Körfubolti

Elvar Már ekki með gegn Spáni á morgun

Smári Jökull Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson verður ekki með Íslandi gegn Spánverjum á morgun.
Elvar Már Friðriksson verður ekki með Íslandi gegn Spánverjum á morgun. Vísir/Bára Dröfn

Elvar Már Friðriksson verður ekki með íslenska landsliðinu í körfuknattleik þegar liðið mætir Spáni í undankeppni heimsmeistaramótsins á morgun. Elvar er að glíma við meiðsli í nára.

Greint er frá málinu á mbl.is en þar kemur fram að til standi að Elvar verði orðinn leikfær á sunnudag þegar Ísland mætir Georgíu ytra. Sá leikur gæti verið hreinn úrslitaleikur um sæti á heimsmeistaramótinu.

Elvar Már er einn af bestu leikmönnum Íslands og sá stigahæsti í undankeppninni hingað til með 20 stig að meðaltali í leik. Elvar leikur með Rytas í Litháen og hefur verið að leika vel með liðinu í vetur.

Ísland er sem stendur í fjórða sæti síns riðils undankeppninnar með átta stig líkt og Georgía en Úkraína er í fimmta sæti einu stigi á eftir. Þjóðirnar eiga eftir að spila tvo leiki hver en þrjú efstu lið riðilsins tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filippseyjum í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×