Fyrirtækið segir í tilkynningu að ákveðið hafi verið að endurnýja ekki leigusamning verslunarinnar á Strikinu. Húsnæðið hafi verið orðið of lítið og óhagkvæmt fyrir reksturinn. Ráðist hafi verið í breytingarnar með staðsetningu, vöruúrval og stærð verslana í huga. Enn verður opið á Sværtegade 12.
„Í rauninni erum við bara aðeins að hagræða í rekstrinum hjá okkur. Við erum búin að opna aftur í Illum, við vorum með rekstur þarna fyrir Covid þannig að við opnuðum þar aftur. Í rauninni er þetta líka bara svolítið hvernig markaðurinn í Danmörku er - Illum er að styrkjast gríðarlega mikið.“
„Við sjáum líka teikn á lofti varðandi asíska markaðinn sem er að koma til baka og Illum hefur verið mjög sterkt og er í sókn,“ segir Aldís Arnardóttir, yfirmaður verslunarsviðs 66°Norður, í samtali við Vísi. Salan gangi vel, bæði í Illum og á Sværtegade.