Skiljum við hvað er í húfi? Viktor Vigfússon skrifar 28. febrúar 2023 10:00 Árið er 2023 og getum við ekki öll verið sammála um að þrátt fyrir að ýmislegt megi bæta í íslensku samfélagi þá standa okkar grunngildi og þjóðfélagsskipan traustum fótum? Frelsi einstaklinga, sjálfsákvörðunarréttur okkar sem þjóðar og virðing fyrir landhelgi. Er þetta ekki allt komið til að vera? Við tökum þátt í samstarfi og gerum samninga við aðrar þjóðir og bandalög. Lögsaga okkar er virt og við vinnum með öðrum þjóðum að því að bæta heiminn og lífsskilyrði. Eru lýðræði, frelsi og landamæri ekki í raun orðin náttúrulögmál? A.m.k. í Evrópu? Getum við ekki treyst því að þorra þeirra fjármuna sem við leggjum í sameiginlega sjóði verði ávallt varið í heilbrigðis- og menntamál, innviði og annað sem bætir samfélag okkar? Að við getum þannig haldið áfram að einbeita okkur að þróun skilvirks og réttláts samfélags? Fyrir réttu ári hófst blóðug innrás stærsta lands Evrópu og jarðar, Rússlands, í næst stærsta land Evrópu, Úkraínu (stærst þeirra landa sem eru alfarið innan Evrópu). Í raun hófst innrásin árið 2014 þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Innrásin er svívirðilegt brot á alþjóðasamningum þar sem Rússar réðust inn í sjálfstætt lýðræðisríki og Rússlandi stóð engin ógn af Úkraínu. Íbúar Úkraínu hafa nú í heilt ár varið tilverurétt og framtíð sína af eindæma hugrekki með aðstoð Bandaríkjanna, flestra Evrópuþjóða og fleiri landa. En hvers vegna veitum við Úkraínu aðstoð? Vonandi sjáum við öll mannúðina í því að hjálpa íbúum Úkraínu að verja ekki bara þau grunngildi sem við höfum gengið að vísum, heldur líf sitt og framtíð. Þótt það eitt og sér ætti að duga til að standa þétt að baki Úkraínu og gera enn betur þegar kemur að hernaðarlegri og efnahagslegri aðstoð, þá er meira í húfi. Þróun Evrópu og heimsins í átt að aukinni velmegun, samvinnu og öryggi er nefnilega ekki náttúrulögmál. Lýðræði er dýrmætt og brothætt. Það kemur ekki af sjálfu sér eins og vorið, heldur er málstaður sem þarf að verja. Við höfum séð leikreglum lýðræðis ögrað í Bandaríkjunum og uppgang einræðisafla innan Evrópu. Fyrir rúmu ári síðan voru margir sérfræðingar á því að ef Rússar létu verða af innrás í Úkraínu myndi Zelensky flýja og landið fljótt falla Rússum í skaut. Ef slíkt hefði gerst, hver væri þá trú okkar á styrk lýðræðis? Værum við þá kannski í dag að horfa á vaxandi styrk einræðisríkja og útbreiðslu þeirrar kúgunar sem þau einkennir? Við eigum varnarbaráttu Úkraínu mikið að þakka. Það var eitt sinn sem sjóðir ríkja voru fyrst og fremst nýttir til hernaðarútgjalda, ýmist við varnir eða landvinninga. Þrátt fyrir allt tal um vopnakapphlaup og vopnaiðnað, þá er staðreyndin sú að þróunin frá seinni heimstyrjöld og þau grunngildi sem sátt hefur náðst um í heiminum hafa fram að þessu leitt til síminnkandi vægis hernaðar í þjóðarútgjöldum. Sátt um leikreglur og gagnkvæm virðing þjóða fyrir landamærum hefur gert okkur kleift að nýta auðlindir til uppbyggingar og samhjálpar í stað stríðsreksturs og eyðileggingar. Ljóst má vera að Evrópa hefur gerst of værukær þegar kemur að varnarmálum og væntanlega mun hin svívirðilega innrás Rússa leiða til aukinnar hlutdeildar varnarmála í útgjöldum ríkja um langan tíma. Það sem hins vegar er í húfi er hvort takist að verja þau grunngildi og þá meginskipan heimsmála sem hefur ríkt frá lokum heimstyrjaldanna. Á því grundvallast geta jarðarbúa til að vinna saman að framförum í friðsælum heimi. Þess vegna má Rússland ekki komast upp með að eyða Úkraínu. Þess vegna verður Úkraína að vinna sigur og endurheimta landsvæði sín. Þess vegna verða Rússar að horfast í augu við þá eyðileggingu, ólýsandi illsku og glæpi gegn mannkyni sem Pútín og hans samverkamenn hafa gerst sekir um. Skiljum við öll hvað er í húfi? Ekki bara fyrir börn Úkraínu, heldur líka fyrir okkar börn og Ísland. Eða getur verið að við séum líka værukær? Kannski ættum við að opna betur augun og átta okkur á að við getum gert meira, hvort sem er með orðum eða athöfnum. Þegar eitthvað bjátar á erum við yfirleitt fljót að beina spjótum okkar að stjórnmálamönnum og kalla eftir aðgerðum. Stundum gleymum við hins vegar að líta í eigin barm og skoða hvað við sjálf, hvert og eitt okkar, getum gert. Látum við sem höfum svigrúm, fé af hendi rakna til varna Úkraínu og neyðaraðstoðar, mætum við á eða efnum til samstöðufunda, látum við rödd okkar heyrast þannig að eftir sé tekið? Íslensk stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum í stuðningi við Úkraínu og tekið skýra afstöðu. Samstaða stjórnvalda í Evrópu hefur verið þétt og ekki síst leidd af sterkum kvenleiðtogum, eins og forsætisráðherrum Finnlands og Eistlands og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands hafa sömuleiðis báðar talað tæpitungulaust og sýnt stuðning við Úkraínu í verki. Það er vel og vonandi að þær aðrir leiðtogar fái skynjað með óyggjandi hætti stuðning íslensku þjóðarinnar við frelsun Úkraínu. Nýtum það frelsi sem við njótum og látum öll rödd okkar hljóma til stuðnings Úkraínu. Mætum á samstöðufundi, tjáum okkur á samfélagsmiðlum og öðrum fjölmiðlum, flöggum litum Úkraínu, styðjum við flóttamenn, styðjum við varnarsveitir Úkraínu sem berjast fyrir lífi og frelsi fjölskyldna sinna, sem berjast fyrir frjálsum heimi. Skiljum við hvað er í húfi? Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Árið er 2023 og getum við ekki öll verið sammála um að þrátt fyrir að ýmislegt megi bæta í íslensku samfélagi þá standa okkar grunngildi og þjóðfélagsskipan traustum fótum? Frelsi einstaklinga, sjálfsákvörðunarréttur okkar sem þjóðar og virðing fyrir landhelgi. Er þetta ekki allt komið til að vera? Við tökum þátt í samstarfi og gerum samninga við aðrar þjóðir og bandalög. Lögsaga okkar er virt og við vinnum með öðrum þjóðum að því að bæta heiminn og lífsskilyrði. Eru lýðræði, frelsi og landamæri ekki í raun orðin náttúrulögmál? A.m.k. í Evrópu? Getum við ekki treyst því að þorra þeirra fjármuna sem við leggjum í sameiginlega sjóði verði ávallt varið í heilbrigðis- og menntamál, innviði og annað sem bætir samfélag okkar? Að við getum þannig haldið áfram að einbeita okkur að þróun skilvirks og réttláts samfélags? Fyrir réttu ári hófst blóðug innrás stærsta lands Evrópu og jarðar, Rússlands, í næst stærsta land Evrópu, Úkraínu (stærst þeirra landa sem eru alfarið innan Evrópu). Í raun hófst innrásin árið 2014 þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Innrásin er svívirðilegt brot á alþjóðasamningum þar sem Rússar réðust inn í sjálfstætt lýðræðisríki og Rússlandi stóð engin ógn af Úkraínu. Íbúar Úkraínu hafa nú í heilt ár varið tilverurétt og framtíð sína af eindæma hugrekki með aðstoð Bandaríkjanna, flestra Evrópuþjóða og fleiri landa. En hvers vegna veitum við Úkraínu aðstoð? Vonandi sjáum við öll mannúðina í því að hjálpa íbúum Úkraínu að verja ekki bara þau grunngildi sem við höfum gengið að vísum, heldur líf sitt og framtíð. Þótt það eitt og sér ætti að duga til að standa þétt að baki Úkraínu og gera enn betur þegar kemur að hernaðarlegri og efnahagslegri aðstoð, þá er meira í húfi. Þróun Evrópu og heimsins