Lífið

Leið skringilega á meðan Friends-leikararnir grétu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Paul Rudd fannst skrýtið að vera hluti af lokastundinni í Friends.
Paul Rudd fannst skrýtið að vera hluti af lokastundinni í Friends. Getty/Karwai Tang

Leikarinn Paul Rudd er þessa dagana hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ant-Man í Marvel söguheiminum enda var þriðja myndin um ofurhetjuna frumsýnd á dögunum. Aðdáendur Friends þáttanna þekkja leikarann þó mögulega betur í hlutverki eiginmanns Phoebe Buffay.

Rudd ræddi einmitt um hlutverk sitt í Friends þáttunum í viðtali í morgunþætti á útvarpsstöðunni The Heart. Rudd lék Mike Hannigan í síðustu tveimur þáttaröðunum en Mike og Phoebe giftast undir lok síðustu þáttaraðarinnar.

Vildi ekki vera fyrir

Í viðtalinu segir Rudd að það hafi verið skrýtið að vera hluti af hópnum í lokin, sérstaklega þar sem hann kom svo seint inn í þættina. „Þetta var mjög gaman og þau voru frábær! Það var smá fjarstæðukennt, verð ég að segja, að vera hluti af þessu. Því ég kom inn alveg í lokin,“ segir hann.

„Ég vissi aldrei að ég myndi vera í svona mörgum þáttum. En þetta var líka skrýtið. Ég var í síðasta þættinum og hugsaði með mér: „Ég ætti ekki að vera hérna. Ég er að fá sæti á fremsta bekk að hlutum sem ég á ekki að sjá.“ Þau voru öll grátandi, þetta var mjög tilfinningaþrungið allt saman.“

Rudd segir að það hafi þó verið forréttindi að fá að vera á staðnum þegar þættirnir voru að klárast. „Ég vildi bara sitja og ekki vera fyrir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.