Fjölskylda Potter hefur fengið morðhótanir frá reiðum stuðningsmönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 09:01 Það hefur verið bras á lærisveinum Graham Potter hjá Chelsea síðustu vikurnar. Vísir/Getty Graham Potter greindi frá því á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag að hann og fjölskylda hans hafi fengið morðhótanir frá reiðum stuðningsmönnum vegna slaks gengis liðsins. Chelsea mætir Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum og töpuðu meðal annars fyrir botnliði Southampton í síðustu umferð. Graham Potter tók við þjálfun Chelsea í haust eftir að Þjóðverjanum Thomas Tuchel var sagt upp störfum. Potter hefur heldur betur fengið að versla leikmenn því Chelsea hefur eytt mest allra liða í heiminum síðustu mánuði og keypti meðal annars átta nýja leikmenn í janúarmánuði fyrir nokkur hundruð milljónir punda. Argentínumaðurinn Enzo Fernandez er einn þeirra sem Chelsea keypti í janúar en hann er dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Vísir/Getty Potter var á blaðamannafundi í gær í tilefni leiksins við Tottenham á sunnudag og þar greindi hann frá því að hann og fjölskylda hans hefðu fengið morðhótanir að undanförnu. „Ég hef fengið nokkra miður skemmtilega tölvupósta, þeir vilja að ég deyi. Það er augljóslega ekki gaman að fá slíka pósta,“ sagði Potter en Chelsea hefur sagt að þeir hafi boðið Potter og fjölskyldu allan sinn stuðning. „Þið gætuð spurt fjölskyldu mína hvernig lífið hefur verið fyrir mig og þau. Það hefur alls ekki verið ánægjulegt.“ Hann segir að þegar úrslitin séu eins og þau hafi verið að undanförnu þá verði vissulega að taka á móti gagnrýni en hann sagði að hann myndi ekki láta hana brjóta sig niður. „Það er ekki þar með sagt að þetta sé auðvelt. Fjölskyldulífið situr á hakanaum, andlegu heilsunni hrakar og persónuleikanum. Þetta er erfitt,“ sagði Potter og bætti við að stuðningsmennirnir væru í fullum rétti að vera reiðir. „Þú spyrð hvort þetta sé erfitt, já þetta er erfitt. Þú þjáist, þú kemst í uppnám. Þegar maður er með fjölskyldunni þá sýnir maður alvöru tilfinningar. En heimurinn er erfiður. Við erum að fara í gegnum orkukrísu og krísu vegna kostnaðar fyrir heimilin. Fólk er í verkfalli aðra hverja viku. Enginn vill heyra um greyið þjálfarann í ensku úrvalsdeildinni.“ Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Chelsea mætir Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Gengi Chelsea hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu vikur og liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum í öllum keppnum og töpuðu meðal annars fyrir botnliði Southampton í síðustu umferð. Graham Potter tók við þjálfun Chelsea í haust eftir að Þjóðverjanum Thomas Tuchel var sagt upp störfum. Potter hefur heldur betur fengið að versla leikmenn því Chelsea hefur eytt mest allra liða í heiminum síðustu mánuði og keypti meðal annars átta nýja leikmenn í janúarmánuði fyrir nokkur hundruð milljónir punda. Argentínumaðurinn Enzo Fernandez er einn þeirra sem Chelsea keypti í janúar en hann er dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.Vísir/Getty Potter var á blaðamannafundi í gær í tilefni leiksins við Tottenham á sunnudag og þar greindi hann frá því að hann og fjölskylda hans hefðu fengið morðhótanir að undanförnu. „Ég hef fengið nokkra miður skemmtilega tölvupósta, þeir vilja að ég deyi. Það er augljóslega ekki gaman að fá slíka pósta,“ sagði Potter en Chelsea hefur sagt að þeir hafi boðið Potter og fjölskyldu allan sinn stuðning. „Þið gætuð spurt fjölskyldu mína hvernig lífið hefur verið fyrir mig og þau. Það hefur alls ekki verið ánægjulegt.“ Hann segir að þegar úrslitin séu eins og þau hafi verið að undanförnu þá verði vissulega að taka á móti gagnrýni en hann sagði að hann myndi ekki láta hana brjóta sig niður. „Það er ekki þar með sagt að þetta sé auðvelt. Fjölskyldulífið situr á hakanaum, andlegu heilsunni hrakar og persónuleikanum. Þetta er erfitt,“ sagði Potter og bætti við að stuðningsmennirnir væru í fullum rétti að vera reiðir. „Þú spyrð hvort þetta sé erfitt, já þetta er erfitt. Þú þjáist, þú kemst í uppnám. Þegar maður er með fjölskyldunni þá sýnir maður alvöru tilfinningar. En heimurinn er erfiður. Við erum að fara í gegnum orkukrísu og krísu vegna kostnaðar fyrir heimilin. Fólk er í verkfalli aðra hverja viku. Enginn vill heyra um greyið þjálfarann í ensku úrvalsdeildinni.“
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira