Hamrén undrandi á óánægðum leikmönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2023 10:31 Erik Hamrén er með vindinn í fangið hjá Álaborg. getty/Lars Ronbog Erik Hamrén, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, kveðst undrandi á óánægju leikmanna Álaborgar, danska úrvalsdeildarliðsins sem hann hefur þjálfað frá því síðasta haust. Ekstra Bladet greindi frá því að leikmenn Álaborgar væru ósáttir við Hamrén og hefðu deilt þeirri skoðun sinni með stjórnarformanni félagsins, Thomas Bælum. Gagnrýnin snerist um slakar æfingar, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Álaborg er í þrettánda og næstneðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig, átta stigum frá 12. sætinu. Í samtali við bold.dk kvaðst Hamrén hissa á ósáttum leikmönnum Álaborgar. Hann sé þó ýmsu vanur eftir langan feril. „Ég verð að segja að ég er hissa og líka áhyggjufullur. En ekki vegna þess að ég þekki þetta ekki. Ég hef verið svo lengi í þessu. Það eru ósáttir leikmenn í öllum liðum, jafnvel þeim sem gengur vel. Þú verður að lifa með því,“ sagði Hamrén. „Við verðum að takast á við það í okkar röðum. Við verðum að geta hafst ólíkar skoðanir ef þær gera okkur betri. En það er ekki jákvætt að þær brjótist út með öðrum hætti og vegna þess hef ég áhyggjur.“ Hamrén þjálfaði Álaborg á árunum 2004-08 og gerði liðið meðal annars að dönskum meisturum 2008. Hann tók aftur við því í september síðastliðnum. Gengið síðan þá hefur ekki verið upp á marga fiska og Álaborg aðeins unnið þrjá leiki af tólf undir stjórn Svíans. Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma íslenska liðinu á EM 2021. Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Ekstra Bladet greindi frá því að leikmenn Álaborgar væru ósáttir við Hamrén og hefðu deilt þeirri skoðun sinni með stjórnarformanni félagsins, Thomas Bælum. Gagnrýnin snerist um slakar æfingar, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Álaborg er í þrettánda og næstneðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig, átta stigum frá 12. sætinu. Í samtali við bold.dk kvaðst Hamrén hissa á ósáttum leikmönnum Álaborgar. Hann sé þó ýmsu vanur eftir langan feril. „Ég verð að segja að ég er hissa og líka áhyggjufullur. En ekki vegna þess að ég þekki þetta ekki. Ég hef verið svo lengi í þessu. Það eru ósáttir leikmenn í öllum liðum, jafnvel þeim sem gengur vel. Þú verður að lifa með því,“ sagði Hamrén. „Við verðum að takast á við það í okkar röðum. Við verðum að geta hafst ólíkar skoðanir ef þær gera okkur betri. En það er ekki jákvætt að þær brjótist út með öðrum hætti og vegna þess hef ég áhyggjur.“ Hamrén þjálfaði Álaborg á árunum 2004-08 og gerði liðið meðal annars að dönskum meisturum 2008. Hann tók aftur við því í september síðastliðnum. Gengið síðan þá hefur ekki verið upp á marga fiska og Álaborg aðeins unnið þrjá leiki af tólf undir stjórn Svíans. Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma íslenska liðinu á EM 2021.
Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira