kostnaðarsamar aðgerðir eins og verkbann og verkföll eru á móti kostnaðinum við að ganga að kröfum Eflingar svarar Halldór: „Við buðum Eflingu upp á Eflingarútfærslu fyrir Eflingarfólk um helgina. Vandinn er að til viðbótar við það voru fjöldamargar kröfur sem að önnur stéttarfélög hafa ekki komið með. Þær yrðu þess valdandi að við myndum fara langt út fyrir þann ramma sem markaður var í samskiptum okkar við félögin hjá SGS og verslunarmenn, iðnaðarmenn, blaðamenn, bankamenn eða alla okkar viðsemjendur þannig að svarið við því er að við getum því miður ekki brugðist trausti þessa fólks,“ segir Halldór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira