Telur blaðamenn betur setta á taxta Eflingar Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 14:01 Gunnar Smári Egilsson er ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar. Hann var áður útgefandi Fréttablaðsins og ritstjóri Fréttatímans auk þess sem hann stóð um tíma fyrir blaðaútgáfu í Danmörku. Vísir/Vilhelm Fjölmiðillinn Samstöðin býður blaðamönnum laun samkvæmt taxta Eflingar þrátt fyrir að kjarasamningur Blaðamannafélagsins sé grunnsamningur starfsmanna blaðamanna. Ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar segir laun blaðamanna svo lág að hann reikni með að þeim bjóðist betri kjör hjá sér en ef þeir fengju greitt eftir kjarasamningi blaðamanna. Auglýst var eftir blaðamanni á Facebook-síðu Samstöðvarinnar um helgina. Ábyrgðarmaður hennar er Gunnar Smári Egilsson sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Starfið er sagt fela í sér skrif á vef Samstöðvarinnar og þátttöku í daglegu myndbandshlaðvarpi hennar. Þrátt fyrir að starfsheitið sem Samstöðin auglýsir sé „blaðamaður“ ætlar stöðin ekki að greiða laun eftir kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins heldur taxta stéttarfélagsins Eflingar. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári að honum hafi fundist við hæfi á svona miðli að miða við taxta láglaunastétta. Til að setja einhver viðmið um kjör hafi verið ákveðið að miða við algengustu laun verkafólks í Reykjavík. Vinnutíminn er sagður „óreglulegur“ í auglýsingunni. Gunnar Smári segir starfshlutfallið nærri sextíu prósentum. Samstöðin sé ekki í aðstöðu til að vera með stimpilklukku og vinnuframlagið sé samkomulagsatriði. „Tíminn er samkomulagsatriði. Þetta er byggt upp á að fólk hafi lifandi áhuga á því sem það er að gera,“ segir Gunnar Smári. Auglýsingin sem birtist á Facebok-síðu Samstöðvarinnar um helgina.Skjáskot Mánaðarlaun fyrir hlutastarf Þrátt fyrir að ekki sé um fullt starf að ræða er ætlunin að greiða full mánaðarlaun samkvæmt sjötta launaflokki kjarasamnings Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þar er kveðið á um 370.891 krónu í byrjunarlaun. „Þar sem laun blaðamanna eru svo lág þá, miðað við vinnuna sem reiknað er með að viðkomandi skili, er þetta samt betur borgað en blaðamenn fá samkvæmt taxta,“ segir Gunnar Smári. Full byrjunarlaun blaðamanna samkvæmt nýjum kjarasamningi við SA frá því í janúar eru 458.316 krónur, rúmum 87 þúsund krónum hærri en mánaðarlaunin sem Samstöðin ætlar að bjóða. Sextíu prósent af grunnbyrjunarlaununum eru 274.989 krónur. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Samkvæmt kjarasamningi Blaðamannafélagsins ætti að greiða allt að tuttugu prósent vaktaálag fyrir óreglulegan vinnutíma. Atvinnurekendur þurfa einnig að standa straum af kostnaði við aukinn veikindarétt, þriggja mánaða leyfi á fjögurra til fimm ára fresti og höfundarréttargreiðslur til blaðamanna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að blaðamenn eigi að njóta kjara samkvæmt kjarasamningi félagsins og „njóta allra þeirra réttinda sem hann felur í sér og barist hefur verið fyrir að halda í áratugi og eru umfram réttindi sem eru í mörgum öðrum samningum.“ Vinna aðallega til að byggja miðilinn upp Gunnar Smári segir að það verði hver að meta kjörin sem Samstöðin bjóði fyrir sig. „Þeir sem vinna á Samstöðinni eru fyrst og fremst að því til að byggja hana upp því hún er mikilvægur miðill í því fjölmiðlaumhverfi sem okkur er boðið upp á þar sem fjölmiðlarnir eru meira eða minna reknir af auðugu fólki eins og á við um Vísi, Morgunblaðið, Fréttablaðið og því miður virðist Ríkisútvarpið eiginlega stjórnað af sama fólki,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Auglýst var eftir blaðamanni á Facebook-síðu Samstöðvarinnar um helgina. Ábyrgðarmaður hennar er Gunnar Smári Egilsson sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Starfið er sagt fela í sér skrif á vef Samstöðvarinnar og þátttöku í daglegu myndbandshlaðvarpi hennar. Þrátt fyrir að starfsheitið sem Samstöðin auglýsir sé „blaðamaður“ ætlar stöðin ekki að greiða laun eftir kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins heldur taxta stéttarfélagsins Eflingar. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári að honum hafi fundist við hæfi á svona miðli að miða við taxta láglaunastétta. Til að setja einhver viðmið um kjör hafi verið ákveðið að miða við algengustu laun verkafólks í Reykjavík. Vinnutíminn er sagður „óreglulegur“ í auglýsingunni. Gunnar Smári segir starfshlutfallið nærri sextíu prósentum. Samstöðin sé ekki í aðstöðu til að vera með stimpilklukku og vinnuframlagið sé samkomulagsatriði. „Tíminn er samkomulagsatriði. Þetta er byggt upp á að fólk hafi lifandi áhuga á því sem það er að gera,“ segir Gunnar Smári. Auglýsingin sem birtist á Facebok-síðu Samstöðvarinnar um helgina.Skjáskot Mánaðarlaun fyrir hlutastarf Þrátt fyrir að ekki sé um fullt starf að ræða er ætlunin að greiða full mánaðarlaun samkvæmt sjötta launaflokki kjarasamnings Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þar er kveðið á um 370.891 krónu í byrjunarlaun. „Þar sem laun blaðamanna eru svo lág þá, miðað við vinnuna sem reiknað er með að viðkomandi skili, er þetta samt betur borgað en blaðamenn fá samkvæmt taxta,“ segir Gunnar Smári. Full byrjunarlaun blaðamanna samkvæmt nýjum kjarasamningi við SA frá því í janúar eru 458.316 krónur, rúmum 87 þúsund krónum hærri en mánaðarlaunin sem Samstöðin ætlar að bjóða. Sextíu prósent af grunnbyrjunarlaununum eru 274.989 krónur. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Samkvæmt kjarasamningi Blaðamannafélagsins ætti að greiða allt að tuttugu prósent vaktaálag fyrir óreglulegan vinnutíma. Atvinnurekendur þurfa einnig að standa straum af kostnaði við aukinn veikindarétt, þriggja mánaða leyfi á fjögurra til fimm ára fresti og höfundarréttargreiðslur til blaðamanna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að blaðamenn eigi að njóta kjara samkvæmt kjarasamningi félagsins og „njóta allra þeirra réttinda sem hann felur í sér og barist hefur verið fyrir að halda í áratugi og eru umfram réttindi sem eru í mörgum öðrum samningum.“ Vinna aðallega til að byggja miðilinn upp Gunnar Smári segir að það verði hver að meta kjörin sem Samstöðin bjóði fyrir sig. „Þeir sem vinna á Samstöðinni eru fyrst og fremst að því til að byggja hana upp því hún er mikilvægur miðill í því fjölmiðlaumhverfi sem okkur er boðið upp á þar sem fjölmiðlarnir eru meira eða minna reknir af auðugu fólki eins og á við um Vísi, Morgunblaðið, Fréttablaðið og því miður virðist Ríkisútvarpið eiginlega stjórnað af sama fólki,“ segir hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira