„Auðvitað er maður skeptískur á Warriors þegar besti leikmaðurinn þeirra er ekki heill. Það er mjög auðvelt að segja það. Hann þarf alveg að ná smá ryðma í deildarkeppninni,“ sagði Hörður Unnsteinsson en sem stendur er Stephen Curry frá vegna meiðsla.
„Eftir viku eru 20 leikir eftir, tíminn fer að verða naumur,“ skaut Sigurður Orri Kristjánsson inn í.
„Við munum eftir 2017 eða 2018 úrslitakeppninni þar sem hann mætir meiddur inn í úrslitakeppnina og dettur út í fyrst umferð. Hann er ógeðslega lengi að koma sér í gang eftir meiðsli, eða á það til,“ bætti Hörður við.
Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20.00 og þar verður að venju farið yfir allt það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar að undanförnu.