Landtökumenn skutu mann og brenndu bíla og hús Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2023 15:06 Óeirðarseggir kveiktu í bílum og húsum í Huwara og einn var skotinn til bana. AP/Majdi Mohammed Minnst einn Palestínumaður er látinn eftir að múgur ísraelskra landtökumanna brenndu fjölda húsa og bíla í þorpinu Huwara á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Minnst hundrað eru sagðir særðir en múgurinn myndaðist eftir að byssumaður skaut tvo landtökumenn til bana við nærliggjandi þjóðveg. Talsmenn ísraelska hersins segir að byssumannsins sé enn leitað en hann skaut bræðurna Hillel Yaniv (22) og Yagel Yaniv (20) til bana, samkvæmt frétt BBC. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmaðurinn er sagður hafa verið klæddur bol merktum samtökum frá Nablus. Hinn 37 ára gamli Sameh Aqtash var skotinn til bana í óeirðunum í gær. Times of Israel segir að hópur ísraelskra öfgamanna hafi dreift veggspjaldi í kjölfar morðs bræðranna, þar sem kallað hafi verið eftir hefndum. Boðað var til mótmæla í Huwara og áttu mótmælendur í kjölfarið að mótmæla í borginni Nablus eða „borg morðingjanna“ eins og stóð á veggspjaldinu. Í samantekt miðilsins segir mótmælendur hafi fljótt byrjað að brenna hús í Huwara og að herinn hafi brugðist hægt og illa við. Of fáir hermenn hafi verið sendir til bæjarins og er útlit fyrir að óeirðirnar hafi komið hermönnum á óvart. Ráðherrar í felum Þá hafi ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús svo gott sem horfið af sjónarsviðinu í kjölfari óeirðanna. Einn þeirra, Bezalel Smotrich, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu sem kemur að svokölluðum landnemabyggðum, tjáði sig á Twitter löngu eftir óeirðirnar. Þá sagði hann þó lítið um óeirðirnar sjálfar. Hann Smotrich sagðist skilja hina miklu sorg eftir morðið á bræðrunum og kallaði eftir því að fólk tæki lögin ekki í eigin hendur. Þá hét hann viðbrögðum við dauða bræðranna. Skömmu áður hafði hann sett „Like“ við tillögu embættismanns um að „þurrka ætti út“ þorpið Huawara. Itamar Ben Gvir, nýr þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur ekkert tjáð sig og enginn fjölmiðlamaður hafði náð í hann þegar grein Times of Israel var birt í dag. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hann hafi gefið lögreglunni eða hernum einhverjar skipanir vegna óeirðanna og ef svo er hvaða skipanir það hafi verið. Hermenn hafa verið sakaðir um að hafa aðstoða landtökufólkið. . . , 15 , , , . . . pic.twitter.com/paNAzwHD3Y— (@ohadh1) February 26, 2023 Minnst sextíu Palestínumenn hafa verið skotnir til bana af öryggissveitum Ísraels á þessu ári og þar á meðal eru bæði vígamenn og óbreyttir borgarar. Þrettán Ísraelsmenn hafa fallið í árásum á árinu, þar af tólf óbreyttir borgarar og einn lögregluþjónn. Ísrael Palestína Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Talsmenn ísraelska hersins segir að byssumannsins sé enn leitað en hann skaut bræðurna Hillel Yaniv (22) og Yagel Yaniv (20) til bana, samkvæmt frétt BBC. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmaðurinn er sagður hafa verið klæddur bol merktum samtökum frá Nablus. Hinn 37 ára gamli Sameh Aqtash var skotinn til bana í óeirðunum í gær. Times of Israel segir að hópur ísraelskra öfgamanna hafi dreift veggspjaldi í kjölfar morðs bræðranna, þar sem kallað hafi verið eftir hefndum. Boðað var til mótmæla í Huwara og áttu mótmælendur í kjölfarið að mótmæla í borginni Nablus eða „borg morðingjanna“ eins og stóð á veggspjaldinu. Í samantekt miðilsins segir mótmælendur hafi fljótt byrjað að brenna hús í Huwara og að herinn hafi brugðist hægt og illa við. Of fáir hermenn hafi verið sendir til bæjarins og er útlit fyrir að óeirðirnar hafi komið hermönnum á óvart. Ráðherrar í felum Þá hafi ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús svo gott sem horfið af sjónarsviðinu í kjölfari óeirðanna. Einn þeirra, Bezalel Smotrich, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu sem kemur að svokölluðum landnemabyggðum, tjáði sig á Twitter löngu eftir óeirðirnar. Þá sagði hann þó lítið um óeirðirnar sjálfar. Hann Smotrich sagðist skilja hina miklu sorg eftir morðið á bræðrunum og kallaði eftir því að fólk tæki lögin ekki í eigin hendur. Þá hét hann viðbrögðum við dauða bræðranna. Skömmu áður hafði hann sett „Like“ við tillögu embættismanns um að „þurrka ætti út“ þorpið Huawara. Itamar Ben Gvir, nýr þjóðaröryggisráðherra Ísraels, hefur ekkert tjáð sig og enginn fjölmiðlamaður hafði náð í hann þegar grein Times of Israel var birt í dag. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hann hafi gefið lögreglunni eða hernum einhverjar skipanir vegna óeirðanna og ef svo er hvaða skipanir það hafi verið. Hermenn hafa verið sakaðir um að hafa aðstoða landtökufólkið. . . , 15 , , , . . . pic.twitter.com/paNAzwHD3Y— (@ohadh1) February 26, 2023 Minnst sextíu Palestínumenn hafa verið skotnir til bana af öryggissveitum Ísraels á þessu ári og þar á meðal eru bæði vígamenn og óbreyttir borgarar. Þrettán Ísraelsmenn hafa fallið í árásum á árinu, þar af tólf óbreyttir borgarar og einn lögregluþjónn.
Ísrael Palestína Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira