Lífið

Fóru að óttast um Panettiere eftir að hann mætti ekki á fund

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Jansen Panettiere fannst látinn á heimili sínu á sunnudag.
Jansen Panettiere fannst látinn á heimili sínu á sunnudag. Getty

Vinir leikarans Jansen Panettiere, sem fannst látinn á heimili sínu, höfðu áhyggjur af líðan hans eftir að hann mætti ekki á fund á sunnudag. Einn vinanna kom síðar að honum látnum á heimili sínu.

Greint var frá andláti Jansen Panettiere í morgun. Jansen var bróðir leikkonunnar Hayden Panettiere og lést 28 ára að aldri. Ekki er grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

TMZ greinir frá því að samkvæmt fyrstu skýrslu lögreglu um andlátið hafi rannsókn hafist eftir að vinir Jansen urðu áhyggjufullir um líðan hans vegna þess að hann hafi ekki mætt á fund á sunnudag. Einn vina Jansen hafi þá farið að heimili hans og fundið hann þar látinn. 

Faðir þeirra Hayden og Jansen, Skip, tjáði lögreglu að hann hafi rætt við Jansen á laugardag og þá hafi allt virst í lagi. 

Búist er við því að rannsókn og krufningu ljúki að nokkrum viknum liðnum. 

Jansen Panettiere lagði líkt og systirin leiklistina fyrir sér og fór meðal annars með hlutverk í Nickolodeon-myndinni The Last Days of Summer og í sjónvarpsþáttunum The Walking Dead. Fyrsta hlutverk hans í sjónvarpi var í Even Steven á Disney-rásinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.