Sextíu milljónir á ári fyrir næturstrætó Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. febrúar 2023 23:31 Strætó hætti að bjóða upp á þjónustuna í október á síðasta ári. Nú keyrir næturstrætóinn aðeins innan borgarmarkanna. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Næturstrætó er farinn aftur af stað eftir langt hlé. Fjórar leiðir aka úr miðborginni í úthverfi borgarinnar. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu milljónir á ári, að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs. Reykjavíkurborg gerði nýlega þjónustusamning við Strætó um að hefja akstur innan borgarinnar að næturlagi um helgar. Fjórar leiðir aka úr miðborginni samkvæmt tímaáætlun. Fyrsta ferðin var farin í fyrrinótt. Borgin greiðir allan kostnað Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að þjónustan hafi farið vel af stað: „Við alla vega fengum engar fréttir um annað frá stjórnstöðinni. Og stundum er það bara þannig að engar fréttir eru góðar fréttir þannig að ég held að þetta hafi bara gengið vel.“ Reykjavíkurborg greiðir allan kostnað af rekstri næturstrætós, sem að hennar sögn eru um sextíu milljónir króna á ári. Kostnaðurinn verði væntanlega minni í ár enda hófst þjónustan nú í lok febrúar. Borgin sagði í tilkynningu í vikunni að verið væri að svara ákalli um bættar samgöngur í miðborginni um helgar. „Þetta er mjög mikilvægt. Bæði upp á það að fólk geti komist hratt og örugglega heim, og með lægri tilkostnaði. Og líka af því að við erum með miðborgina þá skiptir okkur máli að það verði ekki of mikil uppsöfnun – það er öryggisatriði og það er upp á hávaða fyrir íbúa og fleira. En það er fyrst og fremst öryggisatriði og til að bjóða upp á þjónustu sem fólk greinilega vill fá,“ segir Alexandra. Þjónustan vonandi komin til að vera Næturstrætóinn sneri aftur í byrjun júlí árið 2022 eftir tveggja ára hlé. Boðið var upp á þjónustuna fram í október sama ár, þar til tekin var ákvörðun um að hætta, þegar ljóst var að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. Ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja akstur að nýju og ákvað borgin því að taka á sig kostnað vegna þjónustunnar. Alexandra segir að þjónustan sé vonandi komin til að vera. „Hún verður að vera það. Það er líka þannig með svona þjónustu að ef hún er alltaf að hætta og byrja aftur þá treystir fólk ekki á hana og notar hana ekki. Þannig að við verðum að halda þessu gangandi, það er bara eins og það er. Og ég sé ekki að við séum að fara að hætta þessu að fyrra bragði.“ Strætó Reykjavík Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57 Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Reykjavíkurborg gerði nýlega þjónustusamning við Strætó um að hefja akstur innan borgarinnar að næturlagi um helgar. Fjórar leiðir aka úr miðborginni samkvæmt tímaáætlun. Fyrsta ferðin var farin í fyrrinótt. Borgin greiðir allan kostnað Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að þjónustan hafi farið vel af stað: „Við alla vega fengum engar fréttir um annað frá stjórnstöðinni. Og stundum er það bara þannig að engar fréttir eru góðar fréttir þannig að ég held að þetta hafi bara gengið vel.“ Reykjavíkurborg greiðir allan kostnað af rekstri næturstrætós, sem að hennar sögn eru um sextíu milljónir króna á ári. Kostnaðurinn verði væntanlega minni í ár enda hófst þjónustan nú í lok febrúar. Borgin sagði í tilkynningu í vikunni að verið væri að svara ákalli um bættar samgöngur í miðborginni um helgar. „Þetta er mjög mikilvægt. Bæði upp á það að fólk geti komist hratt og örugglega heim, og með lægri tilkostnaði. Og líka af því að við erum með miðborgina þá skiptir okkur máli að það verði ekki of mikil uppsöfnun – það er öryggisatriði og það er upp á hávaða fyrir íbúa og fleira. En það er fyrst og fremst öryggisatriði og til að bjóða upp á þjónustu sem fólk greinilega vill fá,“ segir Alexandra. Þjónustan vonandi komin til að vera Næturstrætóinn sneri aftur í byrjun júlí árið 2022 eftir tveggja ára hlé. Boðið var upp á þjónustuna fram í október sama ár, þar til tekin var ákvörðun um að hætta, þegar ljóst var að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. Ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja akstur að nýju og ákvað borgin því að taka á sig kostnað vegna þjónustunnar. Alexandra segir að þjónustan sé vonandi komin til að vera. „Hún verður að vera það. Það er líka þannig með svona þjónustu að ef hún er alltaf að hætta og byrja aftur þá treystir fólk ekki á hana og notar hana ekki. Þannig að við verðum að halda þessu gangandi, það er bara eins og það er. Og ég sé ekki að við séum að fara að hætta þessu að fyrra bragði.“
Strætó Reykjavík Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57 Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57
Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09