Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 15:31 Bergur Elí Rúnarsson á flugi í sigrinum gegn PAUC í gærkvöld, fyrir framan fjölda áhorfenda í Origo-höllinni. vísir/Diego Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. Bergur er 27 ára gamall en tók ansi stórt stökk á sínum ferli í fyrra þegar hann gekk í raðir besta lið landsins. Hann fór á kostum í gær þegar Valur vann franska liðið PAUC og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en Bergur skoraði sex mörk úr jafnmörgum tilraunum í leiknum. „Þetta er einhver mesta öskubuskusaga sem ég man eftir,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Theodór er góður vinur Bergs og spilaði með honum í FH og hjá Fjölni og KR. „Hann hefur bara verið að spila í 1. deild, fór svo í Gróttu og stoppaði stutt þar, og hefur þannig séð ekki verið á neinu „leveli“ í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór. „Ég hef aldrei þjálfað en ég get ímyndað mér að þetta sé blautur draumur fyrir þjálfara, að fá svona gæja og geta gert þennan leikmann úr honum. Hann er búinn að vera frábær fyrir Val í allan vetur, og í kvöld reis hann eins og fuglinn Fönix,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sagan af því hvernig Bergur Elí endaði hjá besta liði landsins Arnar Daði Arnarsson var þjálfari Gróttu þegar Bergur kom á Seltjarnarnesið 2020 en Bergur kvaddi reyndar Gróttuliðið strax um haustið. „Ég fékk hann ekki að ástæðulausu í Gróttu. Þetta er frábær íþróttamaður í toppformi sem elskar að æfa. En hann fékk greinilega nóg af „sérfræðingnum“ viku fyrir mót og hætti þarna rétt áður en allt fór að rísa á Nesinu,“ sagði Arnar Daði. „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“ Hann benti svo á að komu Bergs til Vals mætti að stóru leyti skrifa á frumkvæði Agnars Smára Jónssonar sem einnig fór á kostum fyrir Val í gærkvöld. Valsmenn vantaði örvhentan hornamann eftir að Þorgeir Bjarki Davíðsson sneri heim til Gróttu í fyrra. „Sagan segir að Agnar Smári hafi tekið vídeó af Bergi á djamminu síðasta sumar, sent á Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og sagt: „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“,“ sagði Arnar Daði og Theodór staðfesti þessa sögu. Umræðuna og viðtal við Berg má sjá hér að ofan en ábyrgðin varð meiri á hans herðum þegar Finnur Ingi Stefánsson meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni síðasta föstudag. „Ég þurfti að taka þetta á mig í kvöld. Við erum með tvo frábæra hornamenn og ég er alltaf tilbúinn í slaginn þegar ég fæ kallið,“ sagði Bergur í gær. Evrópudeild karla í handbolta Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir „Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Sjá meira
Bergur er 27 ára gamall en tók ansi stórt stökk á sínum ferli í fyrra þegar hann gekk í raðir besta lið landsins. Hann fór á kostum í gær þegar Valur vann franska liðið PAUC og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en Bergur skoraði sex mörk úr jafnmörgum tilraunum í leiknum. „Þetta er einhver mesta öskubuskusaga sem ég man eftir,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Theodór er góður vinur Bergs og spilaði með honum í FH og hjá Fjölni og KR. „Hann hefur bara verið að spila í 1. deild, fór svo í Gróttu og stoppaði stutt þar, og hefur þannig séð ekki verið á neinu „leveli“ í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór. „Ég hef aldrei þjálfað en ég get ímyndað mér að þetta sé blautur draumur fyrir þjálfara, að fá svona gæja og geta gert þennan leikmann úr honum. Hann er búinn að vera frábær fyrir Val í allan vetur, og í kvöld reis hann eins og fuglinn Fönix,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sagan af því hvernig Bergur Elí endaði hjá besta liði landsins Arnar Daði Arnarsson var þjálfari Gróttu þegar Bergur kom á Seltjarnarnesið 2020 en Bergur kvaddi reyndar Gróttuliðið strax um haustið. „Ég fékk hann ekki að ástæðulausu í Gróttu. Þetta er frábær íþróttamaður í toppformi sem elskar að æfa. En hann fékk greinilega nóg af „sérfræðingnum“ viku fyrir mót og hætti þarna rétt áður en allt fór að rísa á Nesinu,“ sagði Arnar Daði. „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“ Hann benti svo á að komu Bergs til Vals mætti að stóru leyti skrifa á frumkvæði Agnars Smára Jónssonar sem einnig fór á kostum fyrir Val í gærkvöld. Valsmenn vantaði örvhentan hornamann eftir að Þorgeir Bjarki Davíðsson sneri heim til Gróttu í fyrra. „Sagan segir að Agnar Smári hafi tekið vídeó af Bergi á djamminu síðasta sumar, sent á Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og sagt: „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“,“ sagði Arnar Daði og Theodór staðfesti þessa sögu. Umræðuna og viðtal við Berg má sjá hér að ofan en ábyrgðin varð meiri á hans herðum þegar Finnur Ingi Stefánsson meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni síðasta föstudag. „Ég þurfti að taka þetta á mig í kvöld. Við erum með tvo frábæra hornamenn og ég er alltaf tilbúinn í slaginn þegar ég fæ kallið,“ sagði Bergur í gær.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir „Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Sjá meira
„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54
Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53