Taka lítið mark á yfirlýsingu Rússa um innrás Úkraínumanna Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2023 10:48 Maia Sandu, forseti Moldóvu, hefur varað við því að Rússar hafi ætlað að fremja valdarán í Moldóvu. AP/Aurel Obreja Ríkisstjórn Moldóvu gefur lítið fyrir ásakanir Varnarmálaráðuneytis Rússlands um að Úkraínumenn ætli sér að gera innrás í Transnistríu, hérað í Moldóvu þar sem rússneski herinn er með viðveru. Rússar hafa haldið því fram að úkraínskir hermenn, klæddir eins og Rússar, ætli að sviðsetja einhvers konar ögrun sem Úkraínumenn ætli að nota sem átyllu til innrásar. „Herafli rússneska sambandsríkisins mun bregðast við öllum ögrunum Úkraínu með viðeigandi hætti,“ sagði í yfirlýsingu Varnarmálaráðuneytisins. Embættismenn í Moldóvu segja þetta þvætting en þeir hafa um nokkuð skeið varað við því að Rússar hafi ætlað að framkvæma valdarán í ríkinu. BBC hefur eftir Valeriu Mija, innanríkisráðherra Moldóvu, að yfirlýsing Varnarmálaráðuneytis Rússlands sé liður í blönduðum hernaði gegn Moldóvu. Innrás Rússa í Úkraínu hefur reynt mjög á Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu og á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu. Moldóva hlaut á síðasta ári stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi hafa frá árinu 1992 farið með völd í einu héraði Moldóvu sem kallast Transnistría. Þetta hérað er á landamærum Moldóvu og Úkraínu og þegar Rússar réðust upprunalega inn í Úkraínu í fyrra var útlit fyrir að eitt að markmiðum þeirra væri að tryggja landbrú til Transnistríu, þar sem Rússar hafa um árabilið verið með nokkur hundruð hermenn. Sjá einnig: Varar við að Rússar hyggi á valdarán Í frétt Reuters er vitnað í rússneska ríkismiðla þar sem því er haldið fram að ráðamenn á Vesturlöndum hafi skipað ríkisstjórn Moldóvu að slíta á öll samskipti við yfirvöld í Transnistríu. Ríkisstjórn Moldóvu hefur kallað eftir ró en segist tilbúin til að bregðast við öllum aðgerðum Rússa. Moldóva Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
„Herafli rússneska sambandsríkisins mun bregðast við öllum ögrunum Úkraínu með viðeigandi hætti,“ sagði í yfirlýsingu Varnarmálaráðuneytisins. Embættismenn í Moldóvu segja þetta þvætting en þeir hafa um nokkuð skeið varað við því að Rússar hafi ætlað að framkvæma valdarán í ríkinu. BBC hefur eftir Valeriu Mija, innanríkisráðherra Moldóvu, að yfirlýsing Varnarmálaráðuneytis Rússlands sé liður í blönduðum hernaði gegn Moldóvu. Innrás Rússa í Úkraínu hefur reynt mjög á Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu og á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu. Moldóva hlaut á síðasta ári stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi hafa frá árinu 1992 farið með völd í einu héraði Moldóvu sem kallast Transnistría. Þetta hérað er á landamærum Moldóvu og Úkraínu og þegar Rússar réðust upprunalega inn í Úkraínu í fyrra var útlit fyrir að eitt að markmiðum þeirra væri að tryggja landbrú til Transnistríu, þar sem Rússar hafa um árabilið verið með nokkur hundruð hermenn. Sjá einnig: Varar við að Rússar hyggi á valdarán Í frétt Reuters er vitnað í rússneska ríkismiðla þar sem því er haldið fram að ráðamenn á Vesturlöndum hafi skipað ríkisstjórn Moldóvu að slíta á öll samskipti við yfirvöld í Transnistríu. Ríkisstjórn Moldóvu hefur kallað eftir ró en segist tilbúin til að bregðast við öllum aðgerðum Rússa.
Moldóva Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira