Tvær lestar skullu saman á miklum hraða við bæinn Tempe í miðhluta landsins. Önnur lestin var farþegalest á leið frá höfuðborginni Aþenu til Þessalóníku, næst stærstu borgar landsins.
Hin lestin var flutningalest á leið frá Þessalóníku til Larissa. Héraðsstjórinn í Þessalóníku segir að áreksturinn hafi verið afar harður og að fyrstu fjórir vagnar farþegalestarinnar hafi farið út af sporinu.
Tveir fremstu vagnarnir gjöreyðilögðust. Um 194 farþegar voru fluttir heilir á húfi í rútum til Þessalóníku en rekstraraðili lestarinnar segir að um 350 manns hafi verið um borð. Björgunarsveitir eru enn að störfum á svæðinu en eldur kom upp í að minnsta kosti fjórum vögnum.
Af þeim slösuðu eru minnst 25 í alvarlegu ástandi.
Hér fyrir neðan má sjá myndband frá vettvangi slyssins.