Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2023 16:21 Vladimír Pútín og Xi Jinping, forseta Rússlands og Kína, þann 4. febrúar í fyrra, nokkrum vikum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. AP/Alexei Druzhinin Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) um væntanlega ferð Xi, segir að Kínverjar taka virkan þátt í að binda enda á átökin og segja heimildarmenn miðilsins að Xi vilji hvetja Pútín til friðarviðræðna og ítreka að ekki eigi að nota kjarnorkuvopn í átökunum. Samkvæmt heimildum WSJ liggur ekki fyrir hvenær af heimsókninni verður en líklegast verður það í apríl eða snemma í maí. Ráðamenn í Kína hafa aldrei fordæmt innrás Rússa í Úkraínu né markvissar árásir þeirra á óbreytta borgara né ódæði rússneskra hermanna gegn borgurum. Þá hafa Kínverjar gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum og sagt að Rússum hafi verið ögrað. Sjá einnig: Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Talsmenn utanríkisráðuneytis Kína hafa kennt Bandaríkjunum um innrás Rússa í Úkraínu og gagnrýnt vopna- og hergagnasendingar til Úkraínu. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði um helgina að ríkisstjórn Kína myndi birta skjal í vikunni þar sem staða ríkisins gagnvart átökunum í Úkraínu yrði tíunduð. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í dag hafa rætt við Wang og heyrt lykilatriði þessa skjals. og áherslna Kínverja. Kuleba sagðist vilja sjá skjalið áður en hann tjáði sig um það. Hann sagði þó að heilindi landamæra Úkraínu væru mikilvæg. Sjá einnig: Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudaginn að Kínverjar væru á opinberum vettvangi að kalla eftir friði í Úkraínu. Á hinn bóginn væri ríkið að veita Rússum aðstoð. Hann sagði þá aðstoð ekki í formi hergagna en óttaðist að það myndi breytast. Kína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) um væntanlega ferð Xi, segir að Kínverjar taka virkan þátt í að binda enda á átökin og segja heimildarmenn miðilsins að Xi vilji hvetja Pútín til friðarviðræðna og ítreka að ekki eigi að nota kjarnorkuvopn í átökunum. Samkvæmt heimildum WSJ liggur ekki fyrir hvenær af heimsókninni verður en líklegast verður það í apríl eða snemma í maí. Ráðamenn í Kína hafa aldrei fordæmt innrás Rússa í Úkraínu né markvissar árásir þeirra á óbreytta borgara né ódæði rússneskra hermanna gegn borgurum. Þá hafa Kínverjar gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum og sagt að Rússum hafi verið ögrað. Sjá einnig: Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Talsmenn utanríkisráðuneytis Kína hafa kennt Bandaríkjunum um innrás Rússa í Úkraínu og gagnrýnt vopna- og hergagnasendingar til Úkraínu. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sagði um helgina að ríkisstjórn Kína myndi birta skjal í vikunni þar sem staða ríkisins gagnvart átökunum í Úkraínu yrði tíunduð. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í dag hafa rætt við Wang og heyrt lykilatriði þessa skjals. og áherslna Kínverja. Kuleba sagðist vilja sjá skjalið áður en hann tjáði sig um það. Hann sagði þó að heilindi landamæra Úkraínu væru mikilvæg. Sjá einnig: Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudaginn að Kínverjar væru á opinberum vettvangi að kalla eftir friði í Úkraínu. Á hinn bóginn væri ríkið að veita Rússum aðstoð. Hann sagði þá aðstoð ekki í formi hergagna en óttaðist að það myndi breytast.
Kína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent