„Eitthvað sem gerist með aldrinum að þú endist ekki eins lengi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 23:25 Hlynur Bæringsson snéri aftur í íslenska karlalandsliðið í körfubolta í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst margt ágætt, en við hefðum alveg getað unnið þennan leik,“ sagði reynsluboltinn Hlynur Bæringsson eftir leik Íslands gegn Spánverjum í undankeppni HM í körfubolta í kvöld. „Náttúrulega hefðu ýmsir hlutir þurft að ganga upp hjá okkur, einhverjir hlutir sem við tókum sénsa á sem gengu kannski ekki alveg. En við fengum fullt af frammistöðum fyrir leikinn á móti Georgíu sem er aðalleikurinn. Tryggvi sýnir hvað hann er frábær og Jón Axel líka. Þeir voru alveg á pari við alla Spánverjana hér í kvöld þessir tveir. Hjálmar kemur inn og grípur tækifærið og sýnir að hann geti verið í þessu hlutverki, hávaxinn, með langar hendur og góður varnarmaður. Það er gott að hafa svoleiðis menn og það var alveg margt jákvætt.“ Leikurinn í kvöld var merkilegur fyrir Hlyn fyrir þær sakir að þetta var hans fyrsti leikur með landsliðinu í að verða fjögur ár. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019, en dustaði rykið af þeim eftir símtal frá Craig Pedersen, þjálfara liðsins. „Mér leið bara furðuvel. Í einvígjum og öllu því fannst mér ganga bara ágætlega. Ég þurfti heldur ekki að hafa áhyggjur af því að vera of lengi inná og það er eitthvað sem gerist bara með aldrinum að þú endist ekki eins lengi. En það er allt í lagi og ég reyndi bara að gera mitt besta. Ég hefði viðljað setja eitt af þessum skotum sem ég tók, en það er ekki við það ráðið alltaf.“ „Ég vildi bara koma með þannig hugarfari að ég vildi bara gera mitt besta. Ég var bara tilbúinn að koma aðeins og hvíla Tryggva og koma með öðruvísi vídd. Það vita það allir að við viljum hafa hann sem allra mest inná, en þessar fáu mínútur sem hann þarf að hvíla, ef þeim vantar þetta þá bara geri ég það.“ Þá fór Hlynur einnig stuttlega yfir leik spænska liðsins, sem er ógnarsterkt þrátt fyrir að stilla upp hálfgerðu varaliði í leik kvöldsins. „Þeir spila mjög aggresívt út á bakverðina okkar og loka alveg á okkur. En þó að það vanti mikið í þetta spænska lið þá vantar auðvitað töluvert í okkar lið líka. Þessi þjóð er bara mikil körfuboltaþjóð og með mikla breidd. Þetta eru allt strákar sem eru að spila í mörgum af betri liðum Spánar og þeim flokki.“ „Það er ekkert auðvelt og þú fattar í svona leik að ef þú ert aðeins of lengi að taka boltann upp ertu blokkaður og ef þú tekur ekki skotið þitt strax þá hefurðu ekki tíma. Það er alls staðar minni tími til að gera allt miðað við annars staðar. Ef þú nýtir ekki þessar litlu glufur þá geturðu litið illa út.“ Að lokum var Hlynur spurður stuttlega út í næsta leik Íslands þegar liðið fer til Georgíu og mætir þar heimamönnum næstkomandi sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. Hann segir að leikurinn í kvöld sé nokkuð gott veganesti í þann leik. „Ég er allt í lagi sáttur við margt. Þetta hefði ekki þurft að enda í tuttugu [stiga tapi] og það var alveg augnablik þar sem var tíu stiga munur og Hilmar tekur tvö skot sem hefðu getað snúið þessu okkur í hag.“ „En þetta er alls ekkert alslæmt, en auðvitað hefðum við getað gert betur. Hins vegar var öll okkar rótering, hvernig liðinu var stillt upp og undirbúningurinn þannig, og það er ekkert leyndarmál, að hugurinn er meira við Georgíuleikinn. Það er svoleiðis. við förum bara í Kákasusfjöllin og klárum þetta,“ sagði Hlynur að lokum. Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Tryggvi Þór Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 23:04 „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
„Náttúrulega hefðu ýmsir hlutir þurft að ganga upp hjá okkur, einhverjir hlutir sem við tókum sénsa á sem gengu kannski ekki alveg. En við fengum fullt af frammistöðum fyrir leikinn á móti Georgíu sem er aðalleikurinn. Tryggvi sýnir hvað hann er frábær og Jón Axel líka. Þeir voru alveg á pari við alla Spánverjana hér í kvöld þessir tveir. Hjálmar kemur inn og grípur tækifærið og sýnir að hann geti verið í þessu hlutverki, hávaxinn, með langar hendur og góður varnarmaður. Það er gott að hafa svoleiðis menn og það var alveg margt jákvætt.“ Leikurinn í kvöld var merkilegur fyrir Hlyn fyrir þær sakir að þetta var hans fyrsti leikur með landsliðinu í að verða fjögur ár. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2019, en dustaði rykið af þeim eftir símtal frá Craig Pedersen, þjálfara liðsins. „Mér leið bara furðuvel. Í einvígjum og öllu því fannst mér ganga bara ágætlega. Ég þurfti heldur ekki að hafa áhyggjur af því að vera of lengi inná og það er eitthvað sem gerist bara með aldrinum að þú endist ekki eins lengi. En það er allt í lagi og ég reyndi bara að gera mitt besta. Ég hefði viðljað setja eitt af þessum skotum sem ég tók, en það er ekki við það ráðið alltaf.“ „Ég vildi bara koma með þannig hugarfari að ég vildi bara gera mitt besta. Ég var bara tilbúinn að koma aðeins og hvíla Tryggva og koma með öðruvísi vídd. Það vita það allir að við viljum hafa hann sem allra mest inná, en þessar fáu mínútur sem hann þarf að hvíla, ef þeim vantar þetta þá bara geri ég það.“ Þá fór Hlynur einnig stuttlega yfir leik spænska liðsins, sem er ógnarsterkt þrátt fyrir að stilla upp hálfgerðu varaliði í leik kvöldsins. „Þeir spila mjög aggresívt út á bakverðina okkar og loka alveg á okkur. En þó að það vanti mikið í þetta spænska lið þá vantar auðvitað töluvert í okkar lið líka. Þessi þjóð er bara mikil körfuboltaþjóð og með mikla breidd. Þetta eru allt strákar sem eru að spila í mörgum af betri liðum Spánar og þeim flokki.“ „Það er ekkert auðvelt og þú fattar í svona leik að ef þú ert aðeins of lengi að taka boltann upp ertu blokkaður og ef þú tekur ekki skotið þitt strax þá hefurðu ekki tíma. Það er alls staðar minni tími til að gera allt miðað við annars staðar. Ef þú nýtir ekki þessar litlu glufur þá geturðu litið illa út.“ Að lokum var Hlynur spurður stuttlega út í næsta leik Íslands þegar liðið fer til Georgíu og mætir þar heimamönnum næstkomandi sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. Hann segir að leikurinn í kvöld sé nokkuð gott veganesti í þann leik. „Ég er allt í lagi sáttur við margt. Þetta hefði ekki þurft að enda í tuttugu [stiga tapi] og það var alveg augnablik þar sem var tíu stiga munur og Hilmar tekur tvö skot sem hefðu getað snúið þessu okkur í hag.“ „En þetta er alls ekkert alslæmt, en auðvitað hefðum við getað gert betur. Hins vegar var öll okkar rótering, hvernig liðinu var stillt upp og undirbúningurinn þannig, og það er ekkert leyndarmál, að hugurinn er meira við Georgíuleikinn. Það er svoleiðis. við förum bara í Kákasusfjöllin og klárum þetta,“ sagði Hlynur að lokum.
Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir „Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Tryggvi Þór Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 23:04 „Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51 „Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22 Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
„Erum búnir að smella vel saman fyrir næsta leik“ Tryggvi Þór Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að liðið geti tekið margt jákvætt með sér úr tapinu gegn Spánverjum í kvöld í leikinn mikilvæga gegn Georgíumönnum næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 23:04
„Við erum fullir sjálfstrausts“ „Tifinningin í leiknum er bara að við duttum á þeirra plan. Þeir eru skipulagðir, vilja spila hægt og lemja á veikleikunum endalaust. Sagði Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir 19 stiga tap gegn Spánverjum í kvöld. 23. febrúar 2023 22:51
„Þurfum að hitta meira en þremur af 26 til að hanga í Spánverjum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gat verið nokkuð stoltur af sínu liði þrátt fyrir 19 stiga tap gegn heims- og Evrópumeisturum Spánar í kvöld. 23. febrúar 2023 22:22
Umfjöllun: Ísland - Spánn 61-80 | Fínt veganesti í leikinn mikilvæga Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola 19 stiga tap er liðið tók á móti heims- og Evrópumeisturum Spánar í undankeppni HM í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 61-80, en íslenska liðið mætir Georgíu ytra í mun mikilvægari leik næstkomandi sunnudag. 23. febrúar 2023 21:32
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum