Innlent

Þrír slösuðust í á­rekstri í mið­borginni

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Tilkynning barst lögreglu klukkan hálf átta í morgun.
Tilkynning barst lögreglu klukkan hálf átta í morgun. Vísir/Vilhelm

Þrír slösuðustu í árekstri í miðborg Reykjavíkur í morgun. Bíl var ekið í veg fyrir aðra á gatnamótum með fyrrgreindum afleiðingum. Báðar bifreiðar voru óökuhæfar eftir áreksturinn.

Allir voru fluttir á slysadeild til skoðunar en meiðsl voru minniháttar, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjallað er um verkefni dagsins í dag.

Um hádegisbil var tilkynnt um konu í vesturbæ Kópavogs sem dottið hafði í jörðina og slasast á höfði. Hún var flutt á slysadeild til skoðunar.

Tveir voru handteknir vegna þjófnaðar í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan átta í kvöld. Mennirnir eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins en vegna ástands hefur enn ekki verið hægt að yfirheyra þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×