Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 07:01 Gabríel Douane var ósáttur við nærveru ljósmyndara Vísis við upphaf aðalmeðferðarinnar á mánudaginn. Vísir Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. Aðalmeðferð í málum Gabríels Douane fór fram í vikunni. Gabríel, sem er rúmlega tvítugur og á langan sakaferil að baki, er ákærður fyrir þátttöku sína í vopnuðum átökum við Borgarholtsskóla fyrir tveimur árum. Vísir fjallaði um það sem fram kom er varðaði Borgarholtsskólamálið á fimmtudaginn og má lesa hér að neðan. Samhliða aðalmeðferð í því máli voru teknar fyrir tvær líkamsárásir sem Gabríel er einnig ákærður fyrir. Meint brot voru framin þegar Gabríel afplánaði dóm á Hólmsheiði vegna annarra brota. Hann var í kjölfarið færður til afplánunar á Litla Hraun. „Vill ekki svara“ Við aðalmeðferð málsins á mánudag, svaraði Gabríel í upphafi öllum spurningum dómara og saksóknara varðandi þessa liði ákærunnar með orðunum „vill ekki svara.“ Eftir að upptökur af árásunum voru spilaðar tjáði hann sig þó lítillega. Fyrst var spiluð upptaka af árásinni á samfanga hans. Á myndbandinu sést maðurinn sem varð fyrir árásinni sitja við tölvu í kennslustofu fangelsisins, þegar Gabríel kemur inn. Gabríel sest einnig við tölvu. Eftir stutta stund stendur hann upp, tekur glas af borðinu, gengur að manninum, skvettir úr glasinu framan í hann og slær manninn af öllu afli í andlitið með glasinu sem brotnar. Því næst kýlir hann manninn ítrekað með krepptum hnefa í andlit og búk. Útskýringar Gabríels á atvikinu voru á þá leið að maðurinn hafi kallað hann negra og að hann líði ekki rasisma. Vitni bar fyrir sig minnisleysi og brotaþoli mætti ekki á tilætluðum tíma Maður sem einnig var fangi á þessum tíma og varð vitni að atburðinum, gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnaðinn Teams. Þar lá hann ber að ofan í rúmi sínu. Ekki var mikið að græða á þeim vitnisburði þar sem maðurinn bar fyrir sig algjöru minnisleysi vegna neyslu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir saksóknara og dómara til að fríska upp á minni mannsins með lýsingu á aðstæðum gat vitnið ómögulega greint frá atburðarrásinni á nokkurn hátt. Þá vakti athygli að brotaþoli mætti ekki í dómsal á tilætluðum tíma þegar til stóð að hann bæri vitni. Verjandi hans sagði brotaþola hafa sætt hótunum og hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu. Þegar verjandi Gabríels spurði hvort að hann væri með því að mæta ekki að gefa í skyn að hann hygðist falla frá kærunni þvertók verjandi hans fyrir það. Hefði getað misst augað Brotaþoli bar vitni daginn eftir í gegnum fjarfundarbúnað. Hann sagðist ekki hafa átt í neinum samskiptum við Gabríel þennan dag og neitaði að hafa nokkurn tímann kallað hann negra. Hann sagðist einnig halda að Gabríel hefði stillt upp vefmyndavél í tölvunni áður en hann réðst á sig. Maðurinn lýsti áverkunum sem hann hlaut við árásina og sagði þá hafa haft veruleg áhrif á líf sitt. Gabríel er ákærður fyrir tvær líkamsárásir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Hann situr nú inni á Litla Hrauni. Vísir/Eyþór Læknir sem skoðaði manninn eftir árásina bar vitni. Hann lýsti áverkunum sem alvarlegum en maðurinn hlaup djúpan skurð við annað augað auk fleiri skurða á andliti og hálsi. Læknirinn sagði að hann hefði getað misst augað. Maðurinn þurfti á aðgerð að halda til að lagfæra augnlokið. „Ég hefði horft í augun á honum og skallað hann þar“ Því næst var spiluð upptaka af atviki sem Gabríel er einnig ákærður fyrir, brot gegn valdstjórninni, þar sem honum er gefið að sök að hafa skallað fangavörð. Á myndbandinu sjást fjórir fangaverðir leiða hann meðfram gangi í átt að klefa þegar Gabríel snýr sér skyndilega að einum verðinum og skallar hann. Sjálfur sagði Gabríel augljóst, þrátt fyrir það sem sást á upptökunni, að hann hefði ekki skallað manninn. Hann hafði að eigin sögn verið mjög lyfjaður og átt erfitt með gang. Þegar hann var togaður áfram hefði hann fengið kippi í líkamann, misstigið sig og dottið á manninn. Gabríel á langan sakaferil að baki og vakti meðal annars mikla athygli þegar hann strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm á síðasta ári. Stuttu áður en atvikið átti sér stað var Gabríel staddur í yfirheyrsluherbergi með lögmanni sínum og umræddum fangaverði en engar myndavélar voru í því herbergi. Segir hann því augljóst að hefði hann viljað skalla manninn hefði hann gert það þar, eða eins og hann orðaði það sjálfur; „Ég hefði horft í augun á honum og skallað hann þar.“ Þá sagði hann tiltekinn fangavörð hafa gert í því að láta hann fara í taugarnar á sér og að hann hefði upplifað að maðurinn væri að reyna að fá hann til að ráðast á sig. Telur útilokað að Gabríel hafi misstigið sig Brotaþolinn, umræddur fangavörður, bar vitni fyrir dómi. Hann lýsti því að átök hafi átt sér stað inni á deild og fjórir fangaverðir hafi farið inn og leyst þau upp. Gabríel var handjárnaður og til stóð að færa hann í annan klefa. Maðurinn sagði Gabríel hafa kvartað yfir því að tekið væri harkalega á sér svo þeir hafi losað tökin. Þá hafi Gabríel nýtt tækifærið og skallað hann í andlitið. Fangavörðurinn sagðist hafa fengið þungt höfuðhögg og gleraugu hans hafi brotnað. Hann sagðist einnig hafa fengið hnykk á öxl og hafi glímt við vandamál því tengdu síðan. Aðspurður segist hann telja ómögulegt að Gabríel hafi misstigið sig, hrasað eða dottið á hann. Það sé útilokað í hans huga, enda hafi þeir verið fjórir og haldið í hann. Hinir þrír fangaverðirnir báru einnig vitni og lýstu atvikinu á sömu leið. Þeir telja afar ólíklegt að Gabríel hafi dottið eða misstigið sig. Farið fram á tveggja ára fangelsisvist Ákæruliðirnir voru teknir fyrir samhliða aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins svokallaða, en Gabríel er einn af fimm ákærðu í málinu. Þar er honum gefin að sök sérlega hættuleg líkamsárás auk vopnalagabrota. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð þess máls á dögunum. Ákæruvaldið fór fram á að Gabríel myndi sæta tveggja ára fangelsisvist fyrir brot sín og taldi skilorð ekki koma til greina. Von er á dómi í málum Gabríels og fjórum meðákærðu í Borgarholtsskólamálinu eftir fjórar vikur eða svo. Dómsmál Fangelsismál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Tengdar fréttir Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Aðalmeðferð í málum Gabríels Douane fór fram í vikunni. Gabríel, sem er rúmlega tvítugur og á langan sakaferil að baki, er ákærður fyrir þátttöku sína í vopnuðum átökum við Borgarholtsskóla fyrir tveimur árum. Vísir fjallaði um það sem fram kom er varðaði Borgarholtsskólamálið á fimmtudaginn og má lesa hér að neðan. Samhliða aðalmeðferð í því máli voru teknar fyrir tvær líkamsárásir sem Gabríel er einnig ákærður fyrir. Meint brot voru framin þegar Gabríel afplánaði dóm á Hólmsheiði vegna annarra brota. Hann var í kjölfarið færður til afplánunar á Litla Hraun. „Vill ekki svara“ Við aðalmeðferð málsins á mánudag, svaraði Gabríel í upphafi öllum spurningum dómara og saksóknara varðandi þessa liði ákærunnar með orðunum „vill ekki svara.“ Eftir að upptökur af árásunum voru spilaðar tjáði hann sig þó lítillega. Fyrst var spiluð upptaka af árásinni á samfanga hans. Á myndbandinu sést maðurinn sem varð fyrir árásinni sitja við tölvu í kennslustofu fangelsisins, þegar Gabríel kemur inn. Gabríel sest einnig við tölvu. Eftir stutta stund stendur hann upp, tekur glas af borðinu, gengur að manninum, skvettir úr glasinu framan í hann og slær manninn af öllu afli í andlitið með glasinu sem brotnar. Því næst kýlir hann manninn ítrekað með krepptum hnefa í andlit og búk. Útskýringar Gabríels á atvikinu voru á þá leið að maðurinn hafi kallað hann negra og að hann líði ekki rasisma. Vitni bar fyrir sig minnisleysi og brotaþoli mætti ekki á tilætluðum tíma Maður sem einnig var fangi á þessum tíma og varð vitni að atburðinum, gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnaðinn Teams. Þar lá hann ber að ofan í rúmi sínu. Ekki var mikið að græða á þeim vitnisburði þar sem maðurinn bar fyrir sig algjöru minnisleysi vegna neyslu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir saksóknara og dómara til að fríska upp á minni mannsins með lýsingu á aðstæðum gat vitnið ómögulega greint frá atburðarrásinni á nokkurn hátt. Þá vakti athygli að brotaþoli mætti ekki í dómsal á tilætluðum tíma þegar til stóð að hann