Segir sína menn þurfa að eiga tvo frábæra leiki til að komast áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 14:01 Klopp er spenntur fyrir einvíginu gegn Real Madríd. Cristiano Mazzi/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir sína menn þurfa að eiga tvo frábæra leiki til að slá Real Madríd út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Að sama skapi Þjóðverjinn að Real þurfi ekki að eiga sína bestu leiki til að komast áfram. Eftir 3-0 tap gegn Wolves í upphafi mánaðar hefur Liverpool unnið bæði Everton og Newcastle United með tveimur mörkum gegn engu. Klopp vonast til að lið sitt taki þann meðbyr með sér inn í einvígið gegn Spánar- og Evrópumeisturunum. „Ég er mjög ánægður að leikurinn sé núna, hefði verið allt annað hefðum við spilað fyrir fjórum vikum síðan. Lífið snýst um tímasetningar. Mögulega höfum við fundið taktinn þó ég hefði búist við að við yrðum líkir sjálfum okkur þó við hefðum ekki unnið síðustu tvo leiki þar sem þetta er önnur keppni og maður verður að nýta tækifæri sem þessi,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við getum vonandi byggt ofan á þessa tvo sigra en það er ljóst að við þurfum að spila frábærlega í báðum leikjunum til að komast áfram. Það truflar mig ekkert, maður þarf að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika. Real þarf það hins vegar ekki til þess að eiga möguleika, það er munurinn. Ég get ekki beðið,“ bætti sá þýski við og var mögulega að minnast á úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni á síðasta ári. Þar var Liverpool mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda en samt tókst Real Madríd að landa 1-0 sigri. Klopp hafði ekki horft aftur á þann leik þangað til nú um daginn. 'I didn't watch Champions League final again until last weekend, it was torture' - Klopp https://t.co/jnSMNU71WW pic.twitter.com/OhvuA4CCI1— Reuters (@Reuters) February 20, 2023 „Ég áttaði mig strax á af hverju ég hafði ekki horft á leikinn aftur, það var kvöl og pína. Við spiluðum vel og áttum að vinna leikinn. Þeir skoruðu markið sem skildi liðin af, ekki við. Maður sá hversu reynslumikið lið Madríd er, hversu litlu máli það skipti að andstæðingurinn fengi færi. Sjálfstraustið fór aldrei niður á við, þeir vissu alltaf að þeir myndu fá færi.“ „Það er saga á milli þessara félaga. Það virðist sem annað okkar sé alltaf í úrslitum og til að komast í úrslitaleikinn þarftu að fara í gegnum okkur eða þá. Að þessu sinni mætumst við, sjáum til hver fer áfram.“ Á endanum tjáði Klopp sig um rasismann í garð Vinícius Júnior, leikmanns Real Madríd. „Það er ekkert í heiminum sem afsakar kynþáttaníð,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. 20. febrúar 2023 14:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Eftir 3-0 tap gegn Wolves í upphafi mánaðar hefur Liverpool unnið bæði Everton og Newcastle United með tveimur mörkum gegn engu. Klopp vonast til að lið sitt taki þann meðbyr með sér inn í einvígið gegn Spánar- og Evrópumeisturunum. „Ég er mjög ánægður að leikurinn sé núna, hefði verið allt annað hefðum við spilað fyrir fjórum vikum síðan. Lífið snýst um tímasetningar. Mögulega höfum við fundið taktinn þó ég hefði búist við að við yrðum líkir sjálfum okkur þó við hefðum ekki unnið síðustu tvo leiki þar sem þetta er önnur keppni og maður verður að nýta tækifæri sem þessi,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við getum vonandi byggt ofan á þessa tvo sigra en það er ljóst að við þurfum að spila frábærlega í báðum leikjunum til að komast áfram. Það truflar mig ekkert, maður þarf að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika. Real þarf það hins vegar ekki til þess að eiga möguleika, það er munurinn. Ég get ekki beðið,“ bætti sá þýski við og var mögulega að minnast á úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni á síðasta ári. Þar var Liverpool mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda en samt tókst Real Madríd að landa 1-0 sigri. Klopp hafði ekki horft aftur á þann leik þangað til nú um daginn. 'I didn't watch Champions League final again until last weekend, it was torture' - Klopp https://t.co/jnSMNU71WW pic.twitter.com/OhvuA4CCI1— Reuters (@Reuters) February 20, 2023 „Ég áttaði mig strax á af hverju ég hafði ekki horft á leikinn aftur, það var kvöl og pína. Við spiluðum vel og áttum að vinna leikinn. Þeir skoruðu markið sem skildi liðin af, ekki við. Maður sá hversu reynslumikið lið Madríd er, hversu litlu máli það skipti að andstæðingurinn fengi færi. Sjálfstraustið fór aldrei niður á við, þeir vissu alltaf að þeir myndu fá færi.“ „Það er saga á milli þessara félaga. Það virðist sem annað okkar sé alltaf í úrslitum og til að komast í úrslitaleikinn þarftu að fara í gegnum okkur eða þá. Að þessu sinni mætumst við, sjáum til hver fer áfram.“ Á endanum tjáði Klopp sig um rasismann í garð Vinícius Júnior, leikmanns Real Madríd. „Það er ekkert í heiminum sem afsakar kynþáttaníð,“ sagði Klopp að endingu. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. 20. febrúar 2023 14:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. 20. febrúar 2023 14:01