Innlent

Ók undir á­hrifum og gaf upp kenni­tölu annars manns

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn hafði ekið bílnum undir áhrifum fíkniefna.
Maðurinn hafði ekið bílnum undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann vegna rásandi aksturslags í gærkvöldi og gaf sá upp kennitölu annars manns þegar rætt var við hann. Auk þess kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum og hafði ekið bílnum undir áhrifum fíkniefna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar.

Þar segir einnig frá því að lögregla hafi verið kölluð á vettvang á ónefndan stað í miðborg Reykjavíkur til að fjarlægja mann sem hafi þar verið óvelkominn.

Sömuleiðis var tilkynnt um tvo menn sem voru með ónæði á veitingastað og var þeim vísað í burtu.

Þá var tilkynnt um slagsmál í miðborginni þar sem þrír voru sagðir hafa ráðist á einn. Lögregla ræddi við mennina og segir að atvikið hafi ekki verið eins alvarlegt og tilkynningin hafði hljómað. Ekki voru lagðar fram neinar kærur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×