í átt að aukinni velmegun, samvinnu og öryggi er nefnilega ekki náttúrulögmál. Lýðræði er dýrmætt og brothætt. Það kemur ekki af sjálfu sér eins og vorið, heldur er málstaður sem þarf að verja. Við höfum séð leikreglum lýðræðis ögrað í Bandaríkjunum og uppgang einræðisafla innan Evrópu. Fyrir rúmu ári síðan voru margir sérfræðingar á því að ef Rússar létu verða af innrás í Úkraínu myndi Zelensky flýja og landið fljótt falla Rússum í skaut. Ef slíkt hefði gerst, hver væri þá trú okkar á styrk lýðræðis? Værum við þá kannski í dag að horfa á vaxandi styrk einræðisríkja og útbreiðslu þeirrar kúgunar sem þau einkennir? Við eigum varnarbaráttu Úkraínu mikið að þakka. Það var eitt sinn sem sjóðir ríkja voru fyrst og fremst nýttir til hernaðarútgjalda, ýmist við varnir eða landvinninga. Þrátt fyrir allt tal um vopnakapphlaup og vopnaiðnað, þá er staðreyndin sú að þróunin frá seinni heimstyrjöld og þau grunngildi sem sátt hefur náðst um í heiminum hafa fram að þessu leitt til síminnkandi vægis hernaðar í þjóðarútgjöldum. Sátt um leikreglur og gagnkvæm virðing þjóða fyrir landamærum hefur gert okkur kleift að nýta auðlindir til uppbyggingar og samhjálpar í stað stríðsreksturs og eyðileggingar. Ljóst má vera að Evrópa hefur gerst of værukær þegar kemur að varnarmálum og væntanlega mun hin svívirðilega innrás Rússa leiða til aukinnar hlutdeildar varnarmála í útgjöldum ríkja um langan tíma. Það sem hins vegar er í húfi er hvort takist að verja þau grunngildi og þá meginskipan heimsmála sem hefur ríkt frá lokum heimstyrjaldanna. Á því grundvallast geta jarðarbúa til að vinna saman að framförum í friðsælum heimi. Þess vegna má Rússland ekki komast upp með að eyða Úkraínu. Þess vegna verður Úkraína að vinna sigur og endurheimta landsvæði sín. Þess vegna verða Rússar að horfast í augu við þá eyðileggingu, ólýsandi illsku og glæpi gegn mannkyni sem Pútín og hans samverkamenn hafa gerst sekir um. Skiljum við öll hvað er í húfi? Ekki bara fyrir börn Úkraínu, heldur líka fyrir okkar börn og Ísland. Eða getur verið að við séum líka værukær? Kannski ættum við að opna betur augun og átta okkur á að við getum gert meira, hvort sem er með orðum eða athöfnum. Þegar eitthvað bjátar á erum við yfirleitt fljót að beina spjótum okkar að stjórnmálamönnum og kalla eftir aðgerðum. Stundum gleymum við hins vegar að líta í eigin barm og skoða hvað við sjálf, hvert og eitt okkar, getum gert. Látum við sem höfum svigrúm, fé af hendi rakna til varna Úkraínu og neyðaraðstoðar, mætum við á eða efnum til samstöðufunda, látum við rödd okkar heyrast þannig að eftir sé tekið? Íslensk stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum í stuðningi við Úkraínu og tekið skýra afstöðu. Samstaða stjórnvalda í Evrópu hefur verið þétt og ekki síst leidd af sterkum kvenleiðtogum, eins og forsætisráðherrum Finnlands og Eistlands og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands hafa sömuleiðis báðar talað tæpitungulaust og sýnt stuðning við Úkraínu í verki. Það er vel og vonandi að þær aðrir leiðtogar fái skynjað með óyggjandi hætti stuðning íslensku þjóðarinnar við frelsun Úkraínu. Nýtum það frelsi sem við njótum og látum öll rödd okkar hljóma til stuðnings Úkraínu. Mætum á samstöðufundi, tjáum okkur á samfélagsmiðlum og öðrum fjölmiðlum, flöggum litum Úkraínu, styðjum við flóttamenn, styðjum við varnarsveitir Úkraínu sem berjast fyrir lífi og frelsi fjölskyldna sinna, sem berjast fyrir frjálsum heimi. Skiljum við hvað er í húfi? Höfundur er framkvæmdastjóri.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun