Þorsteinn Pálsson botnar ekkert í Lindarhvolsleyndinni Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2023 11:15 Þorsteinn Pálsson telur engar forsendur fyrir Birgi að sitja á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda og hann ekkert því til fyrirstöðu að Sigurður sendi greinargerð sína til Alþingis í 63 eintökum, í umslagi stílað á hvern þingmann um sig. vísir/vilhelm Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðu sæta að Birgir Ármannsson telji sig geta setið á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Hann segir málið allt hið furðulegasta og telur Sigurð geta sent þingmönnum hverjum um sig erindi sitt. Þorsteinn ritar pistil um málið sem hann birtir í Fréttablaðinu. Honum þykir mál sem tengist Lindarhvoli og varðar greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda, sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis neitar að birta og hefur beitt neitunarvaldi sínu sem formaður forsætisnefndar til þess, ekki standast neina skoðun. Hann telur reyndar málið allt hið einkennilegasta, hjákátlegt og hægan leik að höggva á hnútinn sem málið er í og einkennist af þrefi sem enga skoðun standist hvernig sem á er litið. Þorsteinn vísar til fréttar Vísis, viðtal við Sigurð, og kallar hana reyndar „furðufrétt“. Og rekur að þar kvarti settur ríkisendurskoðandi undan því að Alþingi hafi ekki birt greinargerð sem hann í „krafti embættisbréfs sendi þinginu fyrir margt löngu.“ Birgi ekki heimilt að sitja á greinargerðinni Þorsteinn nefnir að fjölmargar ræður hafi nú verið fluttar á Alþingi um hina óbirtu greinargerð og spyr hvernig þetta megi vera. „Hvernig má það vera að erindi sent Alþingi Íslendinga sé ekki talið eiga erindi til þess? Og hver getur dæmt í þeirri sök?“ Að sögn Þorsteins er það svo að samkvæmt þingskaparlögum hafi forseti Alþingis það hlutverk að taka við og opna bréf sem þinginu berast og greina frá þeim á þingfundi. Hann segir þetta ákvæði í þingsköpum vera til hægðarauka, skoplegt væri ef allir þingmenn vildu opna bréfin. „Hitt væri svo grátbroslegt ef enginn þeirra teldi sér bera skyldu til þess. Ákvæðið hefur ekki annan tilgang en að hafa reglu og skipulag á þessu handverki.“ Þannig er að mati fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins það svo að erindi sem send eru Alþingi erindi send til allra þingmanna. Og þau þannig birt þjóðinni. „Hvergi í lögum er heimild til þingforseta að leggja mat á hvort erindi er þess eðlis að enginn nema hann sjálfur megi lesa það. Öll erindi sem Alþingi berast eru opinber skjöl, nema sendandi hafi með heimild í lögum mælt fyrir um annað,“ segir Þorsteinn. Og setji þingforseti slík erindi í „leyndarskjalasafn án heimildar fari hann út fyrir valdheimildir sínar.“ Telur sjónarmið Bjarna ekki standast skoðun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að hann telji að um málið sé ein skýrsla og aðeins ein. En Þorsteinn gefur lítið fyrir það sjónarmið. Berist Alþingi eitt bréf frá ríkisendurskoðanda og annað frá settum ríkisendurskoðanda um sama mál sé ekkert vil því að gera þó það bæti litlum upplýsingum við eða virki ruglingslegt. Fyrir liggur að Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi metur það svo að hann sé bundinn þagnarskylduákvæðum sem hann vill ekki brjóta. Þorsteinn telur það ekki standast heldur því eftir að hann hefur sent frá sér greinargerð til Alþingis og þar séu tilteknar upplýsingar bundnar trúnaði vegna annarra lögvarinna hagsmuna þá sé það meinta brot fullframið með framlagningu greinargerðarinnar. Fyrir liggi að sérhver þingmaður eigi sama rétt og þingforseti til að lesa erindið. Það er til þeirra allra. „Svo getur settur ríkisendurskoðandi endursent erindið til Alþingis í 63 eintökum, sem sérstaklega eru merkt hverjum þingmanni.“ Alþingi Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40 Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Þorsteinn ritar pistil um málið sem hann birtir í Fréttablaðinu. Honum þykir mál sem tengist Lindarhvoli og varðar greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda, sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis neitar að birta og hefur beitt neitunarvaldi sínu sem formaður forsætisnefndar til þess, ekki standast neina skoðun. Hann telur reyndar málið allt hið einkennilegasta, hjákátlegt og hægan leik að höggva á hnútinn sem málið er í og einkennist af þrefi sem enga skoðun standist hvernig sem á er litið. Þorsteinn vísar til fréttar Vísis, viðtal við Sigurð, og kallar hana reyndar „furðufrétt“. Og rekur að þar kvarti settur ríkisendurskoðandi undan því að Alþingi hafi ekki birt greinargerð sem hann í „krafti embættisbréfs sendi þinginu fyrir margt löngu.“ Birgi ekki heimilt að sitja á greinargerðinni Þorsteinn nefnir að fjölmargar ræður hafi nú verið fluttar á Alþingi um hina óbirtu greinargerð og spyr hvernig þetta megi vera. „Hvernig má það vera að erindi sent Alþingi Íslendinga sé ekki talið eiga erindi til þess? Og hver getur dæmt í þeirri sök?“ Að sögn Þorsteins er það svo að samkvæmt þingskaparlögum hafi forseti Alþingis það hlutverk að taka við og opna bréf sem þinginu berast og greina frá þeim á þingfundi. Hann segir þetta ákvæði í þingsköpum vera til hægðarauka, skoplegt væri ef allir þingmenn vildu opna bréfin. „Hitt væri svo grátbroslegt ef enginn þeirra teldi sér bera skyldu til þess. Ákvæðið hefur ekki annan tilgang en að hafa reglu og skipulag á þessu handverki.“ Þannig er að mati fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins það svo að erindi sem send eru Alþingi erindi send til allra þingmanna. Og þau þannig birt þjóðinni. „Hvergi í lögum er heimild til þingforseta að leggja mat á hvort erindi er þess eðlis að enginn nema hann sjálfur megi lesa það. Öll erindi sem Alþingi berast eru opinber skjöl, nema sendandi hafi með heimild í lögum mælt fyrir um annað,“ segir Þorsteinn. Og setji þingforseti slík erindi í „leyndarskjalasafn án heimildar fari hann út fyrir valdheimildir sínar.“ Telur sjónarmið Bjarna ekki standast skoðun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að hann telji að um málið sé ein skýrsla og aðeins ein. En Þorsteinn gefur lítið fyrir það sjónarmið. Berist Alþingi eitt bréf frá ríkisendurskoðanda og annað frá settum ríkisendurskoðanda um sama mál sé ekkert vil því að gera þó það bæti litlum upplýsingum við eða virki ruglingslegt. Fyrir liggur að Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi metur það svo að hann sé bundinn þagnarskylduákvæðum sem hann vill ekki brjóta. Þorsteinn telur það ekki standast heldur því eftir að hann hefur sent frá sér greinargerð til Alþingis og þar séu tilteknar upplýsingar bundnar trúnaði vegna annarra lögvarinna hagsmuna þá sé það meinta brot fullframið með framlagningu greinargerðarinnar. Fyrir liggi að sérhver þingmaður eigi sama rétt og þingforseti til að lesa erindið. Það er til þeirra allra. „Svo getur settur ríkisendurskoðandi endursent erindið til Alþingis í 63 eintökum, sem sérstaklega eru merkt hverjum þingmanni.“
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40 Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40
Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10