„Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2023 22:00 Sunna Guðmundsdóttir var í hópi flugfarþega sem urðu veðurtepptir á Akureyri. Egill Aðalsteinsson Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Um tvöhundruð flugfarþegar urðu veðurtepptir þegar öllu innanlandsflugi var aflýst upp úr hádegi í gær og þurfti að vinna það upp í dag. Það þýddi ys og þys í flugafgreiðslu Icelandair, biðraðir og þrengsli. Farþegar að koma úr flugi og aðrir á leið í flug. Flugvél Icelandair í flugtaki af Reykjavíkurflugvelli í dag á leið til Ísafjarðar.Egill Aðalsteinsson Sunna Guðmundsdóttir var að koma frá Akureyri með gönguskíðin. „Ætlaði að koma í gærkvöldi. Ætlaði reyndar að taka strætó. Svo hætti hann við. Ætlaði þá að taka flug. Svo hætti það við.“ -Þannig að strætó var líka ófær? Hún jánkar því. „Þetta er bara svona, að búa á þessari eyju. Það er partur af þessu.“ Sunna segist þó ekki hafa þurft að kaupa sér aukahótelgistingu, hún hafi gist hjá vinum. Jóhann Sæberg var á leið í flug til Egilsstaða en átti bókað far í gær.Egill Aðalsteinsson Jóhann Sæberg, sem býr á Reyðarfirði, var á leið í Egilsstaðaflug, ætlaði að fljúga austur í gær en var veðurtepptur í borginni. „Allt of algengt,“ segir Jóhann. „Ég átti að fara hálfsex í gær,“ segir Ívar Sæmundsson, búsettur á Reyðarfirði, en hann var leið í flug til Egilsstaða. Ívar Sæmundsson ætlaði að komast austur í gær.Egill Aðalsteinsson „Við áttum flug á miðvikudagskvöldið suður til Reykjavíkur. Því var frestað fram á fimmtudag vegna bilunar. Svo áttum við flug austur í gær og því var frestað þangað til núna,“ segir Magnús Jóhannsson, Norðfirðingur á leið í Egilsstaðaflug. „Við erum bara alltaf að lenda í þessu. Það eru alltaf seinkanir,“ segir Jónína Sigurðardóttir, einnig úr Neskaupstað. -Þannig að þetta er ekki bara veðrinu að kenna? „Nei,“ svarar Jónína. „Það er eitthvað mikið að líka í flotanum, að við teljum,“ segir Magnús. Norðfirðingar Jónína Sigurðardóttir og Magnús Jóhannsson voru á leið í flug til Egilsstaða. Egill Aðalsteinsson Hjá Icelandair segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, langflestar niðurfellingar flugferða vera vegna veðurs, milli 93% og 94%, bæði í ár og í fyrra. „Það geta myndast mjög slæmar aðstæður. Við þekkjum það að það er margt fólk úti á landi sem reiðir sig á þetta. Og okkur er mikið í mun um að greiða götu þessa fólks. En svona er þetta. Veðrið er vissulega til trafala og hefur verið það núna,“ segir Jens. Síðasti vetur hafi þó verið erfiðari. Jens Bjarnason er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Egill Aðalsteinsson Til að vinna upp gærdaginn setti Icelandair upp fjögur aukaflug í dag, tvö til Akureyrar, eitt til Ísafjarðar og eitt til Egilsstaða. Þannig mátti sjá á ellefta tímanum í morgun tvær flugvélar leggja af stað til Ísafjarðar með um tíu mínútna millibili. „Við viljum halda uppi þjónustustigi, að sjálfsögðu, og höfum þá líka stundum gripið til þess að ráðs að fá þotur,“ segir Jens. En það er fleira en veðrið sem hrellir flugrekendur. Núna eru verkföll að bætast við. „Við teljum okkur geta haldið uppi rekstri í einhverja daga. En eftir einhverja daga, klárlega innan við viku, þá mun kerfið fara að hiksta.