„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 23:01 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast í næstu viku. Vísir/Arnar Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. Staðan er svipuð hjá öðrum olíufyrirtækjum. Framkvæmdastjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan væri erfið og að bæði dísel og bensín væri búið eða að klárast á nokkrum stærstu stöðvum fyrirtækisins. Á heimasíðu Olís má sjá birgðastöðu afgreiðslustöðva. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 hefur áhyggjur af ástandinu í næstu viku. „Það er betri staða á bensíni en varðandi díselbirgðirnar óttast ég að staðan verði orðin erfið um eða eftir helgi," segir Hinrik. Meðal stöðva sem þurft hefur að loka er N1 í Hafnarfirði. Hinrik segist óttast að stöðvar fyrirtækisins muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum. „Ég eiginlega þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi, en það verður orðið grafalvarlegt. Eins og ég segi, þetta verður þetta mjög erfið staða, og ljóst að við munum ekki ná að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum til okkar viðskiptavina um allt land.” Útlit er fyrir að bensínstöðvar muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum Fjölmargir starfsmenn N1 eru í Eflingu og varðandi fyrirhugað verkbann sem Samtök atvinnulífsins hafa boðað, segir Hinrik að starfsfólk sé alls ekki tilbúið að leggja niður störf. Ég held að það sé enginn sem er tilbúinn að leggja niður störf og vera launalaus. Það er ekki óskastaða nokkurs manns. Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð Samtök atvinnulífsins gáfu hinsvegar út yfirlýsingu seinni partinn í dag þar sem áréttað var að þátttaka fyrirtækja í verkbanni væri ekki valkvæð. Þá var einnig gefin út listi yfir þá hópa sem njóta undanþágu verkbanns sem boðað hefur verið á félagsmenn Eflingar. Það eru allir þeir sem starfa við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu auk lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum, björgunarsveitum, almannavörnum og menntastofnunum. Þegar um verkbann er að ræða má enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar mæta til vinnu nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Launagreiðslur falla niður yfir tímabilið sem verkbann stendur yfir líkt og í tilviki verkfalla, líkt og fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Samgöngur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Staðan er svipuð hjá öðrum olíufyrirtækjum. Framkvæmdastjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan væri erfið og að bæði dísel og bensín væri búið eða að klárast á nokkrum stærstu stöðvum fyrirtækisins. Á heimasíðu Olís má sjá birgðastöðu afgreiðslustöðva. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 hefur áhyggjur af ástandinu í næstu viku. „Það er betri staða á bensíni en varðandi díselbirgðirnar óttast ég að staðan verði orðin erfið um eða eftir helgi," segir Hinrik. Meðal stöðva sem þurft hefur að loka er N1 í Hafnarfirði. Hinrik segist óttast að stöðvar fyrirtækisins muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum. „Ég eiginlega þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi, en það verður orðið grafalvarlegt. Eins og ég segi, þetta verður þetta mjög erfið staða, og ljóst að við munum ekki ná að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum til okkar viðskiptavina um allt land.” Útlit er fyrir að bensínstöðvar muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum Fjölmargir starfsmenn N1 eru í Eflingu og varðandi fyrirhugað verkbann sem Samtök atvinnulífsins hafa boðað, segir Hinrik að starfsfólk sé alls ekki tilbúið að leggja niður störf. Ég held að það sé enginn sem er tilbúinn að leggja niður störf og vera launalaus. Það er ekki óskastaða nokkurs manns. Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð Samtök atvinnulífsins gáfu hinsvegar út yfirlýsingu seinni partinn í dag þar sem áréttað var að þátttaka fyrirtækja í verkbanni væri ekki valkvæð. Þá var einnig gefin út listi yfir þá hópa sem njóta undanþágu verkbanns sem boðað hefur verið á félagsmenn Eflingar. Það eru allir þeir sem starfa við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu auk lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum, björgunarsveitum, almannavörnum og menntastofnunum. Þegar um verkbann er að ræða má enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar mæta til vinnu nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Launagreiðslur falla niður yfir tímabilið sem verkbann stendur yfir líkt og í tilviki verkfalla, líkt og fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Samgöngur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira