Lífið

Okkar eigið Ís­land: Eitt fal­legasta fjall landsins falið á há­lendinu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Félagarnir urðu agndofa yfir útsýninu.
Félagarnir urðu agndofa yfir útsýninu. VÍSIR/GARPUR I. ELÍSABETARSON

Í þriðja þætti af Okkar Eigið Ísland fara þeir Garpur og Andri í ferðalag yfir hálendi landsins. Þeir keyra hin fallega fjallaveg sem kallast F210 sem leiðir þá yfir fallegt hálendið og nátturuperlur og enda hjá Mælifelli, sem er eitt allra fallegasta fjall landsins. 

Þó fjallið sé ekki hátt í loftinu, þá stendur þetta mosagræna fell á kolsvörtum Mælifellsandi og tekur bara nokkrar mínutur að labba upp hlíðarnar. Þar er svo stórkostlegt útsýni, sem er erfitt að lýsa í orðum en sjón er sögu ríkari:

Klippa: Okkar eigið Ísland - Mælifell

Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir af ævintýrinu.

VÍSIR/GARPUR I. ELÍSABETARSON
VÍSIR/GARPUR I. ELÍSABETARSON
VÍSIR/GARPUR I. ELÍSABETARSON

Garpur og Andri heimsóttu íshellana í Kötlujökli í síðasta þætti sem hægt er að horfa á hér að neðan.

Í fyrsta þætti Okkar eigið Ísland fóru þeir félagarnir í leiðangur upp Hraundranga í Öxnadal á einn frægasta tind landsins.


Tengdar fréttir

Undra­ver­öld Kötlu­jökuls, ís­hellar og ævin­týri

Í öðrum þætti af Okkar eigið Ísland fer Garpur með Andra og sýnir honum íshellana í Kötlujökli. Hellirinn er mjög aðgengilegur og nær höfuðborginni en flest svona ævintýri. Andri hefur aldrei séð íshelli áður og má segja að upplifun hans svíki engan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.