Þetta var frekar súr endir á störfum Guðmundar fyrir landsliðið en hann lék sjálfur 230 landsleiki og hefur nú þjálfað íslenska liðið með hléum í samtals tólf ár.
Guðmundur er líka langbesti þjálfari íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Það fer ekkert á milli mála þegar árangur liðsins undir hans stjórn er skoðaður betur.
Enginn annar þjálfari hefur unnið verðlaun á stórmóti og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum. Hér fyrir neðan má sjá einhver af metunum sem Guðmundur Guðmundsson á.

Guðmundur hefur unnið jafnmarga leiki með landsliðsþjálfari Íslands á stórmótum og næstu sex þjálfarar á listanum hafa unnið samanlagt.
Ef við leggjum saman sigurleiki landsliðsþjálfaranna Bogdans Kowalczyk, Þorbjörns Jenssonar, Arons Kristjánssonar, Þorbergs Aðalsteinssonar, Alfreðs Gíslasonar og Viggós Sigurðssonar þá fáum við fjölda sigurleikja landliðsins undir stjórn Guðmundar.
Eina metið sem Guðmundur á ekki er besti árangur þjálfara á heimsmeistaramóti en það hefur verið í eigu Þorbjarnar Jenssonar frá 1997 og er enn. Íslenska landsliðið endaði í fimmta sæti undir stjórn Þorbjarnar á HM í Kumamoto 1997.
Einu verðlaun Íslands á stórmótum unnust undir stjórn Guðmundar, fyrst Ólympíusilfur í Peking 2008 og svo brons á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010.
Einu önnur verðlaun íslenska landsliðsins unnust á B-keppninni í Frakklandi 1989 þegar Guðmundur var leikmaður og Bogdan Kowalczyk þjálfaði liðið. Íslenska liðið vann gullverðlaun á mótinu eftir sigur á Póllandi í úrslitaleiknum í París en þetta var undankeppni heimsmeistaramótsins í Tékkóslóvakíu 1990.
B-keppnirnar teljast ekki sem stórmót enda um undankeppni stórmóts að ræða en þær lögðust af eftir að Evrópumeistaramótið var búið til á tíunda áratugnum.

- Besti árangur þjálfara með Ísland á stórmótum:
- 2. sæti á Ólympíuleikunum 2008 - Guðmundur Guðmundsson
- 3. sæti á Evrópumótinu 2010 - Guðmundur Guðmundsson
- 4. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson
- 4. sæti á Ólympíuleikunum 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson
- 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012 - Guðmundur Guðmundsson
- 5. sæti á heimsmeistaramótinu 1997 - Þorbjörn Jensson
- 5. sæti á Evrópumótinu 2014 - Aron Kristjánsson
- 6. sæti á Evrópumótinu 2022 - Guðmundur Guðmundsson
- 6. sæti á Ólympíuleikunum 1984 - Bogdan Kowalczyk
- 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1986 - Bogdan Kowalczyk
- 6. sæti á heimsmeistaramótinu 1961 - Hallsteinn Hinriksson
- -
- Besti árangur þjálfara með Ísland á Ólympíuleikum:
- 2. sæti á ÓL 2008 - Guðmundur Guðmundsson
- 4. sæti á ÓL 1992 - Þorbergur Aðalsteinsson
- 5. sæti á ÓL 2012 - Guðmundur Guðmundsson
- 6. sæti á ÓL 1984 - Bogdan Kowalczyk
- 8. sæti á ÓL 1988 - Bogdan Kowalczyk
- -
- Besti árangur þjálfara með Ísland á Evrópumótum:
- 3. sæti á EM 2010 - Guðmundur Guðmundsson
- 4. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson
- 5. sæti á EM 2014 - Aron Kristjánsson
- 6. sæti á EM 2022 - Guðmundur Guðmundsson
- 7. sæti á EM 2006 - Viggó Sigurðsson
- -
- Besti árangur þjálfara með Ísland á heimsmeistaramótum:
- 5. sæti á HM 1997 - Þorbjörn Jensson
- 6. sæti á HM 2011 - Guðmundur Guðmundsson
- 6. sæti á HM 1986 - Bogdan Kowalczyk
- 6. sæti á HM 1961 - Hallsteinn Hinriksson
- 7. sæti á HM 2003 - Guðmundur Guðmundsson

- Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á stórmótum:
- 49 - Guðmundur Guðmundsson
- 10 - Bogdan Kowalczyk
- 10 - Þorbjörn Jensson
- 10 - Aron Kristjánsson
- 9 - Þorbergur Aðalsteinsson
- 6 - Alfreð Gíslason
- 4 - Viggó Sigurðsson
- -
- Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Ólympíuleikum:
- 11 - Guðmundur Guðmundsson
- 5 - Bogdan Kowalczyk
- 3 - Þorbergur Aðalsteinsson
- -
- Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á Evrópumótum:
- 18 - Guðmundur Guðmundsson
- 5 - Aron Kristjánsson
- 2 - Alfreð Gíslason
- 2 - Viggó Sigurðsson
- -
- Flestir sigurleikir þjálfara Íslands á heimsmeistaramótum:
- 20 - Guðmundur Guðmundsson
- 9 - Þorbjörn Jensson
- 6 - Þorbergur Aðalsteinsson
- 5 - Bogdan Kowalczyk
- 5 - Aron Kristjánsson