Baráttan um Hafnarfjörð verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport en upphitun hefst klukkan 19.15 og leikurinn svo klukkan 19.30.
FH vann eins marks sigur í fyrri leiknum, 27-26, sem þýðir að útiliðið hefur ekki unnið Hafnarfjarðarslaginn síðan 25. september 2017 eða í fimm ár og fimm mánuði.
Heimaliðið hefur enn fremur unnið fjóra síðustu leiki en frá því að FH vann á Ásvöllum í september hefur útiliðið aðeins náð í samtals fjögur stig í tíu leikjum (4 jafntefli og 6 töp). Það gera aðeins 0,4 stig í leik.
Síðasti sigur FH á Ásvöllum var einnig síðasti útisigurinn í Hafnarfjarðarslagnum en FH vann 27-23 sigur í þeim leik.
Flestir leikjanna hafa þó oftast verið jafnir og spennandi þótt að heimaliðið hafi aldrei tapað á þessum tíma.
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, er í kvöld að stýra FH í áttunda sinn í Hafnarfjarðarslag í deildinni en FH-ingar eiga enn eftir að vinna á Ásvöllum undir hans stjórn (1 jafntefli og 2 töp). FH-liðið hefur hins vegar unnið þrjá af fjórum heimaleikjum sínum á móti Haukum undir hans stjórn.
Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, hefur margoft tekið þátt í Hafnarfjarðarslagnum sem leikmaður en mætir nú í fyrsta sinn sem þjálfari.
- Gengi útiliða í síðustu ellefu innbyrðis leikjum Hafnarfjarðarliðanna:
- 20. október 2022: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (26-27)
- 10. apríl 2022: FH tapaði með einu marki á Ásvöllum (31-32)
- 1. desember 2021: Haukar töpuðu með fjórum mörkum í Kaplakrika (24-28)
- 15. maí 2021: FH tapaði með átta mörkum á Ásvöllum (26-34)
- 14. febrúar 2021: Jafntefli í Kaplakrika (29-29)
- 1. febrúar 2020: Haukar töpuðu með þremur mörkum í Kaplakrika (28-31)
- 9. október 2019: Jafntefli á Ásvöllum (29-29)
- 10. desember 2018: Jafntefli í Kaplakrika (25-25)
- 12. september 2018: Jafntefli á Ásvöllum (29-29)
- 18. desember 2017: Haukar töpuðu með einu marki í Kaplakrika (29-30)
- 25. september 2017: FH vann fjögurra marka sigur á Ásvöllum (27-23)
- -
- FH undir stjórn Sigursteins Arndal í Hafnarfjarðarslagnum:
- Í Kaplakrika
- 4 leikir
- 3 sigrar og 1 jafntefli
- 6 stig (88% stiga í húsi)
- +8 í markatölu
- Á Ásvöllum
- 3 leikir
- 2 töp og 1 jafntefli
- 1 stig (17% stiga í húsi)
- -9 í markatölu