Höfundur Dilberts segir orðspor sitt í rúst Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2023 11:16 Dilbert (t.v.) með skapara sínum, Scott Adams árið 2006. Adams hefur hneigst til hægriöfgahyggju á síðustu árum og fælt gamla aðdáendur frá sér. AP/Marcio José Sánchez Scott Adams, höfundur teiknimyndaseríunnar Dilberts, segir orðspor sitt í rúst og að hann sjái fram á að missa meirihluta tekna sinna í þessari viku eftir að útgefendur hundraða dagblaða ákváðu að hætta að birta seríuna. Ástæðan er rasískur reiðilestur Adams um svart fólk. Útgefendur hundruð dagblaða í Bandaríkjunum ákváðu að hætta að birta sögurnar um Dilbert í kjölfar myndbands sem Adams birti á Youtube í síðustu viku. Í því lýsti hann blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt saman við að sælda. Hvítt fólk ætti að halda sig fjarri svörtum. Ummæli Adams byggðust á skoðanakönnun þar sem rétt rúmur helmingur svartra svarenda sagði það „í lagi að vera hvítur“. Túlkaði Adams niðurstöðurnar sem svo að tæpum helmingi allra blökkumanna væri í nöp við hvítt fólk. Hlutfall svartra sem sagði það ekki í lagi að vera hvítur var 27 prósent, en 22 prósent hjá öllum svarendum könnunarinnar. Teiknimyndirnar um Dilbert hafa notið mikilla vinsælda og birst í dagblöðum um allan heim undanfarna áratugi. Síðustu árin hefur Adams þó gert marga fyrrum aðdáendur sína fráhverfa sér með sífellt öfgafyllri yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Darrin Bell, fyrsti blökkumaðurinn til þess að vinna til Pulitzer-blaðamannaverðlauna fyrir pólitískar skopmyndir, sagði Adams til skammar. „Rasismi hans er ekki stakt dæmi á meðal myndasagnahöfunda,“ sagði Bell sem er höfundur Candorville. Allir ættu að vera rasískir þegar það hentar Adams dýpkaði gröf sína enn frekar í nýju myndbandi á Youtube í gær þar sem hann sagði fyrri ummæli sín tekin úr samhengi. Einstaklingar ættu að vera rasískir hvenær sem það gagnaðist þeim. Hann virtist þó átta sig á því að hann hefði mögulega valdið óbætanlegu tjóni á starfsferli sínum „Meirihluti tekna minna verður horfinn í næstu viku. Orðspor mitt það sem eftir er ævinnar er í rúst. Maður kemur ekki til baka eftir þetta, ekki satt? Það er engin leið til að koma til baka eftir þetta,“ sagði Adams sem sakaði dagblaðaútgefendur um að „slaufa“ sér. Í skilaboðum til blaðamanns Washington Post, sem er einnig hætt að birta Dilbert vegna ummælanna, sagði Adams að fjöldi fólks væri reiður en að hann hefði ekki séð neinn sem væri ósammála sér, að minnsta kosti engum sem sá ummælin í samhengi. „Sumir efuðust um gögnin í skoðanakönnuninni. Það er gildur punktur,“ sagði Adams sem átti von á að Dilbert birtist ekki lengur í neinu bandarísku dagblaði eftir helgi. Bókmenntir Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira
Útgefendur hundruð dagblaða í Bandaríkjunum ákváðu að hætta að birta sögurnar um Dilbert í kjölfar myndbands sem Adams birti á Youtube í síðustu viku. Í því lýsti hann blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt saman við að sælda. Hvítt fólk ætti að halda sig fjarri svörtum. Ummæli Adams byggðust á skoðanakönnun þar sem rétt rúmur helmingur svartra svarenda sagði það „í lagi að vera hvítur“. Túlkaði Adams niðurstöðurnar sem svo að tæpum helmingi allra blökkumanna væri í nöp við hvítt fólk. Hlutfall svartra sem sagði það ekki í lagi að vera hvítur var 27 prósent, en 22 prósent hjá öllum svarendum könnunarinnar. Teiknimyndirnar um Dilbert hafa notið mikilla vinsælda og birst í dagblöðum um allan heim undanfarna áratugi. Síðustu árin hefur Adams þó gert marga fyrrum aðdáendur sína fráhverfa sér með sífellt öfgafyllri yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Darrin Bell, fyrsti blökkumaðurinn til þess að vinna til Pulitzer-blaðamannaverðlauna fyrir pólitískar skopmyndir, sagði Adams til skammar. „Rasismi hans er ekki stakt dæmi á meðal myndasagnahöfunda,“ sagði Bell sem er höfundur Candorville. Allir ættu að vera rasískir þegar það hentar Adams dýpkaði gröf sína enn frekar í nýju myndbandi á Youtube í gær þar sem hann sagði fyrri ummæli sín tekin úr samhengi. Einstaklingar ættu að vera rasískir hvenær sem það gagnaðist þeim. Hann virtist þó átta sig á því að hann hefði mögulega valdið óbætanlegu tjóni á starfsferli sínum „Meirihluti tekna minna verður horfinn í næstu viku. Orðspor mitt það sem eftir er ævinnar er í rúst. Maður kemur ekki til baka eftir þetta, ekki satt? Það er engin leið til að koma til baka eftir þetta,“ sagði Adams sem sakaði dagblaðaútgefendur um að „slaufa“ sér. Í skilaboðum til blaðamanns Washington Post, sem er einnig hætt að birta Dilbert vegna ummælanna, sagði Adams að fjöldi fólks væri reiður en að hann hefði ekki séð neinn sem væri ósammála sér, að minnsta kosti engum sem sá ummælin í samhengi. „Sumir efuðust um gögnin í skoðanakönnuninni. Það er gildur punktur,“ sagði Adams sem átti von á að Dilbert birtist ekki lengur í neinu bandarísku dagblaði eftir helgi.
Bókmenntir Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira