Um var að ræða Daníel Cross átján ára, rúmlega 190 sentimetrar á hæð, þéttvaxinn og með mikið krullað hár.
Daníel var klæddur í svartan stuttermabol, gallabuxur og svarta Nike Air Force skó þegar hann fór frá dvalarstað sínum að í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglu.
Þau sem gátu gefið upplýsingar um ferðir viðkomandi voru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.
Uppfært klukkan 07:30: Í tilkynningu frá lögreglu segir að viðkomandi sé kominn í leitirnar.