Sport

Öll komust áfram og Albert vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gígja Björnsdóttir á æfingu með þeim Alberti Jónssyni (í miðju) og Degi Benedikssyni,
Gígja Björnsdóttir á æfingu með þeim Alberti Jónssyni (í miðju) og Degi Benedikssyni, ski.is

Íslenska keppnisfólkið hóf keppni í gær á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem fram fer í Planica í Slóveníu.

Okkar fólk byrjaði á undankeppni, strákarnir í 10 kílómetragöngu en Gígja Björnsdóttir í fimm kílómetra göngu. Öll þrjú komust áfram.

Albert Jónsson gerði meira en að komast áfram því hann kom fyrstur í mark í undankeppni 10 kílómetra göngu en Dagur Benediktsson varð í fimmta sæti.

Þetta dugar þeim báðum til að komast í 15 kílómetra gönguna en þar keppa þeir 1. mars ásamt okkar fremsta göngumanni Snorra Einarssyni.

Gígja Björnsdóttir keppi í undankeppni 5 km göngu í morgun og varð í þriðja sæti. Hún keppir því í 10 kílómetra göngu ásamt Kristrúnu Guðnadóttur þriðjudaginn 28. febrúar næstkomandi.

Kristrún og Dagur keppa síðan í dag í sprettgöngu.

Snorri tekur þátt í 30 kílómetra göngu á morgun föstudaginn 24. febrúar en Snorri keppir síðan í sinni aðalgrein sunnudaginn 5. mars en það er 50 kílómetra ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×