Juventus nálgast Evrópusæti eftir sigur í borgarslagnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2023 21:46 Juventus vann mikilvægan sigur í kvöld. Jonathan Moscrop/Getty Images Juventus vann sterkan 4-2 sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Torino í borgarslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Það voru þó gestirnir í Torino sem byrjuðu betur og Yann Karamoh var búinn að koma liðinu í forystu strax á annarri mínútu leiksins, en Juan Cuadrado jafnaði metin fyrir Juventus tæpum stundarfjórðungi síðar. Antonio Sanabria kom svo gestunum yfir á nýjan leik með marki á 43. mínútu leiksins og virtust Torino-menn ætla að fara með forystuna inn í hálfleikshléið. Aftur komu heimamenn þó til baka og Danilo jafnaði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Angel Di Maria og staðan var því 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn náðu svo forystunni í fyrsta skipti í leiknum á 71. mínútu með marki frá Gleison Bremer. Hann var svo aftur á ferðinni þegar hann lagði upp fjórða og síðasta mark Juventus fyrir Adrien Rabiot tíu mínútum síðar og þar við sat. Niðurstaðan varð því 4-2 sigur Juventus sem nú situr í sjöunda sæti deildarinnar með 35 stig eftir 24 leiki, sex stigum á eftir Atalanta sem situr í sjötta sæti sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu. Torino situr hins vegar í níunda sæti með 31 stig. Ítalski boltinn
Juventus vann sterkan 4-2 sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Torino í borgarslag ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Það voru þó gestirnir í Torino sem byrjuðu betur og Yann Karamoh var búinn að koma liðinu í forystu strax á annarri mínútu leiksins, en Juan Cuadrado jafnaði metin fyrir Juventus tæpum stundarfjórðungi síðar. Antonio Sanabria kom svo gestunum yfir á nýjan leik með marki á 43. mínútu leiksins og virtust Torino-menn ætla að fara með forystuna inn í hálfleikshléið. Aftur komu heimamenn þó til baka og Danilo jafnaði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Angel Di Maria og staðan var því 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn náðu svo forystunni í fyrsta skipti í leiknum á 71. mínútu með marki frá Gleison Bremer. Hann var svo aftur á ferðinni þegar hann lagði upp fjórða og síðasta mark Juventus fyrir Adrien Rabiot tíu mínútum síðar og þar við sat. Niðurstaðan varð því 4-2 sigur Juventus sem nú situr í sjöunda sæti deildarinnar með 35 stig eftir 24 leiki, sex stigum á eftir Atalanta sem situr í sjötta sæti sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu. Torino situr hins vegar í níunda sæti með 31 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti