Pósthúsið í Mjóddinni kveður og póstafgreiðsla víða úti á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2023 16:27 Pósturinn hefur verið í Mjóddinni um árabil. Nú heyrir pósthúsið þar brátt sögunni til. Vísir/Vilhelm Pósturinn hyggst loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Samhliða þessum lokunum er verið að gera breytingar á samstarfssamningum Póstsins við aðila á nokkrum stöðum á landinu. Póstafgreiðslu í Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, Laugar og Reykjahlíð verður sömuleiðis lokað. Póstafgreiðslum hjá þessum samstarfsaðilum verður lokað en samspil póstboxaþjónustu, póstbílaþjónustu, bréfberaþjónustu og landpóstaþjónustu mun sinna þjónustuhlutverki Póstsins vel á þessum svæðum og fullkomlega í samræmi við lög og reglugerðir sem um starfsemina gilda. „Dregið hefur úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa. Þar af leiðandi er lagt upp úr að þróa annars konar lausnir. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox auk þess sem í dag er hægt að póstleggja pakka í póstbox. Flest póstboxin eru aðgengileg allan sólarhringinn og eru einföld í notkun“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins. Hún segir stafræna umbreytingu kalla á nýjar nálganir í þjónustu. Við því verði að bregðast. Um leið beri Pósturinn beinlínis skylda til að leita hagkvæmra leiða í rekstrinum. Því séu breytingar sem þessar óhjákvæmilegar. „Markmið okkar er ávallt að fjölga afhendingarstöðum en það er okkur mikið kappsmál að bæta við póstboxum í helstu þéttbýliskjarna á landsbyggðinni. Það skiptir máli að bjóða upp á þétt dreifinet móttöku og afhendingastaða til að vera sem næst viðskiptavinum okkar, segir Þórhildur. Pósturinn Reykjavík Hveragerði Bolungarvík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Breytingar framundan á póstþjónustu í Vesturbæ Reykjavíkur Í lok janúar á næsta ári hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu í Vesturbæ Reykjavíkur. Til stendur að loka pósthúsinu við Hagatorg en leggja þess í stað meiri áherslu á annars konar þjónustu. 17. nóvember 2022 21:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Samhliða þessum lokunum er verið að gera breytingar á samstarfssamningum Póstsins við aðila á nokkrum stöðum á landinu. Póstafgreiðslu í Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, Laugar og Reykjahlíð verður sömuleiðis lokað. Póstafgreiðslum hjá þessum samstarfsaðilum verður lokað en samspil póstboxaþjónustu, póstbílaþjónustu, bréfberaþjónustu og landpóstaþjónustu mun sinna þjónustuhlutverki Póstsins vel á þessum svæðum og fullkomlega í samræmi við lög og reglugerðir sem um starfsemina gilda. „Dregið hefur úr eftirspurn eftir afgreiðsluþjónustu pósthúsa. Þar af leiðandi er lagt upp úr að þróa annars konar lausnir. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox auk þess sem í dag er hægt að póstleggja pakka í póstbox. Flest póstboxin eru aðgengileg allan sólarhringinn og eru einföld í notkun“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins. Hún segir stafræna umbreytingu kalla á nýjar nálganir í þjónustu. Við því verði að bregðast. Um leið beri Pósturinn beinlínis skylda til að leita hagkvæmra leiða í rekstrinum. Því séu breytingar sem þessar óhjákvæmilegar. „Markmið okkar er ávallt að fjölga afhendingarstöðum en það er okkur mikið kappsmál að bæta við póstboxum í helstu þéttbýliskjarna á landsbyggðinni. Það skiptir máli að bjóða upp á þétt dreifinet móttöku og afhendingastaða til að vera sem næst viðskiptavinum okkar, segir Þórhildur.
Pósturinn Reykjavík Hveragerði Bolungarvík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Breytingar framundan á póstþjónustu í Vesturbæ Reykjavíkur Í lok janúar á næsta ári hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu í Vesturbæ Reykjavíkur. Til stendur að loka pósthúsinu við Hagatorg en leggja þess í stað meiri áherslu á annars konar þjónustu. 17. nóvember 2022 21:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Breytingar framundan á póstþjónustu í Vesturbæ Reykjavíkur Í lok janúar á næsta ári hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu í Vesturbæ Reykjavíkur. Til stendur að loka pósthúsinu við Hagatorg en leggja þess í stað meiri áherslu á annars konar þjónustu. 17. nóvember 2022 21:00