Þetta er ekki eðlileg hegðun G. Andri Bergmann skrifar 28. febrúar 2023 22:01 Á spjallborðum og facebook hópum sjáum við spjallara æ oftar koma fram í HÁSTÖFUM hvar hópfélagar eru beðnir að vara sig á þessu eða hinu fyrirtækinu. Já eða einstaklingnum. Svo fylgir einhliða frásögn, mistúlkaðar staðreyndir og stundum hreinn uppspuni. Erfitt getur þarna reynst að bera hönd fyrir höfuð sér. Og sé það reynt ýfir það upp hegðun innan hópsins sem helst minnir á kúgun einræðisríkja hvar aðeins er leyfð skoðun sem er einræðisherranum þóknanleg. Í þessu tilviki þeim/þeirri sem upphaflega setur fram tilfinningaríkt hástafahróp um sniðgöngu. Það má með réttu kalla þetta Lúkasar-heilkennið. Enda hér búið að rannsaka morðið, ákveða morðingjann, dæma og fleyta kertum. Allt þó hundurinn sé sprell-lifandi. Ég er þeirrar skoðunar að gagnrýni eigi alltaf rétt á sér og að engin sé svo fullkomin að hann geti ekki nýtt sér slíka rýni til gagns. Hún þarf þó að vera málefnaleg til að nýtast og þannig sett fram að hið gagnrýnda geti brugðist við, lagfært eða leiðrétt. Opinber smánun á hins vegar ekkert skylt við gagnrýni, enda eingöngu sett fram í þeim tilgangi að meiða og skemma. Og yfirleitt tekst það. Hundurinn er dauður. Fyrirtæki mitt varð fyrir árás í stórum spjallhóp á Facebook. Viðskiptavinur VARAÐI VIÐ FYRIRTÆKINU í hástöfum og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún fór þó í öllum meginatriðum á skjön við sannleikann og hagræddi atvikum á þann hátt að ætla mætti að við hefðum myrt hund. Í enfeldni minni fór ég inn í umræðuna, leiðrétti aðdróttanir og varði mig og mitt. En ég var umsvifalaust tjargaður, velt upp úr fiðri og vísað úr hænsnahúsinu. Þarna skipti sannleikurinn engu máli. Tilgangurinn var látinn helga meðalið og hófst mikil keppni í hver gæti rægt mig og fyrirtækið mest. Keppni um hver gat gúgglað safaríkustu söguna, rökstutt sig með skjáskoti. Yfirlýsingagleði breyttist í hjarðhegðun. Viðurkenning mæld í fjölda „líka“ og ef einhver vogaði sér að styðja minn málstað beið viðkomandi tjara, fiður og útskúfun. Hvenær verður lík lík? Þórðargleði samkeppnisaðila tók að birtast. Hundurinn var myrtur. Ég og fyrirtæki mitt erum ekkert einsdæmi og er nú svo komið í samfélagi okkar að nóg er að koma fram með órökstuddar dylgjur á hendur fólki eða fyrirtækjum. Lífsviðurværi er rakkað niður og fólk smánað ef það er eða ætlar sér í viðskipti eða á tónleika. Minna metnir fjölmiðlar á smellaveiðum gera sér svo mat úr öllu saman, hjarðhegðunin fær viðurkenningu og vélin mallar áfram full vandlætingar. Við hljótum að sjá að þetta er ekki eðlileg hegðun og við sem samfélag verðum að snúa við blaðinu áður en það verður of seint. Við verðum að losna undan þessu hatri sem einkennir alla umræðu á samfélagsmiðlum. Við verðum að losna undan þessari pólariseringu og við verðum að gera þá kröfu til ríkisstyrktra fjölmiðla að þeir leiði þessar breytingar. Allt bendir þó til að þessir sömu fjölmiðlar nýti ríkisstyrkinn vel, á skilvirkri leið sinni í þveröfuga átt. Hundurinn skal myrtur! Höfundur er framkvæmdastjóri Procura Home. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á spjallborðum og facebook hópum sjáum við spjallara æ oftar koma fram í HÁSTÖFUM hvar hópfélagar eru beðnir að vara sig á þessu eða hinu fyrirtækinu. Já eða einstaklingnum. Svo fylgir einhliða frásögn, mistúlkaðar staðreyndir og stundum hreinn uppspuni. Erfitt getur þarna reynst að bera hönd fyrir höfuð sér. Og sé það reynt ýfir það upp hegðun innan hópsins sem helst minnir á kúgun einræðisríkja hvar aðeins er leyfð skoðun sem er einræðisherranum þóknanleg. Í þessu tilviki þeim/þeirri sem upphaflega setur fram tilfinningaríkt hástafahróp um sniðgöngu. Það má með réttu kalla þetta Lúkasar-heilkennið. Enda hér búið að rannsaka morðið, ákveða morðingjann, dæma og fleyta kertum. Allt þó hundurinn sé sprell-lifandi. Ég er þeirrar skoðunar að gagnrýni eigi alltaf rétt á sér og að engin sé svo fullkomin að hann geti ekki nýtt sér slíka rýni til gagns. Hún þarf þó að vera málefnaleg til að nýtast og þannig sett fram að hið gagnrýnda geti brugðist við, lagfært eða leiðrétt. Opinber smánun á hins vegar ekkert skylt við gagnrýni, enda eingöngu sett fram í þeim tilgangi að meiða og skemma. Og yfirleitt tekst það. Hundurinn er dauður. Fyrirtæki mitt varð fyrir árás í stórum spjallhóp á Facebook. Viðskiptavinur VARAÐI VIÐ FYRIRTÆKINU í hástöfum og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún fór þó í öllum meginatriðum á skjön við sannleikann og hagræddi atvikum á þann hátt að ætla mætti að við hefðum myrt hund. Í enfeldni minni fór ég inn í umræðuna, leiðrétti aðdróttanir og varði mig og mitt. En ég var umsvifalaust tjargaður, velt upp úr fiðri og vísað úr hænsnahúsinu. Þarna skipti sannleikurinn engu máli. Tilgangurinn var látinn helga meðalið og hófst mikil keppni í hver gæti rægt mig og fyrirtækið mest. Keppni um hver gat gúgglað safaríkustu söguna, rökstutt sig með skjáskoti. Yfirlýsingagleði breyttist í hjarðhegðun. Viðurkenning mæld í fjölda „líka“ og ef einhver vogaði sér að styðja minn málstað beið viðkomandi tjara, fiður og útskúfun. Hvenær verður lík lík? Þórðargleði samkeppnisaðila tók að birtast. Hundurinn var myrtur. Ég og fyrirtæki mitt erum ekkert einsdæmi og er nú svo komið í samfélagi okkar að nóg er að koma fram með órökstuddar dylgjur á hendur fólki eða fyrirtækjum. Lífsviðurværi er rakkað niður og fólk smánað ef það er eða ætlar sér í viðskipti eða á tónleika. Minna metnir fjölmiðlar á smellaveiðum gera sér svo mat úr öllu saman, hjarðhegðunin fær viðurkenningu og vélin mallar áfram full vandlætingar. Við hljótum að sjá að þetta er ekki eðlileg hegðun og við sem samfélag verðum að snúa við blaðinu áður en það verður of seint. Við verðum að losna undan þessu hatri sem einkennir alla umræðu á samfélagsmiðlum. Við verðum að losna undan þessari pólariseringu og við verðum að gera þá kröfu til ríkisstyrktra fjölmiðla að þeir leiði þessar breytingar. Allt bendir þó til að þessir sömu fjölmiðlar nýti ríkisstyrkinn vel, á skilvirkri leið sinni í þveröfuga átt. Hundurinn skal myrtur! Höfundur er framkvæmdastjóri Procura Home.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun