Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 08:54 Vladímír Pútín með XI Jinping, forseta Kína, þegar þeir hittust örfáum vikum áður en Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar í fyrra. Á fundinum ítrekuðu þeir vinasamband ríkjanna. AP/Alexei Druzhinin/Spútnik Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum á ársafmæli innrásarinnar í dag. Washington Post segir að hún endurspegli að mestu afstöðu Kínverja til átakanna sem þeir hafi látið í ljós áður en hún bendi til þess að þeir vilji með henni draga úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að þeir ætli að útvega Rússum vopn. Kallað er eftir vopnahléi og friðarviðræðum í kínversku áætlunni. Forsenda þeirra sé aftur á móti að Bandaríkin og Evrópuríki aflétti refsiaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar. Markmið refsiaðgerðanna er að takmarka getu Rússa til þess að há stríð í Úkraínu. Saka Kínverjar vesturveldin um að „misnota einhliða refsiaðgerðir“ sem vopn gegn Rússlandi. Aðrir ábyrgir fyrir ákvörðun Pútíns Kínverjar taka að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa í áætluninni. Þannig eigi NATO-ríki að bera ábyrgð á því að Vladímír Pútín ákvað að ráðast á Úkraínu með því að löndum á sögulegu áhrifasvæði Rússa að ganga í varnarbandalagið. „Öryggi svæðisins ætti ekki að ná með því að styrkja eða þenja út hernaðarblokkir,“ segir í áætluninni. Pútín krafðist þess að Úkraína fengi ekki að ganga í NATO fyrir innrásina. Áætlunin gerir ráð fyrir að fullveldi allra ríkja verði virt. AP-fréttastofan segir að ekki komi þó fram hvað þýði í reynd fyrir Úkraínu og þau landsvæði sem Rússar hafa sölsað undir sig frá því að þeir innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014. Sátu hjá þegar loka innrásarinnar var krafist Bandaríkjastjórn hefur sagt hafa upplýsingar um að Kínverjar íhugi nú að útvega Rússum vopn en þeir hafi fram að þessu látið sér nægja að styðja þá með öðrum hætti. Stjórnvöld í Beijing kalla þær ásakanir „rógburð“. Kínastjórn lýsir sér sem hlutlausri gagnvart átökunum. Hún hefur þó komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi innrásina. Kína var jafnframt eitt 32 ríkja sem sátu hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði um að krefjast þess að rússneskir hermenn hverfi nú þegar frá Úkraínu í gær. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn henni, að Rússlandi meðtöldu, en 141 með henni. Ríkin sem greiddu atkvæði á móti voru Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Erítrea, Malí, Níkaragva og Sýrland, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk Kína voru Indland, Íran og Suður-Afríku í hópi ríkjanna sem sátu hjá. Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Kínverska utanríkisráðuneytið lagði fram friðaráætlun í tólf liðum á ársafmæli innrásarinnar í dag. Washington Post segir að hún endurspegli að mestu afstöðu Kínverja til átakanna sem þeir hafi látið í ljós áður en hún bendi til þess að þeir vilji með henni draga úr áhyggjum vestrænna ríkja af því að þeir ætli að útvega Rússum vopn. Kallað er eftir vopnahléi og friðarviðræðum í kínversku áætlunni. Forsenda þeirra sé aftur á móti að Bandaríkin og Evrópuríki aflétti refsiaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að ástandið versni enn frekar. Markmið refsiaðgerðanna er að takmarka getu Rússa til þess að há stríð í Úkraínu. Saka Kínverjar vesturveldin um að „misnota einhliða refsiaðgerðir“ sem vopn gegn Rússlandi. Aðrir ábyrgir fyrir ákvörðun Pútíns Kínverjar taka að mörgu leyti undir umkvartanir Rússa í áætluninni. Þannig eigi NATO-ríki að bera ábyrgð á því að Vladímír Pútín ákvað að ráðast á Úkraínu með því að löndum á sögulegu áhrifasvæði Rússa að ganga í varnarbandalagið. „Öryggi svæðisins ætti ekki að ná með því að styrkja eða þenja út hernaðarblokkir,“ segir í áætluninni. Pútín krafðist þess að Úkraína fengi ekki að ganga í NATO fyrir innrásina. Áætlunin gerir ráð fyrir að fullveldi allra ríkja verði virt. AP-fréttastofan segir að ekki komi þó fram hvað þýði í reynd fyrir Úkraínu og þau landsvæði sem Rússar hafa sölsað undir sig frá því að þeir innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014. Sátu hjá þegar loka innrásarinnar var krafist Bandaríkjastjórn hefur sagt hafa upplýsingar um að Kínverjar íhugi nú að útvega Rússum vopn en þeir hafi fram að þessu látið sér nægja að styðja þá með öðrum hætti. Stjórnvöld í Beijing kalla þær ásakanir „rógburð“. Kínastjórn lýsir sér sem hlutlausri gagnvart átökunum. Hún hefur þó komið í veg fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi innrásina. Kína var jafnframt eitt 32 ríkja sem sátu hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði um að krefjast þess að rússneskir hermenn hverfi nú þegar frá Úkraínu í gær. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn henni, að Rússlandi meðtöldu, en 141 með henni. Ríkin sem greiddu atkvæði á móti voru Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Erítrea, Malí, Níkaragva og Sýrland, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk Kína voru Indland, Íran og Suður-Afríku í hópi ríkjanna sem sátu hjá.
Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ár eyðileggingar og hörmunga Ár er liðið frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu. Á þessum degi í fyrra lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússar væru að hefja „sértæka hernaðaraðgerð í Úkraínu. 24. febrúar 2023 06:00