Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2023 11:40 Að Birgi forseta þingsins er nú sótt úr öllum áttum. Þórhildur Sunna óskaði eftir því að fá lögfræðiálit sem forsætisnefnd hefur látið gera sem öll kveða á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. Þórhildur Sunna segir í samtali við Vísi að þau svari ágætlega þeim fyrirslætti sem Birgir hafi boðið upp á þegar hann vill standa í vegi fyrir að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol verði gerð opinber. Allir í forsætisnefnd hafa lýst því yfir að þeir vilji birta greinargerðina en Birgir, sem er formaður nefndarinnar, hefur beitt neitunarvaldi sínu. Vísir fjallaði í gær um harða umræðu á þinginu sem fram fór um málið á Alþingi á mánudag, þar sem til dæmis Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar sagði að leyndin væri orðin pínleg og að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið. Það rímar við orð Sigurðar sjálfs sem hefur látið þess svo getið að leyndarhyggjan sé orðin verri en það sem í skýrslunni er og þoli ekki dagsljósið, hann hefur aldrei fengið útskýringar á því. „Fólk er hætt að treysta okkur“ Ekki er úr háum söðli að falla þegar virðing fyrir þinginu er annars vegar. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er einn þeirra sem tók til máls. Hann vitnaði í Vísi og taldi fyrirsögnina „Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið“ ramma ágætlega inn þá stöðu sem upp væri komin. Þingfundur á Alþingi, Guðbrandur Einarsson „Í nýlegri könnun um traust á stofnunum kemur í ljós að þingið er að tapa talsverðu af því trausti sem það þó hafði, sem var nú kannski ekki svo mikið. En maður veltir því þá fyrir sér: Hver er ástæðan? Getur þetta meðal annars verið ástæðan? Fólk er hætt að treysta okkur. Á mínum stutta ferli hér á þingi er ég er búinn að upplifa Íslandsbankasöluna sem bjó til mikla úlfúð í samfélaginu, við erum búin að upplifa ÍL-sjóðinn og nú erum við að upplifa þennan Lindarhvol. Hversu lengi ætlum við að halda svona áfram?“ spurði Guðbrandur. Birgir og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa staðið í vegi fyrir birtingunni, Bjarni segir að fyrir liggi skýrsla og það geti bara verið ein skýrsla. Vill geta rætt álitamál fyrir opnum tjöldum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gefa ekki mikið fyrir þá röksemdafærslu en málið var tekið upp enn og aftur á þinginu í gær. Þórhildur Sunna var málshefjandi og sagði að í fundarstjórn forseta í gær (mánudag) hafi mátt skilja Birgi sem svo að það sem helst stæði í vegi fyrir birtingu á greinargerð Sigurðar væri afstaða Ríkisendurskoðunar að um vinnuskjal væri að ræða og því mætti ekki birta hana. „Forseti vísaði í 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda máli sínu til stuðnings en hann virðist trúa því að sú grein skyldi Alþingi til að halda leynd yfir greinargerðinni. Þórhildur segist hafa fengið ábendingu um að forsætisnefnd hafi látið vinna sérstakt lögfræðiálit þar sem fram kæmi að ekkert væri því til fyrirstöðu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, sem Birgir vilji kalla vinnuskjal, verði birt. Hún vill nú fá fram þessi lögfræðiálit.vísir/vilhelm Frá því að við hæstvirtur forseti ræddum um þetta mál í gær ásamt öðrum háttvirtum þingmönnum í fundarstjórn forseta hef ég fengið ábendingu um að þau lögfræðiálit sem forsætisnefnd hefur látið framkvæma fyrir sig um þetta mál taki einmitt á þessu álitaefni sem forseti ber hér upp til að verja leyndarhyggju sína. Því tel ég rétt að fara þess á leit við forseta að hann birti þessi lögfræðiálit opinberlega til að við getum rætt þessi álitamál fyrir opnum tjöldum.“ Birgir ætlar að taka ósk Þórhildar Sunnu til athugunar Fjöldi þingmanna tók undir með Þórhildi Sunnu sem seinna í umræðunni ítrekaði beiðni sína til Birgis, þá ósk að hann birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd hefur látið vinna fyrir sig og snúa að birtingu þessara gagna. „Eins og ég segi, þau taka á þessum álitamálum sem virðulegur forseti ber fyrir sig að séu ástæðan fyrir því að þetta verði ekki birt. Er eitthvað því til fyrirstöðu að lögfræðiálitin séu að minnsta kosti birt á meðan forseti er að velta því fyrir sér hvort lagalegu atriðin standi í vegi fyrir því að greinargerðin skuli birt eða ekki? Getur forseti upplýst þingheim um hvort hann hyggist verða við minni ósk um að birta lögfræðiálitin sem forsætisnefnd hefur látið vinna, m.a. um akkúrat þessa spurningu, lögmæti birtingar?“ Birgir, forseti Alþingis, sagði þá að hann hafi heyrt hvað Þórhildur Sunna hafði um þetta að segja en hann ætlaði sér ekki að svara þeirri spurningu á þessum fundi en það verði að sjálfsögðu tekið til athugunar. Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. 2. febrúar 2023 07:01 Bjarni vill sem minnst af greinargerð um Lindarhvol vita Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á þinginu í gær að hann teldi enga ástæðu til að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 3. febrúar 2023 13:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þórhildur Sunna segir í samtali við Vísi að þau svari ágætlega þeim fyrirslætti sem Birgir hafi boðið upp á þegar hann vill standa í vegi fyrir að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol verði gerð opinber. Allir í forsætisnefnd hafa lýst því yfir að þeir vilji birta greinargerðina en Birgir, sem er formaður nefndarinnar, hefur beitt neitunarvaldi sínu. Vísir fjallaði í gær um harða umræðu á þinginu sem fram fór um málið á Alþingi á mánudag, þar sem til dæmis Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar sagði að leyndin væri orðin pínleg og að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið. Það rímar við orð Sigurðar sjálfs sem hefur látið þess svo getið að leyndarhyggjan sé orðin verri en það sem í skýrslunni er og þoli ekki dagsljósið, hann hefur aldrei fengið útskýringar á því. „Fólk er hætt að treysta okkur“ Ekki er úr háum söðli að falla þegar virðing fyrir þinginu er annars vegar. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar er einn þeirra sem tók til máls. Hann vitnaði í Vísi og taldi fyrirsögnina „Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið“ ramma ágætlega inn þá stöðu sem upp væri komin. Þingfundur á Alþingi, Guðbrandur Einarsson „Í nýlegri könnun um traust á stofnunum kemur í ljós að þingið er að tapa talsverðu af því trausti sem það þó hafði, sem var nú kannski ekki svo mikið. En maður veltir því þá fyrir sér: Hver er ástæðan? Getur þetta meðal annars verið ástæðan? Fólk er hætt að treysta okkur. Á mínum stutta ferli hér á þingi er ég er búinn að upplifa Íslandsbankasöluna sem bjó til mikla úlfúð í samfélaginu, við erum búin að upplifa ÍL-sjóðinn og nú erum við að upplifa þennan Lindarhvol. Hversu lengi ætlum við að halda svona áfram?“ spurði Guðbrandur. Birgir og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa staðið í vegi fyrir birtingunni, Bjarni segir að fyrir liggi skýrsla og það geti bara verið ein skýrsla. Vill geta rætt álitamál fyrir opnum tjöldum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gefa ekki mikið fyrir þá röksemdafærslu en málið var tekið upp enn og aftur á þinginu í gær. Þórhildur Sunna var málshefjandi og sagði að í fundarstjórn forseta í gær (mánudag) hafi mátt skilja Birgi sem svo að það sem helst stæði í vegi fyrir birtingu á greinargerð Sigurðar væri afstaða Ríkisendurskoðunar að um vinnuskjal væri að ræða og því mætti ekki birta hana. „Forseti vísaði í 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda máli sínu til stuðnings en hann virðist trúa því að sú grein skyldi Alþingi til að halda leynd yfir greinargerðinni. Þórhildur segist hafa fengið ábendingu um að forsætisnefnd hafi látið vinna sérstakt lögfræðiálit þar sem fram kæmi að ekkert væri því til fyrirstöðu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, sem Birgir vilji kalla vinnuskjal, verði birt. Hún vill nú fá fram þessi lögfræðiálit.vísir/vilhelm Frá því að við hæstvirtur forseti ræddum um þetta mál í gær ásamt öðrum háttvirtum þingmönnum í fundarstjórn forseta hef ég fengið ábendingu um að þau lögfræðiálit sem forsætisnefnd hefur látið framkvæma fyrir sig um þetta mál taki einmitt á þessu álitaefni sem forseti ber hér upp til að verja leyndarhyggju sína. Því tel ég rétt að fara þess á leit við forseta að hann birti þessi lögfræðiálit opinberlega til að við getum rætt þessi álitamál fyrir opnum tjöldum.“ Birgir ætlar að taka ósk Þórhildar Sunnu til athugunar Fjöldi þingmanna tók undir með Þórhildi Sunnu sem seinna í umræðunni ítrekaði beiðni sína til Birgis, þá ósk að hann birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd hefur látið vinna fyrir sig og snúa að birtingu þessara gagna. „Eins og ég segi, þau taka á þessum álitamálum sem virðulegur forseti ber fyrir sig að séu ástæðan fyrir því að þetta verði ekki birt. Er eitthvað því til fyrirstöðu að lögfræðiálitin séu að minnsta kosti birt á meðan forseti er að velta því fyrir sér hvort lagalegu atriðin standi í vegi fyrir því að greinargerðin skuli birt eða ekki? Getur forseti upplýst þingheim um hvort hann hyggist verða við minni ósk um að birta lögfræðiálitin sem forsætisnefnd hefur látið vinna, m.a. um akkúrat þessa spurningu, lögmæti birtingar?“ Birgir, forseti Alþingis, sagði þá að hann hafi heyrt hvað Þórhildur Sunna hafði um þetta að segja en hann ætlaði sér ekki að svara þeirri spurningu á þessum fundi en það verði að sjálfsögðu tekið til athugunar.
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. 2. febrúar 2023 07:01 Bjarni vill sem minnst af greinargerð um Lindarhvol vita Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á þinginu í gær að hann teldi enga ástæðu til að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 3. febrúar 2023 13:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01
Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. 2. febrúar 2023 07:01
Bjarni vill sem minnst af greinargerð um Lindarhvol vita Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á þinginu í gær að hann teldi enga ástæðu til að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 3. febrúar 2023 13:29