Sundföt leyfð í nektarnýlendu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. febrúar 2023 16:15 Húsfélagið hafði ráðið öryggisverði til að halda fólki í fötum frá sundlaugargörðunum. Getty/Jens Büttner Hæstiréttur Spánar hefur bannað húsfélagi nektarnýlendu á Suður-Spáni að meina fólki í sundfötum aðgang að sundlaugum hverfisins. Dómararnir telja bannið brot á jafnræðisreglunni. Húsfélagið hafði ráðið öryggisverði til að halda fólki í fötum frá sundlaugargörðunum. Það kann að koma mörgum á óvart en paradís nektarunnenda í Evrópu ku vera að finna í litlum bæ á Suður-Spáni. Nánar tiltekið í Vera í Almería-sýslu. Þar er til dæmis að finna eina „nektarhótel“ Spánar, og hér með er auglýst eftir betra orði yfir það fyrirbrigði. Þar eru allir allsberir frá kjallara upp í ris, á veitingastöðum, næturklúbbum og sundlaugum hótelsins, svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru margar strendur á þessu svæði fráteknar fyrir fólk sem vill sólbaða sig nakið. Í bænum er einnig að finna ein níu íbúðahverfi þar sem íbúar spranga um á Adams- og Evuklæðunum allan liðlangan daginn. Sumir búa þarna árið um kring en flestir fara þangað í nokkurra vikna sumarfríi. Öryggisverðir passa upp á nekt Eitt hverfið er þó undantekning frá nektarreglunni. Það heitir Nature World og verktakinn fór á hausinn í miðju byggingarferli. Því var brugðið á það ráð að selja hverjum sem kaupa vildi íbúðir í hverfinu. Upp úr því spratt sem sé blönduð byggð, það er að segja fólk í fötum og fólk án fata. Ný stjórn húsfélagsins fékk samþykkta þá reglu fyrir sex árum að fólk yrði að vera nakið við sundlaugar hverfisins, og ekki nóg með það heldur réði stjórnin öryggisverði til þess að halda fólki í sundskýlum, sundbolum og þaðan af efnismeiri klæðnaði frá sundlaugasvæðinu. Sundfatasinnar undu þessu ekki og eftir langan málarekstur sem rataði alla leið upp í Hæstarétt Spánar, höfðu þeir sigur og mega nú spranga um kappklæddir innan um þá strípuðu. Meðal annars með þeim rökum dómaranna að svona bann stríddi gegn jafnræðishugmyndinni og væri misrétti gagnvart þeim sem vildu baða sig í sundfötum. Næsta sumarfrí? Ismael Rodrigo, forseti Spænskra nektarsinna, sagði í samtali við fjölmiðla að þessi röksemdafærsla væri í meira lagi forvitnileg og fróðlegt væri að sjá hvort hún gengi í báðar áttir, þ.e.a.s. ef hinir nöktu færu að dúkka upp við sundlaugar sem ekki væru þeim ætlaðar. Fyrir áhugasama sem ekki hafa enn skipulagt sumarfríið sitt má nefna að frá Alicante-flugvelli til nektarnýlendunnar Vera er um tveggja klukkustunda akstur. Spánn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Það kann að koma mörgum á óvart en paradís nektarunnenda í Evrópu ku vera að finna í litlum bæ á Suður-Spáni. Nánar tiltekið í Vera í Almería-sýslu. Þar er til dæmis að finna eina „nektarhótel“ Spánar, og hér með er auglýst eftir betra orði yfir það fyrirbrigði. Þar eru allir allsberir frá kjallara upp í ris, á veitingastöðum, næturklúbbum og sundlaugum hótelsins, svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru margar strendur á þessu svæði fráteknar fyrir fólk sem vill sólbaða sig nakið. Í bænum er einnig að finna ein níu íbúðahverfi þar sem íbúar spranga um á Adams- og Evuklæðunum allan liðlangan daginn. Sumir búa þarna árið um kring en flestir fara þangað í nokkurra vikna sumarfríi. Öryggisverðir passa upp á nekt Eitt hverfið er þó undantekning frá nektarreglunni. Það heitir Nature World og verktakinn fór á hausinn í miðju byggingarferli. Því var brugðið á það ráð að selja hverjum sem kaupa vildi íbúðir í hverfinu. Upp úr því spratt sem sé blönduð byggð, það er að segja fólk í fötum og fólk án fata. Ný stjórn húsfélagsins fékk samþykkta þá reglu fyrir sex árum að fólk yrði að vera nakið við sundlaugar hverfisins, og ekki nóg með það heldur réði stjórnin öryggisverði til þess að halda fólki í sundskýlum, sundbolum og þaðan af efnismeiri klæðnaði frá sundlaugasvæðinu. Sundfatasinnar undu þessu ekki og eftir langan málarekstur sem rataði alla leið upp í Hæstarétt Spánar, höfðu þeir sigur og mega nú spranga um kappklæddir innan um þá strípuðu. Meðal annars með þeim rökum dómaranna að svona bann stríddi gegn jafnræðishugmyndinni og væri misrétti gagnvart þeim sem vildu baða sig í sundfötum. Næsta sumarfrí? Ismael Rodrigo, forseti Spænskra nektarsinna, sagði í samtali við fjölmiðla að þessi röksemdafærsla væri í meira lagi forvitnileg og fróðlegt væri að sjá hvort hún gengi í báðar áttir, þ.e.a.s. ef hinir nöktu færu að dúkka upp við sundlaugar sem ekki væru þeim ætlaðar. Fyrir áhugasama sem ekki hafa enn skipulagt sumarfríið sitt má nefna að frá Alicante-flugvelli til nektarnýlendunnar Vera er um tveggja klukkustunda akstur.
Spánn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira