Fleiri kvikmyndir úr Miðgarði á leiðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 08:37 Úr Hringadróttinssögu. Warner Bros. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. Fyrsta Hringadróttinssögu-kvikmyndin kom út árið 2001 og fylgdu tvær aðrar myndir árin eftir. Myndirnar eru byggðar á samnefndum bókum eftir enska rithöfundinn J. R. R. Tolkien sem komu út árið 1954 og 1955. Myndirnar vægast sagt slógu í gegn. Alls græddu þær þrjá milljarða dollara í miðasölum og hlutu samtals sautján Óskarsverðlaun. Síðasta myndin, Hilmir snýr heim, hlaut ellefu verðlaun á hátíðinni og deilir meti yfir flest verðlaun með Titanic og Ben-Hur. Árin 2012 til 2014 voru síðan gerðar þrjár kvikmyndir um hobbitann Bilbo Baggins og áttu að gerast sextíu árum fyrir Hringadróttinssögu. Í gær tilkynnti David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery að búið sé að semja um að framleiða fjölda kvikmynda sem byggðar eru á bókum Tolkien. Enginn kvikmyndagerðarmaður eða leikstjóri hefur verið orðaður við verkefnið en Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu og Hobbita-kvikmyndanna, segist hafa fengið að fylgjast með samningsferlinu. „Við hlökkum til að ræða frekar við þau og heyra þeirra sýn á hvernig verkefnið á að þróast,“ hefur Variety eftir Jackson og Fran Walsh og Philippa Boyens sem framleiddu myndirnar með Jackson. Á síðasta ári framleiddi Amazon þáttaröðina Lord of the Rings: The Rings of Power, og gerist einnig í sama heimi og myndirnar sem byggðar eru á bókum Tolkien. Næsta þáttaröð er talin vera frumsýnd árið 2024. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Fyrsta Hringadróttinssögu-kvikmyndin kom út árið 2001 og fylgdu tvær aðrar myndir árin eftir. Myndirnar eru byggðar á samnefndum bókum eftir enska rithöfundinn J. R. R. Tolkien sem komu út árið 1954 og 1955. Myndirnar vægast sagt slógu í gegn. Alls græddu þær þrjá milljarða dollara í miðasölum og hlutu samtals sautján Óskarsverðlaun. Síðasta myndin, Hilmir snýr heim, hlaut ellefu verðlaun á hátíðinni og deilir meti yfir flest verðlaun með Titanic og Ben-Hur. Árin 2012 til 2014 voru síðan gerðar þrjár kvikmyndir um hobbitann Bilbo Baggins og áttu að gerast sextíu árum fyrir Hringadróttinssögu. Í gær tilkynnti David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery að búið sé að semja um að framleiða fjölda kvikmynda sem byggðar eru á bókum Tolkien. Enginn kvikmyndagerðarmaður eða leikstjóri hefur verið orðaður við verkefnið en Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu og Hobbita-kvikmyndanna, segist hafa fengið að fylgjast með samningsferlinu. „Við hlökkum til að ræða frekar við þau og heyra þeirra sýn á hvernig verkefnið á að þróast,“ hefur Variety eftir Jackson og Fran Walsh og Philippa Boyens sem framleiddu myndirnar með Jackson. Á síðasta ári framleiddi Amazon þáttaröðina Lord of the Rings: The Rings of Power, og gerist einnig í sama heimi og myndirnar sem byggðar eru á bókum Tolkien. Næsta þáttaröð er talin vera frumsýnd árið 2024.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein