Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum förum við yfir stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sem verður stöðugt flóknari. Í dag féll Efling frá boðun nýrra verkfallsaðgerða vegna áhrifa af yfirvofandi verkbanni Samtaka atvinnulífsins. Hratt gengur á eldsneytisbirgðir og nú þegar er búið að loka fimm hótelum í Reykjavík.

Við greinum einnig frá því að fleiri konur en áður leita nú í Konukot og þær eru margar með erfiðari fíknivanda en þaður. Forstöðukona segir þær lifa undir hælnum á þeim sem útvegi þeim fíkniefni.

Mikil spenna er í kringum loðnuveiðarnar en það er gjarnan mikið happdrætti hvað þær skila miklum tekjum í þjóðarbúið. Unga kynslóðin sleppti hins vegar fram af sér beislinu í dag og lét hvorki verkföll né stríð í heiminum hafa áhrif á einlæga gleði sína á öskudeginum.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×