Innlent

Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta

Vésteinn Örn Pétursson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við fjölmiðla á í húsi samtakanna klukkan 18.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við fjölmiðla á í húsi samtakanna klukkan 18. Vísir/Egill

Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars.

Í tilkynningu segir að 94,73 prósent hafi greitt atkvæði með verkbanni. Einungis 3,32% greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn atvinnurekenda var 87,88%.

Í stuttu ávarpi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, að lokinni atkvæðagreiðslu sagði hann að um þungbær skref samtakanna sé að ræða. Þau líti á verkbannið sem sitt síðasta úrræði til að knýja á um kjarasamningsgerð.

Allsherjarverkbann hefst því að óbreyttu 2. mars eftir að tilkynning hefur verið send Eflingu og ríkissáttasemjara. Þá munu rúmlega 20 þúsund manns, sem starfa eft­ir kjara­samn­ing­um Efl­ing­ar og SA á al­menn­um vinnu­markaði, ekki sækja vinnu né þiggja ekki laun eða önn­ur rétt­indi á meðan á banninu stend­ur.

Atkvæðagreiðsla um verkbannið hófst á mánudag og lauk í dag klukkan fjögur. 

Fylgst var með niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í vaktinni hér að neðan. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×