bæri vitni. Verjandi hans sagði brotaþola hafa sætt hótunum og hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu. Þegar verjandi Gabríels spurði hvort að hann væri með því að mæta ekki að gefa í skyn að hann hygðist falla frá kærunni þvertók verjandi hans fyrir það. Hefði getað misst augað Brotaþoli bar vitni daginn eftir í gegnum fjarfundarbúnað. Hann sagðist ekki hafa átt í neinum samskiptum við Gabríel þennan dag og neitaði að hafa nokkurn tímann kallað hann negra. Hann sagðist einnig halda að Gabríel hefði stillt upp vefmyndavél í tölvunni áður en hann réðst á sig. Maðurinn lýsti áverkunum sem hann hlaut við árásina og sagði þá hafa haft veruleg áhrif á líf sitt. Gabríel er ákærður fyrir tvær líkamsárásir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Hann situr nú inni á Litla Hrauni. Vísir/Eyþór Læknir sem skoðaði manninn eftir árásina bar vitni. Hann lýsti áverkunum sem alvarlegum en maðurinn hlaup djúpan skurð við annað augað auk fleiri skurða á andliti og hálsi. Læknirinn sagði að hann hefði getað misst augað. Maðurinn þurfti á aðgerð að halda til að lagfæra augnlokið. „Ég hefði horft í augun á honum og skallað hann þar“ Því næst var spiluð upptaka af atviki sem Gabríel er einnig ákærður fyrir, brot gegn valdstjórninni, þar sem honum er gefið að sök að hafa skallað fangavörð. Á myndbandinu sjást fjórir fangaverðir leiða hann meðfram gangi í átt að klefa þegar Gabríel snýr sér skyndilega að einum verðinum og skallar hann. Sjálfur sagði Gabríel augljóst, þrátt fyrir það sem sást á upptökunni, að hann hefði ekki skallað manninn. Hann hafði að eigin sögn verið mjög lyfjaður og átt erfitt með gang. Þegar hann var togaður áfram hefði hann fengið kippi í líkamann, misstigið sig og dottið á manninn. Gabríel á langan sakaferil að baki og vakti meðal annars mikla athygli þegar hann strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm á síðasta ári. Stuttu áður en atvikið átti sér stað var Gabríel staddur í yfirheyrsluherbergi með lögmanni sínum og umræddum fangaverði en engar myndavélar voru í því herbergi. Segir hann því augljóst að hefði hann viljað skalla manninn hefði hann gert það þar, eða eins og hann orðaði það sjálfur; „Ég hefði horft í augun á honum og skallað hann þar.“ Þá sagði hann tiltekinn fangavörð hafa gert í því að láta hann fara í taugarnar á sér og að hann hefði upplifað að maðurinn væri að reyna að fá hann til að ráðast á sig. Telur útilokað að Gabríel hafi misstigið sig Brotaþolinn, umræddur fangavörður, bar vitni fyrir dómi. Hann lýsti því að átök hafi átt sér stað inni á deild og fjórir fangaverðir hafi farið inn og leyst þau upp. Gabríel var handjárnaður og til stóð að færa hann í annan klefa. Maðurinn sagði Gabríel hafa kvartað yfir því að tekið væri harkalega á sér svo þeir hafi losað tökin. Þá hafi Gabríel nýtt tækifærið og skallað hann í andlitið. Fangavörðurinn sagðist hafa fengið þungt höfuðhögg og gleraugu hans hafi brotnað. Hann sagðist einnig hafa fengið hnykk á öxl og hafi glímt við vandamál því tengdu síðan. Aðspurður segist hann telja ómögulegt að Gabríel hafi misstigið sig, hrasað eða dottið á hann. Það sé útilokað í hans huga, enda hafi þeir verið fjórir og haldið í hann. Hinir þrír fangaverðirnir báru einnig vitni og lýstu atvikinu á sömu leið. Þeir telja afar ólíklegt að Gabríel hafi dottið eða misstigið sig. Farið fram á tveggja ára fangelsisvist Ákæruliðirnir voru teknir fyrir samhliða aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins svokallaða, en Gabríel er einn af fimm ákærðu í málinu. Þar er honum gefin að sök sérlega hættuleg líkamsárás auk vopnalagabrota. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð þess máls á dögunum. Ákæruvaldið fór fram á að Gabríel myndi sæta tveggja ára fangelsisvist fyrir brot sín og taldi skilorð ekki koma til greina. Von er á dómi í málum Gabríels og fjórum meðákærðu í Borgarholtsskólamálinu eftir fjórar vikur eða svo.
Dómsmál Fangelsismál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Tengdar fréttir Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13
Handtóku Gabríel og félaga hans í sumarbústað Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. 22. apríl 2022 11:58