“ -Þannig að strax bara síðar í þessari viku, undir helgi, þá verða truflanir aftur vegna verkfalla? „Það gæti farið svo,“ svarar Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Veður Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Um tvöhundruð flugfarþegar urðu veðurtepptir þegar öllu innanlandsflugi var aflýst upp úr hádegi í gær og þurfti að vinna það upp í dag. Það þýddi ys og þys í flugafgreiðslu Icelandair, biðraðir og þrengsli. Farþegar að koma úr flugi og aðrir á leið í flug. Flugvél Icelandair í flugtaki af Reykjavíkurflugvelli í dag á leið til Ísafjarðar.Egill Aðalsteinsson Sunna Guðmundsdóttir var að koma frá Akureyri með gönguskíðin. „Ætlaði að koma í gærkvöldi. Ætlaði reyndar að taka strætó. Svo hætti hann við. Ætlaði þá að taka flug. Svo hætti það við.“ -Þannig að strætó var líka ófær? Hún jánkar því. „Þetta er bara svona, að búa á þessari eyju. Það er partur af þessu.“ Sunna segist þó ekki hafa þurft að kaupa sér aukahótelgistingu, hún hafi gist hjá vinum. Jóhann Sæberg var á leið í flug til Egilsstaða en átti bókað far í gær.Egill Aðalsteinsson Jóhann Sæberg, sem býr á Reyðarfirði, var á leið í Egilsstaðaflug, ætlaði að fljúga austur í gær en var veðurtepptur í borginni. „Allt of algengt,“ segir Jóhann. „Ég átti að fara hálfsex í gær,“ segir Ívar Sæmundsson, búsettur á Reyðarfirði, en hann var leið í flug til Egilsstaða. Ívar Sæmundsson ætlaði að komast austur í gær.Egill Aðalsteinsson „Við áttum flug á miðvikudagskvöldið suður til Reykjavíkur. Því var frestað fram á fimmtudag vegna bilunar. Svo áttum við flug austur í gær og því var frestað þangað til núna,“ segir Magnús Jóhannsson, Norðfirðingur á leið í Egilsstaðaflug. „Við erum bara alltaf að lenda í þessu. Það eru alltaf seinkanir,“ segir Jónína Sigurðardóttir, einnig úr Neskaupstað. -Þannig að þetta er ekki bara veðrinu að kenna? „Nei,“ svarar Jónína. „Það er eitthvað mikið að líka í flotanum, að við teljum,“ segir Magnús. Norðfirðingar Jónína Sigurðardóttir og Magnús Jóhannsson voru á leið í flug til Egilsstaða. Egill Aðalsteinsson Hjá Icelandair segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, langflestar niðurfellingar flugferða vera vegna veðurs, milli 93% og 94%, bæði í ár og í fyrra. „Það geta myndast mjög slæmar aðstæður. Við þekkjum það að það er margt fólk úti á landi sem reiðir sig á þetta. Og okkur er mikið í mun um að greiða götu þessa fólks. En svona er þetta. Veðrið er vissulega til trafala og hefur verið það núna,“ segir Jens. Síðasti vetur hafi þó verið erfiðari. Jens Bjarnason er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Egill Aðalsteinsson Til að vinna upp gærdaginn setti Icelandair upp fjögur aukaflug í dag, tvö til Akureyrar, eitt til Ísafjarðar og eitt til Egilsstaða. Þannig mátti sjá á ellefta tímanum í morgun tvær flugvélar leggja af stað til Ísafjarðar með um tíu mínútna millibili. „Við viljum halda uppi þjónustustigi, að sjálfsögðu, og höfum þá líka stundum gripið til þess að ráðs að fá þotur,“ segir Jens. En það er fleira en veðrið sem hrellir flugrekendur. Núna eru verkföll að bætast við. „Við teljum okkur geta haldið uppi rekstri í einhverja daga. En eftir einhverja daga, klárlega innan við viku, þá mun kerfið fara að hiksta.“ -Þannig að strax bara síðar í þessari viku, undir helgi, þá verða truflanir aftur vegna verkfalla? „Það gæti farið svo,“ svarar Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Veður Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira