Höfundur Dilberts segir orðspor sitt í rúst Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2023 11:16 Dilbert (t.v.) með skapara sínum, Scott Adams árið 2006. Adams hefur hneigst til hægriöfgahyggju á síðustu árum og fælt gamla aðdáendur frá sér. AP/Marcio José Sánchez Scott Adams, höfundur teiknimyndaseríunnar Dilberts, segir orðspor sitt í rúst og að hann sjái fram á að missa meirihluta tekna sinna í þessari viku eftir að útgefendur hundraða dagblaða ákváðu að hætta að birta seríuna. Ástæðan er rasískur reiðilestur Adams um svart fólk. Útgefendur hundruð dagblaða í Bandaríkjunum ákváðu að hætta að birta sögurnar um Dilbert í kjölfar myndbands sem Adams birti á Youtube í síðustu viku. Í því lýsti hann blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt saman við að sælda. Hvítt fólk ætti að halda sig fjarri svörtum. Ummæli Adams byggðust á skoðanakönnun þar sem rétt rúmur helmingur svartra svarenda sagði það „í lagi að vera hvítur“. Túlkaði Adams niðurstöðurnar sem svo að tæpum helmingi allra blökkumanna væri í nöp við hvítt fólk. Hlutfall svartra sem sagði það ekki í lagi að vera hvítur var 27 prósent, en 22 prósent hjá öllum svarendum könnunarinnar. Teiknimyndirnar um Dilbert hafa notið mikilla vinsælda og birst í dagblöðum um allan heim undanfarna áratugi. Síðustu árin hefur Adams þó gert marga fyrrum aðdáendur sína fráhverfa sér með sífellt öfgafyllri yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Darrin Bell, fyrsti blökkumaðurinn til þess að vinna til Pulitzer-blaðamannaverðlauna fyrir pólitískar skopmyndir, sagði Adams til skammar. „Rasismi hans er ekki stakt dæmi á meðal myndasagnahöfunda,“ sagði Bell sem er höfundur Candorville. Allir ættu að vera rasískir þegar það hentar Adams dýpkaði gröf sína enn frekar í nýju myndbandi á Youtube í gær þar sem hann sagði fyrri ummæli sín tekin úr samhengi. Einstaklingar ættu að vera rasískir hvenær sem það gagnaðist þeim. Hann virtist þó átta sig á því að hann hefði mögulega valdið óbætanlegu tjóni á starfsferli sínum „Meirihluti tekna minna verður horfinn í næstu viku. Orðspor mitt það sem eftir er ævinnar er í rúst. Maður kemur ekki til baka eftir þetta, ekki satt? Það er engin leið til að koma til baka eftir þetta,“ sagði Adams sem sakaði dagblaðaútgefendur um að „slaufa“ sér. Í skilaboðum til blaðamanns Washington Post, sem er einnig hætt að birta Dilbert vegna ummælanna, sagði Adams að fjöldi fólks væri reiður en að hann hefði ekki séð neinn sem væri ósammála sér, að minnsta kosti engum sem sá ummælin í samhengi. „Sumir efuðust um gögnin í skoðanakönnuninni. Það er gildur punktur,“ sagði Adams sem átti von á að Dilbert birtist ekki lengur í neinu bandarísku dagblaði eftir helgi. Bókmenntir Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Útgefendur hundruð dagblaða í Bandaríkjunum ákváðu að hætta að birta sögurnar um Dilbert í kjölfar myndbands sem Adams birti á Youtube í síðustu viku. Í því lýsti hann blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt saman við að sælda. Hvítt fólk ætti að halda sig fjarri svörtum. Ummæli Adams byggðust á skoðanakönnun þar sem rétt rúmur helmingur svartra svarenda sagði það „í lagi að vera hvítur“. Túlkaði Adams niðurstöðurnar sem svo að tæpum helmingi allra blökkumanna væri í nöp við hvítt fólk. Hlutfall svartra sem sagði það ekki í lagi að vera hvítur var 27 prósent, en 22 prósent hjá öllum svarendum könnunarinnar. Teiknimyndirnar um Dilbert hafa notið mikilla vinsælda og birst í dagblöðum um allan heim undanfarna áratugi. Síðustu árin hefur Adams þó gert marga fyrrum aðdáendur sína fráhverfa sér með sífellt öfgafyllri yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Darrin Bell, fyrsti blökkumaðurinn til þess að vinna til Pulitzer-blaðamannaverðlauna fyrir pólitískar skopmyndir, sagði Adams til skammar. „Rasismi hans er ekki stakt dæmi á meðal myndasagnahöfunda,“ sagði Bell sem er höfundur Candorville. Allir ættu að vera rasískir þegar það hentar Adams dýpkaði gröf sína enn frekar í nýju myndbandi á Youtube í gær þar sem hann sagði fyrri ummæli sín tekin úr samhengi. Einstaklingar ættu að vera rasískir hvenær sem það gagnaðist þeim. Hann virtist þó átta sig á því að hann hefði mögulega valdið óbætanlegu tjóni á starfsferli sínum „Meirihluti tekna minna verður horfinn í næstu viku. Orðspor mitt það sem eftir er ævinnar er í rúst. Maður kemur ekki til baka eftir þetta, ekki satt? Það er engin leið til að koma til baka eftir þetta,“ sagði Adams sem sakaði dagblaðaútgefendur um að „slaufa“ sér. Í skilaboðum til blaðamanns Washington Post, sem er einnig hætt að birta Dilbert vegna ummælanna, sagði Adams að fjöldi fólks væri reiður en að hann hefði ekki séð neinn sem væri ósammála sér, að minnsta kosti engum sem sá ummælin í samhengi. „Sumir efuðust um gögnin í skoðanakönnuninni. Það er gildur punktur,“ sagði Adams sem átti von á að Dilbert birtist ekki lengur í neinu bandarísku dagblaði eftir helgi.
Bókmenntir Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira