Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2023 08:01 Guðmundur Guðmundsson ræðir við leikmenn landsliðsins. vísir/vilhelm Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari Íslands í síðustu viku. Síðan þá hafa fregnir borist af því að samband hans við leikmenn hafi ekki verið gott. Í útsendingu Seinni bylgjunnar frá leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport í síðustu viku sagði Arnar Daði Arnarsson að „skemmd epli“ innan búningsklefa Íslands hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar. „Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði. Brotthvarf Guðmundar var til umræðu í Handkastinu í gær. Henry Birgir Gunnarsson var gestur Arnars Daða ásamt Ásgeiri Jónssyni. Hann er svekktur út í leikmenn landsliðsins og hvernig þeir létu eftir lokaleik Íslands á HM þar sem liðið vann Brasilíu, 43-39, og hvernig þeir virtust kætast yfir hvernig Guðmundur lenti í „hakkavélinni“. „Það fór óstjórnlega í taugarnar á mér að eftir að leik lýkur og það verður mikið havarí í viðtölum að stór hópur íslenskra landsliðsmanna hafi nánast verið byrjaður að moka undan Guðmundi og gleðjast því að hann skildi hafa lent í einhverri hakkavél,“ sagði Henry Birgir. Köstuðu þjálfaranum fram af gilinu „Leikmenn sem ollu vonbrigðum og eiga stóra sök á því að íslenska liðið fór ekki lengra. Þeir hefðu að minnsta kosti mátt líta aðeins í spegil og jafnvel sumir hverjir skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur en þeir gerðu, í stað þess að kasta þjálfaranum fram af gilinu. Það fór í taugarnar á mér.“ Henry Birgir Gunnarsson ræðir við Guðmund.vísir/vilhelm Ásgeir tók í sama streng og Henry Birgir. „Þetta er ekki gott til afspurnar, eitthvað svona á miðju móti eða rétt eftir mót, bara út af prinsippástæðum.“ Fékk ótrúlegustu sendingar Arnar Daði furðar sig á hversu auðveldlega upplýsingar berast úr leikmannahópi Íslands og til fjölmiðla og þeirra sem vilja heyra. „Ég fékk ótrúlegar sendingar, kannski ekki beint frá landsliðsmönnum en eins og landsliðsmenn hafi verið að biðja vini og vandamenn um að senda mér alls konar skilaboð. Ég hef ekki þjálfað í mörg ár en þetta er það síðasta sem þú vilt. Þú vilt ekki að klefinn leki,“ sagði Arnar Daði. „Ég á ekki sem fjölmiðlamaður, þótt það sé frábært fyrir mig og ég þakki fyrir allar sendingarnar sem ég fékk, að fá skilaboð um það hvernig Guðmundur hegðaði sér á myndbandsfundum, á æfingum, hvernig samskipti hans við leikmenn voru eða hvernig hálfleiksræðan var. Þarna er hrikalega stórt vandamál.“ Klefinn á að vera heilagur Ásgeir segir að svona lagað eigi ekki að líðast. „Þetta er eitt af grunnprinsippum hópíþrótta. Klefinn er heilagur,“ sagði hann. „Menn mega alveg vera ósáttir og tala opinskátt um það við þjálfarann og innan hópsins. En að puða svona eitri út í staðinn fyrir að ræða þetta opinskátt innan hópsins er algjört prinsippleysi, alveg sama hvaða teymi er að vinna saman. Þetta er menning sem á ekki að vera í neinu góðu liði.“ Henry Birgir tók aftur við boltanum. „Þetta er óþolandi og fyrir neðan allar hellur. Þú vinnur innan frá en ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 52:50. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari Íslands í síðustu viku. Síðan þá hafa fregnir borist af því að samband hans við leikmenn hafi ekki verið gott. Í útsendingu Seinni bylgjunnar frá leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport í síðustu viku sagði Arnar Daði Arnarsson að „skemmd epli“ innan búningsklefa Íslands hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar. „Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði. Brotthvarf Guðmundar var til umræðu í Handkastinu í gær. Henry Birgir Gunnarsson var gestur Arnars Daða ásamt Ásgeiri Jónssyni. Hann er svekktur út í leikmenn landsliðsins og hvernig þeir létu eftir lokaleik Íslands á HM þar sem liðið vann Brasilíu, 43-39, og hvernig þeir virtust kætast yfir hvernig Guðmundur lenti í „hakkavélinni“. „Það fór óstjórnlega í taugarnar á mér að eftir að leik lýkur og það verður mikið havarí í viðtölum að stór hópur íslenskra landsliðsmanna hafi nánast verið byrjaður að moka undan Guðmundi og gleðjast því að hann skildi hafa lent í einhverri hakkavél,“ sagði Henry Birgir. Köstuðu þjálfaranum fram af gilinu „Leikmenn sem ollu vonbrigðum og eiga stóra sök á því að íslenska liðið fór ekki lengra. Þeir hefðu að minnsta kosti mátt líta aðeins í spegil og jafnvel sumir hverjir skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur en þeir gerðu, í stað þess að kasta þjálfaranum fram af gilinu. Það fór í taugarnar á mér.“ Henry Birgir Gunnarsson ræðir við Guðmund.vísir/vilhelm Ásgeir tók í sama streng og Henry Birgir. „Þetta er ekki gott til afspurnar, eitthvað svona á miðju móti eða rétt eftir mót, bara út af prinsippástæðum.“ Fékk ótrúlegustu sendingar Arnar Daði furðar sig á hversu auðveldlega upplýsingar berast úr leikmannahópi Íslands og til fjölmiðla og þeirra sem vilja heyra. „Ég fékk ótrúlegar sendingar, kannski ekki beint frá landsliðsmönnum en eins og landsliðsmenn hafi verið að biðja vini og vandamenn um að senda mér alls konar skilaboð. Ég hef ekki þjálfað í mörg ár en þetta er það síðasta sem þú vilt. Þú vilt ekki að klefinn leki,“ sagði Arnar Daði. „Ég á ekki sem fjölmiðlamaður, þótt það sé frábært fyrir mig og ég þakki fyrir allar sendingarnar sem ég fékk, að fá skilaboð um það hvernig Guðmundur hegðaði sér á myndbandsfundum, á æfingum, hvernig samskipti hans við leikmenn voru eða hvernig hálfleiksræðan var. Þarna er hrikalega stórt vandamál.“ Klefinn á að vera heilagur Ásgeir segir að svona lagað eigi ekki að líðast. „Þetta er eitt af grunnprinsippum hópíþrótta. Klefinn er heilagur,“ sagði hann. „Menn mega alveg vera ósáttir og tala opinskátt um það við þjálfarann og innan hópsins. En að puða svona eitri út í staðinn fyrir að ræða þetta opinskátt innan hópsins er algjört prinsippleysi, alveg sama hvaða teymi er að vinna saman. Þetta er menning sem á ekki að vera í neinu góðu liði.“ Henry Birgir tók aftur við boltanum. „Þetta er óþolandi og fyrir neðan allar hellur. Þú vinnur innan frá en ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 52:50.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða