Guðmundur hættur með landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 16:15 Guðmundur Guðmundsson hefur sagt skilið við íslenska landsliðið í þriðja sinn sem þjálfari. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. Síðustu leikir landsliðsins undir stjórn Guðmundar voru því á heimsmeistaramótinu í janúar þar sem liðið stóð ekki undir væntingum og endaði í 12. sæti. Guðmundur hlaut umtalsverða gagnrýni fyrir sín störf bæði á mótinu og eftir að því lauk. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, sagði þó eftir HM að staða Guðmundar sem landsliðsþjálfara væri óbreytt. Gunnar og Ágúst stýra liðinu gegn Tékkum í mars Guðmundur var samningsbundinn HSÍ fram yfir Evrópumótið í Þýskalandi í janúar á næsta ári, með ákvæði um framlengingu ef landsliðið kæmist í ólympíuumspil um vorið og á Ólympíuleikana í París sumarið 2024. Nú er ljóst að annar þjálfari fær það verkefni að stýra landsliðinu á EM en næstu leikir landsliðsins eru einmitt í undankeppni EM, gegn Tékklandi 8. og 12. mars. Uppfært klukkan 16.33: Vísir hefur fengið staðfest að aðstoðarmenn Guðmundar síðustu misseri, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, muni stýra landsliðinu gegn Tékkum. Fastlega má gera ráð fyrir að bæði lið komist á EM en að leikirnir snúist um efsta sæti undanriðilsins. Guðmundur, sem er 62 ára gamall, tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018 og skrifaði þá undir samning til þriggja ára. Sá samningur var svo framlengdur fyrir ári síðan eftir að Ísland endaði í 6. sæti á EM en nú er ljóst að Guðmundur mun ekki starfa út samningstímann. Í tilkynningu HSÍ segir að ekki standi til að tjá sig frekar um samkomulag Guðmundar og HSÍ um starfslok. Samhliða stýrt félagsliðum í Þýskalandi og Danmörku Guðmundur hefur samhliða því að stýra landsliðinu stýrt félagsliðum því hann var ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi fyrir þremur árum og hefur svo stýrt Fredericia í Danmörku frá haustinu 2021. Guðmundur stýrði Íslandi einnig á árunum 2001-2004, og á árunum 2008-2012 þegar liðið vann bæði silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumóti. Vísir kannaði hug lesenda eftir heimsmeistaramótið og í könnun sem tæplega 11.000 manns tóku þátt í urðu Guðmundur og Dagur Sigurðsson afgerandi hæstir með um þriðjung atkvæða hvor. Dagur er hins vegar samningsbundinn japanska handboltasambandinu fram yfir Ólympíuleika 2024. Hann sagðist við Vísi í gær áhugasamur um að taka við íslenska landsliðinu en þó aðeins að afloknum leikum, eða í ágúst 2024. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Sjá meira
Síðustu leikir landsliðsins undir stjórn Guðmundar voru því á heimsmeistaramótinu í janúar þar sem liðið stóð ekki undir væntingum og endaði í 12. sæti. Guðmundur hlaut umtalsverða gagnrýni fyrir sín störf bæði á mótinu og eftir að því lauk. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ, sagði þó eftir HM að staða Guðmundar sem landsliðsþjálfara væri óbreytt. Gunnar og Ágúst stýra liðinu gegn Tékkum í mars Guðmundur var samningsbundinn HSÍ fram yfir Evrópumótið í Þýskalandi í janúar á næsta ári, með ákvæði um framlengingu ef landsliðið kæmist í ólympíuumspil um vorið og á Ólympíuleikana í París sumarið 2024. Nú er ljóst að annar þjálfari fær það verkefni að stýra landsliðinu á EM en næstu leikir landsliðsins eru einmitt í undankeppni EM, gegn Tékklandi 8. og 12. mars. Uppfært klukkan 16.33: Vísir hefur fengið staðfest að aðstoðarmenn Guðmundar síðustu misseri, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, muni stýra landsliðinu gegn Tékkum. Fastlega má gera ráð fyrir að bæði lið komist á EM en að leikirnir snúist um efsta sæti undanriðilsins. Guðmundur, sem er 62 ára gamall, tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn á ferlinum árið 2018 og skrifaði þá undir samning til þriggja ára. Sá samningur var svo framlengdur fyrir ári síðan eftir að Ísland endaði í 6. sæti á EM en nú er ljóst að Guðmundur mun ekki starfa út samningstímann. Í tilkynningu HSÍ segir að ekki standi til að tjá sig frekar um samkomulag Guðmundar og HSÍ um starfslok. Samhliða stýrt félagsliðum í Þýskalandi og Danmörku Guðmundur hefur samhliða því að stýra landsliðinu stýrt félagsliðum því hann var ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi fyrir þremur árum og hefur svo stýrt Fredericia í Danmörku frá haustinu 2021. Guðmundur stýrði Íslandi einnig á árunum 2001-2004, og á árunum 2008-2012 þegar liðið vann bæði silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumóti. Vísir kannaði hug lesenda eftir heimsmeistaramótið og í könnun sem tæplega 11.000 manns tóku þátt í urðu Guðmundur og Dagur Sigurðsson afgerandi hæstir með um þriðjung atkvæða hvor. Dagur er hins vegar samningsbundinn japanska handboltasambandinu fram yfir Ólympíuleika 2024. Hann sagðist við Vísi í gær áhugasamur um að taka við íslenska landsliðinu en þó aðeins að afloknum leikum, eða í ágúst 2024.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Sjá meira