Erlent

Linda Kasa­bian úr Man­son fjöl­skyldunni er látin

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Linda Kasabian var höfuðvitnið í málinu gegn Charles Manson og fylgjendum hans.
Linda Kasabian var höfuðvitnið í málinu gegn Charles Manson og fylgjendum hans. Michael Ochs Archives/Getty Images

Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri.

Kasabian var í hópi þeirra sem myrtu leikkonuna Sharon Tate og sex aðra árið 1969 en hún var þá tvítug að aldri. Hún fékk það verkefni að standa fyrir utan húsið og fylgjast með því að enginn væri að nálgast og tók því ekki beinan þátt í morðunum sem skóku heiminn og bundu að margra mati enda á blómatímabil hippanna.

Við rannsókn málsins féllst hún á að bera vitni í málinu gegn því að fá friðhelgi frá lögsókn. Aðalsaksóknarinn í málinu sagði síðar að vitnisburður hennar hafi skipt höfuðmáli þegar morðingjarnir voru sakfelldir.

Hún breytti svo nafni sínu og fór að mestu huldu höfði alla sína ævi og lést í Tacoma í Washington ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×