Sá elsti í sögunni til að skora yfir sjötíu stig í NBA-leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2023 10:01 Liðsfélagar Damian Lillard hjá Portland Trail Blazers fagna honum eftir 71 stigs leikinn hans í nótt. AP/Steve Dykes Damian Lillard setti bæði félagsmet og persónulegt met í sigri Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lillard skoraði 71 stig og þrettán þriggja stiga körfur í leiknum. Portland liðið endaði þarna tveggja leikja taphrinu með því að vinna 131-114 sigur á Houston Rockets. Lillard varð aðeins sá áttundi í sögu NBA til að skora yfir sjötíu stig í einum leik og þar sem hann er orðinn 32 ára gamall er hann sá elsti til að ná því. Allir hinir hafa gert það fyrir þrítugsafmælið. 2nd-most 3PM in a game in NBA history (13)8th player to score 70+ PTS in a single game (71)The first player in NBA history with 70+ PTS, 5+ REB, 5+ AST and 10+ 3PM in a single game...What a night for Damian Lillard pic.twitter.com/8MMHxePNUu— NBA (@NBA) February 27, 2023 Lillard var reyndar ekki að bæta stigamet tímabilsins með þessari frammistöðu því Donovan Mitchell skoraði einnig 71 stig fyrir Cleveland Cavaiers fyrr á þessu tímabili. Gamla persónulega met Lillard var 61 stig sem hann hafði náð tvisvar sinnum. Damian Lillard reflects on his journey and his career so far after becoming the eighth player in NBA history to score 70+ PTS in a single game. pic.twitter.com/ziToa0F9dx— NBA (@NBA) February 27, 2023 Lillard er aðeins sá fjórði sem kemst í sjötíu stiga klúbb nútímans en hinir eru Donovan Mitchell, Kobe Bryant og Devin Booker. Honum vantaði líka aðeins einn þrist til að jafna NBA-met Klay Thompson sem skoraði fjórtán þrista í einum leik árið 2018. Stephen Curry (2016) og Zach LaVine (2019) hafa einnig náð því að skora þrettán þrista í leik. Lillard yfirgaf völlinn þegar 44 sekúndur voru eftir og hefði því getað bætt við stigum. Nú eru það aðeins Wilt Chamberlain (32) og Kobe Bryant (6) sem hafa átt fleiri sextíu stiga leiki í sögu NBA en þessi var númer fimm hjá Lillard. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Lillard skoraði 71 stig og þrettán þriggja stiga körfur í leiknum. Portland liðið endaði þarna tveggja leikja taphrinu með því að vinna 131-114 sigur á Houston Rockets. Lillard varð aðeins sá áttundi í sögu NBA til að skora yfir sjötíu stig í einum leik og þar sem hann er orðinn 32 ára gamall er hann sá elsti til að ná því. Allir hinir hafa gert það fyrir þrítugsafmælið. 2nd-most 3PM in a game in NBA history (13)8th player to score 70+ PTS in a single game (71)The first player in NBA history with 70+ PTS, 5+ REB, 5+ AST and 10+ 3PM in a single game...What a night for Damian Lillard pic.twitter.com/8MMHxePNUu— NBA (@NBA) February 27, 2023 Lillard var reyndar ekki að bæta stigamet tímabilsins með þessari frammistöðu því Donovan Mitchell skoraði einnig 71 stig fyrir Cleveland Cavaiers fyrr á þessu tímabili. Gamla persónulega met Lillard var 61 stig sem hann hafði náð tvisvar sinnum. Damian Lillard reflects on his journey and his career so far after becoming the eighth player in NBA history to score 70+ PTS in a single game. pic.twitter.com/ziToa0F9dx— NBA (@NBA) February 27, 2023 Lillard er aðeins sá fjórði sem kemst í sjötíu stiga klúbb nútímans en hinir eru Donovan Mitchell, Kobe Bryant og Devin Booker. Honum vantaði líka aðeins einn þrist til að jafna NBA-met Klay Thompson sem skoraði fjórtán þrista í einum leik árið 2018. Stephen Curry (2016) og Zach LaVine (2019) hafa einnig náð því að skora þrettán þrista í leik. Lillard yfirgaf völlinn þegar 44 sekúndur voru eftir og hefði því getað bætt við stigum. Nú eru það aðeins Wilt Chamberlain (32) og Kobe Bryant (6) sem hafa átt fleiri sextíu stiga leiki í sögu NBA en þessi var númer fimm hjá Lillard. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever)
NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum