Man United kom til baka og fór áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 21:55 Fred og Antony skutu Manchester United áfram. EPA-EFE/Adam Vaughan Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. Heimamenn byrjuðu leik kvöldsins af krafti og virtust vel stemmdir í upphafi. Það sló hins vegar þögn á Old Trafford þegar rúmlega stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Bruno Fernandes var þá dæmdur brotlegur innan vítateigs fyrir að toga niður leikmann gestanna, að mati dómarans allavega. Ekki var almenn sátt um dóminn en það þýðir ekki að rífast við dómarann og vítaspyrna niðurstaðan. Robert Lewandowski fór á punktinn og skoraði þó svo að David De Gea hafi náð að slæma hendi í knöttinn. 12 - Robert Lewandowski has scored 25 goals in 30 appearances across all competitions for Barcelona this season, the 12th successive campaign in which he's netted 25+ goals at club level. Marksman. pic.twitter.com/LOvGHfmbZX— OptaJoe (@OptaJoe) February 23, 2023 Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks gerði voða lítið og Börsungar voru enn einu marki yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það sem Erik Ten Hag sagði við sína menn í hálfleik hefur svínvirkað því þeir jöfnuðu metin strax í upphafi síðari hálfleiks. Bruno Fernandes sendi fastan bolta á Fred sem var fyrir miðju marki. Brasilíumaðurinn tók við boltanum og þrumaði honum í netið. Staðan orðin 1-1 og allt ætlaði um koll að keyra í Manchester-borg. Heimamenn héldu áfram að þjarma að gestunum án þess þó að vaða í færum. Á 73. mínútu kom hins vegar annað mark heimamanna þegar boltinn barst til Antony eftir að Alejandro Garnacho og Fred höfðu átt skot í varnarmenn. Antony tók boltann í fyrsta og smellti honum með vinstri niðri í fjærhornið. Antony returns from injury with a BIG goal pic.twitter.com/Dk3HTagPSz— B/R Football (@brfootball) February 23, 2023 Fleiri urðu mörkin ekki og Manchester United er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. Heimamenn byrjuðu leik kvöldsins af krafti og virtust vel stemmdir í upphafi. Það sló hins vegar þögn á Old Trafford þegar rúmlega stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Bruno Fernandes var þá dæmdur brotlegur innan vítateigs fyrir að toga niður leikmann gestanna, að mati dómarans allavega. Ekki var almenn sátt um dóminn en það þýðir ekki að rífast við dómarann og vítaspyrna niðurstaðan. Robert Lewandowski fór á punktinn og skoraði þó svo að David De Gea hafi náð að slæma hendi í knöttinn. 12 - Robert Lewandowski has scored 25 goals in 30 appearances across all competitions for Barcelona this season, the 12th successive campaign in which he's netted 25+ goals at club level. Marksman. pic.twitter.com/LOvGHfmbZX— OptaJoe (@OptaJoe) February 23, 2023 Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks gerði voða lítið og Börsungar voru enn einu marki yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það sem Erik Ten Hag sagði við sína menn í hálfleik hefur svínvirkað því þeir jöfnuðu metin strax í upphafi síðari hálfleiks. Bruno Fernandes sendi fastan bolta á Fred sem var fyrir miðju marki. Brasilíumaðurinn tók við boltanum og þrumaði honum í netið. Staðan orðin 1-1 og allt ætlaði um koll að keyra í Manchester-borg. Heimamenn héldu áfram að þjarma að gestunum án þess þó að vaða í færum. Á 73. mínútu kom hins vegar annað mark heimamanna þegar boltinn barst til Antony eftir að Alejandro Garnacho og Fred höfðu átt skot í varnarmenn. Antony tók boltann í fyrsta og smellti honum með vinstri niðri í fjærhornið. Antony returns from injury with a BIG goal pic.twitter.com/Dk3HTagPSz— B/R Football (@brfootball) February 23, 2023 Fleiri urðu mörkin ekki og Manchester United er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti