Innlent

Verk­falls­boðanir sam­þykktar

Árni Sæberg skrifar
Frá baráttufundi Eflingarfélaga í verkfalli á dögunum.
Frá baráttufundi Eflingarfélaga í verkfalli á dögunum. Vísir/Vilhelm

Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta.

Í fréttatilkynningu frá Eflingu segir að 711 hafi verið á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni um verkfallsboðun á hótelum. Þar af hafi 288 greitt atkvæði með, 76 á móti og 17 ekki tekið afstöðu. Verkfall var því samþykkt með tæplega 76 prósent atkvæða. Kjörsókn var tæplega 54 prósent.

Meðal öryggisvarða voru 414 á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni um verkfallsboðun. Þar af greiddu 130 atkvæði með, 59 á móti og 13 tóku ekki afstöðu. Verkfall var því samþykkt með rúmlega 64 prósent atkvæða. Kjörsókn var tæplega 49 prósent.

Hjá ræstingarfyrirtækjum voru 909 á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni um verkfallsboðun. Þar af greiddu 289 atkvæði með, 40 á móti og 20 skiluðu auðu. Verkfall var því samþykkt með tæplega 83 prósent atkvæða. Kjörsókn var rúmlega 38 prósent.

Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.Vísir/Arnar

Samninganefnd Eflingar lagði boðanirnar þrjár í dóm félagsfólks með auglýsingu þann 13. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða ótímabundnar vinnustöðvanir sem allar hefjast klukkan 12:00 á hádegi þriðjudaginn 28. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×